Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino ast. Ég tel að skilaboðin hafi borist eins hratt og aðstæður buðu upp á og það er mat sviðsstjóra Skóla- og frí- stundasviðs og slökkviliðsins að þessi tímasetning skilaboðanna frá okkur hafi verið eðlileg.“ „Ég held að foreldrar hefðu sett verulegt spurningamerki við þau vinnubrögð ef skólastjóri hefði sett það í forgang að senda þeim skilaboð fremur en að koma börnunum á öruggan stað,“ segir Salvör Þóra Davíðsdóttir, formaður foreldra- félags Rimaskóla. „Sem betur fer koma svona aðstæður ekki oft upp og auðvitað er alltaf hægt að gera betur. En einu óánægjuraddirnar sem ég hef heyrt snúa að Reykjavíkurborg, um að húsin hafi staðið hér ennþá.“ Yfirleitt skammtímalausn Færanlegar kennslustofur, eins og þær sem brunnu í fyrradag, eru við allnokkra grunn- og leikskóla á höf- uðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Þær eru að öllu jöfnu í eigu viðkom- andi sveitarfélags sem leigir þær til þeirra skóla sem á þeim þurfa að halda og eru yfirleitt hugsaðar sem skammtímalausn. Í Reykjavík eru 75 færanlegar stofur í notkun, í Garða- bæ eru þær sjö, í Kópavogi 14 og í Mosfellsbæ eru 14 færanlegar kennslustofur við grunn- og leikskóla bæjarins. Í Seltjarnarnesbæ eru engar færanlegar kennslustofur en í Hafnarfirði eru þær ellefu talsins. Í svörum frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Morgunblaðsins um fjölda og fyr- irkomulag færanlegra kennslustofa kemur m.a. fram að brunavarnir í þeim eru í engu frábrugðnar því sem er í öðru skólahúsnæði. Stofurnar eru ýmist á deiliskipulagi eða á að- alskipulagi og þurfa að uppfylla öll skilyrði byggingarreglugerða, rétt eins og önnur hús. Bað ítrekað um að stofurnar færu  Skólastjóri Rimaskóla hafði lengi þrýst á að færanlegar kennslustofur yrðu fjarlægðar  Segist hafa lát- ið foreldra vita af eldsvoðanum eins fljótt og hægt var  Rúmlega 120 slíkar stofur á höfuðborgarsvæðinu Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra kveðst ánægður með þá yfirlýsingu sem framkvæmda- stjórn Evrópusambandins gaf út í liðinni viku þar sem sagði m.a.: „Til- kynning Íslands um einhliða makríl- kvóta er jákvætt skref. Hann kemur heim og saman við þá hlutdeild sem Íslendingar höfðu áður farið fram á í makrílviðræðum strandríkjanna. Það er að segja 11,9% af 1.240.000 tonnum.“ „Það var mjög ánægjulegt að heyra yfirlýsingu talsmanns Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Við höfum alltaf sagt að við sjáum ekki fyrir okkur að fara inn í samn- inginn á þessu ári, þar sem við erum búnir að gefa út einhliða kvóta og samningur ESB, Færeyja og Noregs felur í sér verulega ofveiði. En á næsta ári, svo fremi sem allir sam- þykki að fara eftir veiðiráðgjöf, get- um við hugsað okkur að vera aðilar að samningnum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður Ingi sagði að þetta segði hann að því gefnu að samningsaðilar Íslendinga, ekki bara Evrópusam- bandið og Fær- eyjar heldur einn- ig Norðmenn, sættu sig við þá hlutdeild sem Ís- lendingar hefðu farið fram á. „Við höfum átt ágætis viðræður við Fær- eyinga, sem hafa einnig hvatt okk- ur til þess að koma inn í samninginn. Við þurfum bara að láta á það reyna hvort Nor- egur er tilbúinn á næsta ári að gera við okkur samning, eins og við höfum óskað eftir,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var spurður hvort ekki væru miklir hagsmunir í húfi fyrir Íslendinga að verða aðilar að samningnum á næsta ári, þar sem það hefði í för með sér að Íslendingar fengju veiðiheimildir víðar en þeir hafa nú: „Það vitum við ekki. Það yrði bara hluti af samningsferlinu og við myndum vitanlega fara fram á slíkt, þ.e. að það yrðu tengsl á milli hlut- deildarinnar og aðgangs að svæðum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjáv- arútvegsráðherra. agnes@mbl.is Vilja Norðmenn semja við Ísland?  Mögulegt að Ísland verði aðili að makrílsamningnum á næsta ári Sigurður Ingi Jóhannsson Eldurinn í færanlegu skólastof- unum við Rimaskóla kviknaði eftir fikt 12 ára drengs. „Um er að ræða ósakhæfan einstakling sem er nemandi í Rimaskóla og verður málið væntanlega unnið áfram í samráði við Barnavernd- arnefnd,“ segir Árni Þór Sig- mundsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stofurnar sem brunnu höfðu ekki verið í notkun í um þrjú ár, þær voru læstar og neglt fyrir glugga þeirra. Árni segir að eld- urinn hafi ekki kviknað inni í húsunum, heldur fyrir utan þau. „Það er afar mikilvægt að það komi fram að um hreint og klárt óviljaverk var að ræða,“ segir Árni, en málið telst upplýst. Íkveikjan var óviljaverk ÓSAKHÆFUR KVEIKTI Í Morgunblaðið/Eggert Færanlegar kennslustofur Á höfuðborgarsvæðinu eru þær rúmlega 120. Þessar stofur eru nýleg smíði og eru við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Skólastjóri Rimaskóla hafði ítrekað beðið um að færanlegar kennslu- stofur, sem eyðilögðust í eldi í fyrra- dag, yrðu fjarlægðar af lóð skólans. Síðast bað hann um það að morgni dagsins sem þær brunnu. Eldurinn kviknaði við fikt 12 ára drengs. Við grunn- og leikskóla á höf- uðborgarsvæðinu er 121 færanleg kennslustofa og þær lúta sömu reglugerðum og annað húsnæði sem nýtt er til skólahalds. „Ég átti síðast í gærmorgun [á mánudagsmorguninn] samtal við Skóla- og frístundasvið Reykjavík- urborgar þar sem ég þrýsti á að byggingarnar yrðu fjarlægðar. Ég bað um að það yrði sett í forgang, ég hafði margoft þrýst á það eftir að þær voru seldar,“ sagði Helgi Árna- son, skólastjóri Rimaskóla, í samtali við Morgunblaðið í gær, en stofurnar voru í eigu Svifflugfélags Íslands sem keypti þær fyrir tæpu ár en hafði ekki sótt þær. Samkvæmt upp- lýsingum frá félaginu liggur ekki fyr- ir hvernig tjónið verður bætt, en það hefur verið áætlað 40-50 milljónir. Öryggi barnanna í forgangi Nokkrir foreldrar barna í skól- anum hafa gagnrýnt að þeir hafi fyrst frétt af eldinum á vefmiðlum, en tölvupóstur frá skólanum um ástand mála til aðstandenda var sendur um 40 mínútum eftir að eld- urinn kom upp. Pósturinn var sendur í gegnum Mentor-kerfið, en það býð- ur líka upp á að senda sms-skilaboð til aðstandenda nemenda. Spurður hvers vegna sá möguleiki hafi ekki verið nýttur segir Helgi að þegar eldsins varð vart hafi verið sett í for- gang að huga að öryggi barnanna í skólanum. „Fyrstu viðbrögð hljóta að vera önnur en þau að setjast við tölvuna og senda skilaboð. Skóla- stjóri telur sig ekki geta verið í sam- keppni við mbl.is eða aðra fjölmiðla hvað það varðar að flytja fréttir nán- ast samtímis því að atburðirnir ger- Ljósmynd/Ingvar Örn Gíslason Eldur Stofurnar tvær sem brunnu voru í eigu Svifflugsfélags Íslands sem nú hefur orðið fyrir verulegu tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.