Morgunblaðið - 30.04.2014, Page 20

Morgunblaðið - 30.04.2014, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Áþreifanleg vellíðan EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Gæði og glæsileiki Heildverslunin Edda hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni. Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota allt lín frá okkur. Bjóðum einnig upp á lífrænt lín. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 82 ÁRA EDDA Heildverslun Draumur um góða nótt Heildverslun með lín fyrir: • hótelið • gistiheimilið • bændagistinguna • veitingasalinn • heilsulindina • hjúkrunarheimilið • þvottahúsið • sérverslunina Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mikið ofbeldi hefur einkennt aðdrag- anda þingkosninganna sem fram fara í Írak í dag, minnst 27 féllu í sprengjutilræðum við kjörstaði á mánudag. Ljóst er að hermdar- verkamenn vilja hræða fólk frá því að mæta á kjörstað. Í Anbar-héraði, þar sem Fallujah er helsta borgin, ráða nú ofstækisfullir íslamistar í reynd öllu þótt svæðið sé að nafninu til undir yfirráðum stjórnvalda í Bagdad. Og Kúrdar í norðri fara hörðum orðum um Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Írakar dæla nú upp meiri olíu en nokkru sinni fyrr í sögunni og því ættu að vera til peningar til að lag- færa ýmsa innviði. En það gengur brösulega, einkum vegna spillingar, ef undanskilið er íraska Kúrdistan þar sem menn vilja meiri sjálfs- stjórn, að sögn New York Times. Kúrdar saka Maliki um að tefja fyrir því að þeir fái afhentan eðlilegan skerf af olíutekjunum. Massud Barz- ani, forseti Kúrda, segir Maliki vilja sölsa undir sig öll völd. „Maliki hefur ekki reynst Kúrdum vel eða Írökum yfirleitt,“ segir Tariq Jawhar, frambjóðandi í þingkosn- ingunum. „Saddam Hussein var steypt af stóli en aðferðir hans og arfleifð eru enn á kreiki í huga margra íraskra leiðtoga.“ Hann segir að stefna Malikis hafi ýtt undir ágreining milli Kúrda og araba, einnig milli helstu trúarfylk- inga landsins, sjía-múslíma og súnní- múslíma. Sjálfur er Maliki sjía-músl- ími eins og um 60% allra Íraka. Hann á gott samstarf við Íran þar sem klerkar úr röðum sjíta ráða öllu. Írakar kjósa sér nýtt þing  Sprengjutilræðum síðustu daga ætlað að hræða fólk frá að mæta á kjörstað Kosið í öllu Írak » Kosningarnar verða þær fyrstu sem spanna allt landið síðan Bandaríkjamenn drógu her sinn á brott 2011. Maliki hefur verið við völd í átta ár. » Auk Anbar hafa uppreisn- arflokkar fært sig upp á skaftið í héruðunum Salahuddin og Diyala, norðan við Bagdad. Útilokað er að gera friðarsamninga við Ísrael fyrr en búið er að ákveða hvar landamæri væntanlegs ríkis Palestínumanna skuli liggja, segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu- manna. Ljóst er nú að áætlun Johns Kerrys, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, frá í fyrra um að saminn yrði friður fyrir 1. maí á þessu ári verður ekki að veruleika. „Frá því að Ísrael varð til hefur enginn vitað hvar landamærin eru,“ sagði Abbas í sjónvarpsávarpi í gær. Hann sagði að önnur skilyrði fyrir því að halda áfram samningaviðræð- um væru að Ísraelar stæðu við fyr- irheit um að láta nokkur hundruð palestínska fanga lausa og að Ísrael- ar leyfðu ekki frekari uppbyggingu í byggðum landtökumanna gyðinga á hernumdu svæðunum. Abbas hefur sætt harðri gagnrýni af hálfu Benjamins Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, fyrir að reyna að ná sáttum um þjóðstjórn með Ha- mas-samtökum íslamista á Gaza. Benda Ísraelar á að fjarstæða sé að þeir geti gert friðarsamninga við stjórn sem hafi innanborðs ráðherra úr hryðjuverkasamtökum. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið skilgreina Hamas sem slík samtök. Í stefnuskrá Hamas er tekið skýrt fram að eyða beri Ísrael. Tilraunir manna til að fá Hamas til að breyta þessu orðalagi, sem af eðlilegum or- sökum hljómar skelfilega í eyrum gyðinga, hafa ekki borið árangur. Einnig hafa þau neitað að lofa af- dráttarlaust að hætta öllum vopnuð- um árásum á Ísrael. kjon@mbl.is Ítreka skilyrði fyrir viðræðum  Abbas vill af- marka landamæri Palestínuríkis AFP Vinir? Palestínumaður og ísr- aelskur hermaður taka mynd hvor af öðrum í bænum Nabi Saleh. Danir fagna því að veitingastað- urinn Noma í Kaupmannahöfn skuli hafa endurheimt titilinn Besti veit- ingastaður í heimi. Noma missti tit- ilinn í fyrra eftir þriggja ára sig- urgöngu, þá sigraði El Celler de Can Roca á Spáni. Greidd eru atkvæði um röðina ár hvert. „Ég óska Noma innilega til hamingju, staðurinn hefur með mikilli sköpunargáfu og hugrekki aftur sannfært heiminn um einstök gæði norræns matar,“ sagði Dan Jørgensen, matvælaráðherra Dan- merkur. kjon@mbl.is VEITINGASTAÐIR Noma aftur bestur í öllum heiminum Abdelaziz Bou- teflika, sem ný- lega var endur- kjörinn forseti Alsírs, gat ekki haft eftir allan eiðinn, 94 orð, þegar hann var settur í embætti á mánudag, að sögn blaðsins El Watan. Forsetinn, sem er 77 ára, notast við hjólastól en hann fékk heila- blóðfall í fyrra. Hann fékk 81,5% at- kvæða en kjörsókn var afar lítil. Margir efast um að hann hafi heilsu til að gegna embættinu en Boute- flika varð forseti 1999. kjon@mbl.is ALSÍR Bouteflika gat ekki svarið eiðinn Abdelaziz Bouteflika Tveir áhugamenn um forn- leifafræði fundu nýlega um 250 gullpeninga og fleiri gripi frá vík- ingatímanum í jörðu á Borgund- arhólmi. Meðal myntanna eru tveir arabískir gulldínarar, mynt sem aldrei hefur fundist áður í landinu. Fjöldi víkinga átti viðskipti við veldi araba á miðöldum. Í fjár- sjóðnum er einnig gullmynt sem slegin var fyrir Anno, erkibiskup í Köln. kjon@mbl.is FORNLEIFAFUNDUR Arabísk mynt fannst á Borgundarhólmi Skýstrókar héldu áfram að valda usla í sunnanverðum Bandaríkjun- um í gær, alls hafa með vissu yfir 20 manns látist í óveðrinu undanfarna daga. Talan gæti þó hækkað þar sem enn er verið að leita í rústum. Giles Ward, íbúi í Louisville í Mississippi, leitaði skjóls á baðherberginu ásamt eiginkonu og fjórum öðrum meðan óveðrið sundraði múrsteinshúsi fjöl- skyldunnar. Hætta er á fleiri skýstrókum á næstu dögum en algengt er að ham- faraveður af þessu tagi geisi á ákveðnu belti um miðbik Bandaríkj- anna. Oftast eru strókarnir aðeins nokkur hundruð metrar að breidd, myndast skyndilega og fara hratt yf- ir. Mike Beebe, ríkisstjóri í Arkan- sas, segir að veðurofsinn hafi ef til vill verið sá mesti í manna minnum. Vindhraðinn er svo mikill að vöru- flutningabílar takast á loft og raf- magnslínur falla, tré rifna upp með rótum. Hús eru illa farin víða í Ark- ansas, Oklahoma, Alabama og Miss- issippi, sum ónýt. Mikið tjón varð í Mayflower, úthverfi höfuðborgar Arkansas, Little Rock. Sjónvarps- stöðin ABC segir að tugir þúsunda séu án rafmagns í Alabama, Ken- tucky og Mississippi og þúsundir manna hafist nú við í kjöllurum og neyðarskýlum. Strókarnir skildu eftir sig um 65 km langa slóð eyðileggingar við Little Rock. Þingmaður frá Arkan- sas, Tim Griffin, sagði að „heilt hverfi með um 50 húsum“ í Faulk- ner-sýslu væri í rúst, það eina sem eftir væri af sumum húsunum væri grunnurinn. AFP Baráttutákn Bandarískur fáni sem fannst í húsarústum var reistur í borginni Vilonia í Arkansas eftir að skýstrókur herjaði þar á sunnudagskvöld. Búist er við slæmu veðri og fleiri skýstrókum næstu daga í suðurríkjunum. Mann- skæðir strókar  Heil húsahverfi í rúst í Arkansas

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.