Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 ✝ Þórný Axels-dóttir fæddist í Reykjavík 2. febr- úar árið 1934. Hún lést á Landspít- alanum 14. apríl 2014. Foreldrar Þór- nýjar voru Lilja Halldórsdóttir Mel- steð, f. 13.5. 1912 í Reykjavík, d. 6.7. 1976, og Axel Haf- steinn Þórðarson, f. 16.12. 1910 í Reykjavík, d. 24.8. 1948. Þórný var elst þriggja systkina, en þau eru: Birna Axelsdóttir, f. 26.6. 1937 og Gylfi Jón Axelsson, f. 16.12. 1938, d. 21.12. 1963. Þórný giftist Konráði Ragnarssyni frá Hellissandi, f. 22.5. 1934, d. 16.10. 2011, 18. október árið 1957. Foreldrar hans voru Ragnar Konráð Kon- ráðsson, f. 1899 í Stykkishólmi, d. 1988, og Hólmfríður Ás- björnsdóttir, f. 1900 á Hellis- sandi, d. 1983. Börn Þórnýjar arsdóttur, f. 1991. 3) Gylfi Freyr verktaki, f. 1967, kvænt- ur Rakel Sveinsdóttur, f. 1970, börn þeirra eru: a) Jóhanna Guðrún, f. 2003 og b) Már, f. 2007. Fyrir átti Gylfi Freyr c) Hólmfríði Lilju, f. 1991, sam- býlismaður Leó Jóhannsson, f. 1981, dóttir þeirra er Ísey Hrönn. Fyrir átti Hólmfríður Tómas Sveinsson og d) Konráð Axel, f. 1997. Fyrir átti Þórný Lilju Júlíusdóttur, f. 1954. Dótt- ir hennar er Margrét Bjarna- dóttir, f. 1980, sonur hennar er Ívar. Fyrstu æviár sín ólst Þórný upp í Reykjavík en síðan í Sel- árdal á Vestfjörðum. Hún fór ung til Reykjavíkur þar sem hún vann ýmis störf. Búskapur Þórnýjar og Konráðs hófst í Reykjavík árið 1956 en árið 1958 fluttust þau til Hellissands þar sem þau bjuggu í 26 ár. Þá fluttust þau til Stykkishólms og bjuggu þar frá árinu 1984 til vors árið 2011. Þórný og Kon- ráð fluttust þá til Ólafsvíkur. Útför Þórnýjar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 30. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 15. og Konráðs eru: 1) Ragnar Konráðs- son skipstjóri, f. 1957, kvæntur Að- alheiði Aðalsteins- dóttur, f. 1962. Börn þeirra eru: a) Sara Ýr, f. 1981, unnusti Ragnar Rúnarsson, f. 1982, börn þeirra eru Brynjar Þór og Gréta, b) Rut, f. 1986, sambýlismaður Heimir Berg Vilhjálmsson, f. 1982, son- ur þeirra er Ernir Levy, c) Þórný, f. 1990, sambýlismaður Þorgrímur Laufar Kristjánsson, f. 1986, sonur þeirra er Alex- ander Erik og d) Konráð, f. 1998. 2) Bylgja Konráðsdóttir, f. 1959, gift Jónasi Kristóferssyni húsasmíðameistara, f. 1959, börn þeirra eru: a) Íris, f. 1981, unnusti Sævar Freyr Reynisson, f. 1980, dóttir þeirra er Karen og b) Kristófer, f. 1988, í sam- búð með Helgu Björgu Garð- Það getur vel verið að sumum finnist það skrýtið að þegar ég kveð elskulega tengdamóður mína, þá kjósi ég að fara að tala um „ömmu Níný“. En málið er að „amma Níný“ átti svo stóran sess í okkar lífi. Þannig var að daginn sem hríðir hófust fyrir fæðingu dóttur okkar, Jóhönnu, hringdi ég auðvitað í tengdó. Dugði þá ekkert minna en að Níný dreif tengdapabba af stað til Reykja- víkur og tilkynnti að nú yrði eld- uð dýrindismáltíð um kvöldið. Stuttu síðan bar hún ofan í mig snitsel, kartöflur, feiti og grænar baunir í matinn. Morguninn eftir var prinsessan fædd og komin í fangið á ömmu sinni. Nokkrum árum síðar fæddist prinsinn Már. Tengdamamma náði reyndar ekki snitselinu það kvöldið, en var mætt á staðinn samdægurs og því var það með börnin mín tvö að það var Níný sem bjó hjá mér fyrstu ævidaga barnanna minna beggja (reyndar var það þannig að það var Níný sem fór með mér í fyrstu skoðanirnar á spítalann, ekki pabbinn!). Ég minnist ferðanna okkar vestur í Stykkishólm, þær voru alltaf dásamlegar. Uppúr stendur þó sambandið á milli Nínýjar og dóttur okkar, Jóhönnu. Þær fóru saman á trúnó, fóru saman í Kringluna, fóru saman á kaffihús og gerðu allt sem bestu vinkonur gera. Síðan sváfu þær saman í rúminu eftir að afi Konni dó. Á ég þá eftir að nefna mömmuna sem dekraði við yngsta soninn! Já, Níný hafði dekrað við Gylfa í hartnær 35 ár áður en við tókum saman. Ég fékk hálfgert sjokk fyrst þegar ég varð vitni að því hvað hún stjanaði við hann. En mér lærðist síðar að þetta var bara hluti af þeirra einstaka sam- bandi. Nú síðast um jólin strauj- aði hún skyrturnar hans eins og enginn væri morgundagurinn. En þau voru líka náin og mér hlýnar um hjartarætur að rifja upp þeirra síðustu stundir sam- an. Þær stundir voru fyrst og fremst fallegar og einkenndust af gagnkvæmri ást. „Elsku litla barnið mitt“ var eitt það síðasta sem Níný sagði við Gylfa. Ég efa það reyndar ekkert að við mun- um öll sakna þess mest að geta ekki setið og spjallað við Níný. En við erum svo rík að minning- um. Í fyrsta lagi var Níný við- urkennd sem heimsins besta amma. Já, amman sem söng og spilaði, dansaði, spjallaði og hló. Hún var amman sem gaf öllum endalaust að borða og dekraði okkur öll hvað mest hún gat. Hún var amman sem hélt heimilinu svo fínu að engar aðrar konur munu nokkurn tímann slá henni við. Í ofanálag var hún ein glæsi- legasta kona sem ég hef nokkurn tímann fyrirhitt og það allt til dauðadags, þá áttræð. Ég trúi því að Níný muni vaka yfir okkur öllum um ókomna framtíð. Það mun ekki síst eiga við um öll barnabörnin hennar, enda var hún tengdari þeim flestum en al- mennt gengur og gerist. Ég trúi því líka að andi tengdaforeldra minna muni svífa yfir vötnum í hvert sinn er við hittumst fjöl- skyldan og þá ekki síst ef tónlist- in verður sett á fóninn. Minning- in um Níný mun því duga út ævina. Ekki síst fyrir allar fleygu setningarnar sem við munum oft rifja upp, því Níný var svo hnytt- in í tilsvörum. Já, þetta er konan sem ég kveð nú með hlýju og söknuði. Þar til næst, Níný mín: Takk fyrir allt. Rakel Sveinsdóttir. Elsku amma. Það er eitthvað svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin og komir aldrei aft- ur. Þú sem varst alltaf svo ung í anda. Eftir á að hyggja þá gerð- um við okkur aldrei almennilega grein fyrir því hvað þú varst orð- in fullorðin. Ástæðan fyrir því er einföld þegar maður fer að hugsa málið. Þú varst alltaf svo mikil skvísa með hringa á öllum fingr- um og stóra fallega perlufesti, eða „festi“ eins og þú sagðir allt- af. Það var alltaf svo gott og gam- an að tala við þig vegna þess hvað þú varst upplýst um daginn og veginn og skilningsrík á lífið. Sökum þess gátum við spjallað við þig um algjörlega allt og það var alveg sama hvort við ræddum við þig um varnarleik handbolta- landsliðsins, fræga fólkið, ætt- fræði eða jafnvel ástæður hruns- ins. Þú fylgdist alltaf með okkur systkinunum í íþróttunum og vissir alltaf hvernig okkur gekk. Þar að auki sagðirðu svo skemmtilega frá og dróst ekkert undan sem varð til þess að allir hlustuðu á það sem þú sagðir. Að fá að fara inn í Hólm til ykkar afa var alltaf svo gaman og maður var alltaf svo velkominn. Við máttum nefnilega gera allt í Hólminum en samt vissum við al- veg hvað við máttum ekki. Maður var búinn að hlakka til í lengri tíma og þegar maður kom þá lenti maður í dekri frá morgni til kvölds. Heimilið ykkar afa var alltaf svo fallegt og hreint. Frystikistan full af heimabakstri og húsið fullt af mat og það góð- um mat. Grænu glösin og bláu diskarnir, þú varst algjör fagur- keri. Það getur enginn gert púð- ursykurstertuna þína eins og þú svo við tölum nú ekki um hvítu lagtertuna það náði henni enginn eins og þú. Ógleymanleg var ferðin sem við fórum með ykkur afa í Sel- árdalinn, æskuslóðir þínar. Þar var mikið hlegið, sungið og dans- að og gaman var að hlusta á allar sögurnar sem þú sagðir okkur. Þær verða lengi í minnum hafð- ar. Það voru ekki jól nema að taka spil við þig og það var spilað öll kvöld og langt fram á nótt. Þú varst hörðust allra í því að halda áfram og oftar en ekki stóðst þú uppi sem sigurvegari. Orðheppin varst þú með eindæmum og komu nokkrir gullmolarnir frá þér hvort sem var við spilaborðið eða annars staðar. Elsku amma, nú ert þú komin til afa. Við eigum eftir að sakna þín en minningarnar framkalla allar bros og þær munu lifa í hjörtum okkar. Þú varst yndis- leg. Þín barnabörn, Íris og Kristófer. Elsku amma. Allar þær minn- ingar um stundir sem við áttum saman eru mér svo dýrmætar, ég á heilan minningabunka sem ég get setið og farið yfir allan dag- inn og hlegið og grátið yfir hversu skemmtileg og orðheppin þú varst. Stundirnar í Hólminum hjá ykkur afa voru ófáar og svo margt sem við dunduðum okkur saman við og fékk ég til dæmis að fara með á dvalarheimilið að vinna og fékk að skottast með þér út um allt. Við vorum ekki ólíkar nöfnurnar með það að okk- ur þótti ekki leiðinlegt að vaka frameftir og jafnvel fá okkur pönnukökur á miðnætti, þú last Morgunblaðið og ég bækur fram á nótt og svo sváfum við út. Þið afi höfðuð það sem sið að skiptast á að vera hjá börnunum um jólin og tilhlökkunin að fá að hafa ykk- ur hjá okkur um jólin var alltaf jafn mikil. Ferðin í Selárdal með stórfjölskyldunni er mér ofarlega í huga, það var svo skemmtilegt og að fá að heyra þínar æsku- minningar, skemmtilegt og fróð- legt. Það var alltaf fjör í kringum þig, ég get endalaust talið upp minningar, þessum tímum á ég seint eftir að gleyma. Síðustu ár höfum við farið ófáar ferðirnar á kaffihús saman og spjallað út í eitt og farið að pæjast að kaupa okkur föt sem okkur þótti ekki leiðinlegt – það eru forréttindi að eiga ömmu sem var líka vinkona mín. Betri ömmu er vart hægt að hugsa sér, ég mun ávallt geyma minningar okkar og halda minn- ingu þinni á lofti um ókomna tíð. Þangað til næst. Þín nafna, Þórný. „Drottningin mín“ var alltaf það fyrsta sem þú sagðir þegar við hittumst og mikið á ég eftir að sakna þess að heyra þig ekki segja það oftar. Ég var svo hepp- in að vera skírð í höfuðið á þér og það hefur án efa átt stóran þátt í því hversu stór hluti þú varst af mínu lífi. Ég er oft spurð hvernig við séum skyldar, og oft hef ég átt í basli með að svara því, þó þú værir nafna mín, þá varstu alltaf svo miklu miklu meira en það. Oftast svaraði ég því til að þú værir ská-amma og góð vinkona. Enda hefur þú alltaf verið hluti af lífi mínu og alltaf verið til staðar. Ég var oft í pössun hjá ykkur Konna og þú hefur fylgst með öllu sem ég og fjölskylda mín höf- um tekið okkur fyrir hendur. Þú fylgdist með Heru Guðrúnu og Heiðari Má eins og þau væru þín barnabörn, enda kalla þau þig alltaf ömmu Níný. Þú varst alltaf kölluð Níný og ert það enn hjá minni fjölskyldu, en síðustu árin fannst þér það gælunafn ekki við- eigandi „Níný hæfir ekki eldri konum,“ sagðirðu og vildir láta kalla þig Þórnýju. Það var alltaf gaman að koma til þín og mér leið alltaf vel í ná- vist þinni, það er því margs að minnast og margt að þakka þeg- ar kemur að hinstu kveðjustund; eins og til dæmis símtalanna frá þér, sem aldrei voru löng en allt- af innhaldsrík, húmorsins þíns sem þú hélst allt til enda, hnytt- inna svara og skemmtilegra sagnanna, hlátursins þíns sem var svo skemmtilegur og smit- andi, vikunnar okkar á Kanarí þar sem við gátum talað, hlegið og spilað og margt fleira. Ég kunni alltaf að meta hreinskilni þína, þú sagðir það sem þér fannst og maður vissi hvar maður hafði þig. Heimili þitt bar alltaf merki um smekkvísi og snyrti- mennsku, sem og þú sjálf sem lagðir mikið upp úr því að líta vel út. Alltaf þegar ég sé bleikan varalit, bleikt sjal eða fallega perlufesti þá hugsa ég til þín. Síðustu árin hafa verið þér og fjölskyldunni erfið og mikið gengið á í kringum ykkur. Mikil veikindi þín undanfarin ár hafa tekið sinn toll, það var sama hversu veik þú varst, alltaf var sama svarið sem maður fékk þeg- ar maður spurði hvernig þú hafð- ir það: „Ég! Ég er alltaf hress, elskan mín,“ þó maður vissi nú oft betur. En mikil veikindi sl. þrjá mánuði voru of mikil fyrir þig, þó svo að það hefði ekki kom- ið á óvart að þú hefðir hrist þetta af þér eins og oft áður. En lík- aminn gat ekki meir og gafst upp að kvöldi 14. apríl sl. Elsku Níný, ég þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þínu góða fólki. Það eru sko for- réttindi að hafa átt þig sem nöfnu. Nú kveð ég þig með orð- um Davíðs Stefánssonar: Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. Hvíldu í friði, þín Þórný Baldursdóttir. Þegar vinir kveðja eftir ára- tuga langa samferð leitar hugur- inn til baka. Mín fyrstu kynni af henni Níný minni voru þegar hún flutti ung og glæsileg kona með honum Konna sínum til Hellis- ands ásamt tveim börnum þeirra. Þessi glæsileiki var yfir henni alla tíð þrátt fyrir erfið veikindi og áföll á lífsleiðinni. Konni var sjómaður og lítið heima á þessum árum. Þannig var að ég var feng- in til að gæta þessara litlu barna kvöld og kvöld svo að húsmóðirin unga gæti skotist á kvenfélags- fundi, spilavistir og þessháttar skemmtanir. Fljótlega þróaðist þessi samvera í einlæga vináttu og ég varð eins og einn af fjöl- skyldumeðlimunum, tók þátt í gleði og sorgum og þannig var það uppfrá því og þangað til yfir lauk. Þegar ég flutti í Hólminn ráku St. Franciskusystur barnaheimili um sumartímann. Þá kom Níný með Ragga og Bylgju með sér og vann þar í tvö sumur. Hún kunni mjög vel við sig í Hólminum og flutti svo þangað þegar skeljaæv- intýrið hófst og Konni fór að vinna á bátum frá Rækjunesi. Þau fluttu ásamt Gylfa yngsta barninu sínu og byggðu sér hús í Ásklifi. Í Ásklifinu bjuggu þau svo næstu 25 árin. þetta voru góð ár og skemmtileg, við höfðum mikið samband í félagslífi og einkalífi. Níný var sannkallaður gleðigjafi hvar sem hún kom. Eitt af því sem kemur upp í hug- ann eru öll þau áramót sem við áttum saman „ Sandararnir“ Níný og Konni, Rúna og Haddi, ég og Baldur og þau börn og barnabörn sem voru til staðar hverju sinni. Græskulaust gam- an, gleði, hlátur, harmonikkuspil og söngur fer um hugann. Nú eru þið horfin okkur um stund, þú, Konni og Haddi. Eftir sitjum við og yljum okkur við ljúfar minn- ingar sem góðar manneskjur skilja eftir sig. Níný vann hin ýmsu störf, en vænst þótti henni um vinnuna við Dvalarheimilið. Alltaf var hún með vakandi umhyggju með dætrum mínum og þeirra fjöl- skyldum. Sem dæmi um það get ég sagt að síðustu vikuna sem hún lifði var ég í þeirri aðstöðu að geta heimsótt hana á spítalann á hverjum degi og þegar hún hafði þrek til þá spurði hún frétta af dætrum mínum og úr Hólminum sem henni var svo kær. Ég skil- aði kveðju frá fyrrum starfs- félaga hennar af Dvaló. „Aldrei leiddist mér að fara vinnuna mína þegar ég vann þar“ sagði hún „og skilaðu kveðju minni til allra sem ég þekki í Hólminum- Hún kvaddi með þeirri reisn sem henni var svo eiginleg… „Er þetta ekki orðið gott hjá mér, Gunna mín? Ég held ég sé búin að skila því sem ég get …vertu sæl“. Já, vertu sæl Níný mín, hugur minn er fullur þakklætis fyrir að hafa átt þig sem vinkonu öll þessi ár. Á okkur sólin skín í skamma stund er skugginn vex, við bíðum þess að fara, svo svífum við af stað svo létt í lund og líðum burt með heimsins englaskara. Þá kveð ég þennan heims sem gaf mér gaum ég gleðst því ég hef lokið verki mínu. Og sál mín hverfur inn í annan draum með ástinni sem kom frá hjarta þínu. (KH) Innilegar samúðarkveðjur til barna hennar: Lilju Bjarkar, Ragnars, Bylgju og Gylfa og fjöl- skyldna þeirra, frá Gunnu, Baldri og fjölskyldu Vertu sæl og Guð geymi þig. Þín Guðrún Marta. Þórný Axelsdóttir ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BENEDIKTA SIGURRÓS SIGMUNDSDÓTTIR, Árskógum 8, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 23. apríl. Útför hennar verður frá Langholtskirkju föstudaginn 2. maí kl. 11.00. Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Jónsdóttir, Stefán Magnússon, Björk Jónsdóttir, Kjartan Jóhannsson, Jóhanna Jónsdóttir, Bo Hedegaard-Knudsen, Sturla Þór Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Þórisstöðum, síðast til heimilis á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, lést föstudaginn 25. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 2. maí kl.14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða. Ólafía Ólafsdóttir, Hilmar Jónasson, Tómas Guðjónsson, Gyða Maja Guðjónsdóttir, Þuríður Óskarsdóttir, Marsibil Sigurðardóttir og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.