Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Plankaparket í miklu úrvali Kristján Jónsson kjon@mbl.is Um 3.000 stuðningsmenn Rússa réð- ust í gær inn í aðalstöðvar héraðs- stjórnarinnar í stórborginni Lúh- ansk í austurhluta landsins og lögðu þær og bækistöð saksóknara undir sig. Skömmu síðar tóku um 20 menn, sem voru sumir vopnaðir kylfum og málmstöngum, einnig lögreglustöð. Þeir brutu hurðir og rúður til að komast inn í húsin og hleyptu síðan mannfjöldanum inn. Fólkið hafði áður krafist þess að strax yrði efnt til þjóðaratkvæða- greiðslu um aukna sjálfsstjórn aust- urhéraðanna þar sem margir eiga sér rússnesku að móðurmáli. Úkra- ínski fáninn við aðalstöðvarnar var dreginn niður og fáni Rússlands dreginn að hún. Engir verðir voru fyrir utan húsið en inni var hópur um 100 óeirðalögreglumanna í fullum skrúða. Ekki var ráðist á þá. Gagnrýndu lögregluna Staníslav Retsínskí, aðstoðarmað- ur innanríkisráðherra Úkraínu, sagði að héraðsstjórnin í Lúhansk virtist ekki hafa neina stjórn á lög- reglunni. „Lögreglan á staðnum gerði ekki neitt,“ sagði hann. Forseti Úkraínu, Olexander Túrtsjínov, gagnrýndi einnig lögregluna í aust- urhéruðunum fyrir „aðgerðaleysi og í sumum tilvikum glæpsamleg svik“. Rússneskir ráðamenn segja nú að þeir hafi alls ekki í hyggju að gera innrás í austurhéruð Úkraínu en um 40 þúsund rússneskir hermenn eru rétt við landamærin. Sergei Sjogú varnarmálaráðherra tjáði starfs- bróður sínum í Bandaríkjunum, Chuck Hagel, þetta í klukkustundar löngu símtali í gær. Sagði Sjogú að hermennirnir væru nú aftur komnir í búðir sínar þar sem Úkraínustjórn hefði sagt að ekki yrði beitt hervaldi gegn aðskiln- aðarsinnum í austurhéruðunum. Talsmenn Atlantshafsbandalagsins, NATO, sögðust ekki hafa séð merki um að Sjogú hefði sagt sannleikann. AFP Innkaup Þrátt fyrir ókyrrðina í A-Úkraínu gengur lífið að mestu sinn vana- gang hjá flestum. Hér kaupa konur í Slavjansk á grænmetismarkaði í gær. Bækistöð yfir- valda í Lúhansk var hernumin  Úkraínuforseti gagnrýnir lögregluna Refsiaðgerðir og ISS » Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar og beinast þær m.a. gegn sölu á hátækni til Rússlands. » Athygli vakti í gær að Rúss- ar sögðu að ef refsiaðgerðirnar hefðu áhrif á framleiðslu eld- flauga gæti það komið niður á bandarískum geimförum sem dvelja í alþjóðlegu geimstöð- inni, ISS. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Enn bíða ættingjar um 230 skóla- stúlkna í norðausturhluta Nígeríu fregna af þeim en talið er að herská- ir íslamistar úr röðum samtakanna Boko Haram hafi rænt þeim. Ráðist var inn í heimavistarskóla stúlkn- anna í Chibok í Borno-héraði að næturþeli fyrir tveim vikum. Íbúar í norðurhluta Nígeríu eru flestir múslímar, í suðurhlutanum er meiri- hlutinn kristinn. Boko Haram (nafnið merkir: vest- ræn menntun er bönnuð) hafa staðið fyrir morðárásum í landinu undan- farin ár, um 1.500 hafa fallið fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Nú hafa borist fregnir af því að sumar stúlknanna, sem eru á aldr- inum 16-18 ára, hafi sést í haldi vopnaðra manna í grannríkjunum Kamerún og Tsjad. „Og svo fengum við upplýsingar um að ræningjarnir hefðu látið bjóða þessar stúlkur upp sem brúðir,“ segir Pogo Bitrus, einn af leiðtogum Chibok. Hann segir einnig í viðtali við BBC að 43 stúlk- um hafi tekist að sleppa. Örvænting foreldra stúlknanna er mikil og stjórnvöld í Nígeríu eru sökuð um að gera lítið til að frelsa þær. Stjórn Jonathans Goodlucks forseta hefur að vísu sent nokkur þúsund hermenn til helstu borga norðurhéraðanna til að fást við liðs- menn Boko Haram. En samtökin hafa nú breytt um aðferð, ráðast frekar á smábæi og þorp. Árið 1996 rændu liðsmenn Upp- eisnarhers Guðs, LRA, 139 stúlkum úr skóla í Úganda. En skólastjórinn, nunnan Rachele Fassera, elti hópinn inn í frumskóginn og tókst að frelsa 109 fórnarlambanna. Boko Haram-liðar sagðir selja stúlkur á uppboði  Enn hefur ekkert spurst til 230 stúlkna sem var rænt AFP Árás Fólk í Abuja í Nígeríu við lík manna sem féllu í árás Boko Haram. Brasilíski Barce- lona-maðurinn Dani Alves, sem er að hluta blökkumaður, varð nýlega fyrir því í leik gegn Villarreal að áhorfandi kast- aði banana að honum þegar hann var að fara að taka hornspyrnu. Ljóst er að markmiðið var að sýna Alves óvirðingu. En hann af- hýddi bananann, fékk sér bita – og tók svo spyrnuna. Liðsfélagi hans og samlandi, Neymar, varð hrifinn af glensinu, tvítaði um það og setti síðan mynd af sér með banana og ungum syni sínum á Instagram. Undir stendur: „Við erum öll apar.“ Milljónir manna hafa lækað myndina og tvítið. kjon@mbl.is Alves fékk sér bita af banananum – og tók hornspyrnuna Neymar með syninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.