Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 Menning Þ að var árið 1957 sem Hjalti Geir Krist- jánsson húsgagna- arkitekt leitaði til Skarphéðins Jóhanns- sonar arkitekts og bað hann um að teikna einbýlishús fyrir sig og ört vaxandi fjölskyldu þeirra Sigríðar Th. Erlendsdóttur á lóð sem hann hafði eignast við Bergstaðastræti. Verkefnið var óvenjulegt sökum þess að lóðin var ekki í nýju út- hverfi heldur inn á milli eldri húsa við gróna og virðulega götu í sunn- anverðu Skólavörðuholti. Á meðan Hjalti Geir var við nám í húsgagnaarkitektúr við Kunstge- webschule der Stadt Zürich í Sviss heimsótti hann Skarphéðin í Kaup- mannahöfn vorið 1949. Þar hittust þeir í fyrsta sinn og áttu saman eftirminnilega kvöldstund sem varð grunnur að ævilangri vináttu. „Það var óhemju, að mér fannst, upp- byggjandi, að mega ræða við svo vandaðan og heilsteyptan mann sem hann var.“ Þegar kom að því að byggja á lóðinni kom enginn annar arkitekt til greina en Skarp- héðinn. Lóðin var lítil, ekki nema 398 fermetrar, og því var ekki vandalaust að koma fyrir húsi sem uppfyllti væntingar og þarfir fjöl- skyldunnar. Húsin sunnan göt- unnar voru öll byggð fast upp að gangstétt og erfitt um vik að koma fyrir stórum gluggum í þá átt á götuhæð. Við lóðamörkin til norð- urs var brunagafl tvílyfts steinhúss og neðan við lóðina stærðarhús við Laufásveg, kjallari, tvær hæðir og hátt ris, sem byrgði fyrir útsýni til vesturs og suðurs. Í reykvískum íbúðarhúsum á fyrri hluta 20. aldar var hefðin sú að stofur væru á neðri hæð en svefnherbergi á efri hæð. Skarp- héðinn ákvað hins vegar að snúa þessu við. Hafa stofur og eldhús uppi til að fanga birtu og útsýni en svefnaðstöðu á götuhæð með gluggum inn að bakgarði. Á efri hæð er stór og björt stofa með- fram allri garðhliðinni þar sem ein- halla þakflötur hússins rís hvað hæst. Útveggurinn er lokaður þar sem nágrannahúsið skyggir á en til beggja enda stofunnar eru gólfsíðir gluggar með rúmgóðum svölum framan við þar sem útsýni opnast á milli Laufásvegarhúsanna. Fyrir nokkrum árum lét Guðrún Jónsdóttir arkitekt svo ummælt að húsið við Bergstaðastræti 70 væri eitt af best teiknuðu húsum í Reykjavík. Einkennandi í útliti þess eru hrein form og skýrt af- markaðir glugga-, efnis- og litaflet- ir sem mynda yfirvegaða kompós- isjón, líkt og abstraktmálverk í þrívídd. Snilld arkitektsins liggur þó ekki í ytra forminu einu, heldur því hvernig hvert atriði í útliti hússins er jafnframt þaulhugsað út frá innra skipulagi og notagildi hvers herbergis. Húsið er hannað á farsælan hátt inn í klassíska reykvíska götumynd. . Morgunblaðið/RAX ALDARMINNING SKARPHÉÐINS JÓHANNSSONAR ARKITEKTS Eitt af best teiknuðu húsunum MINJASTOFNUN HYGGST FRIÐLÝSA EINBÝLISHÚSIÐ NR. 70 VIÐ BERGSTAÐA- STRÆTI TIL AÐ HEIÐRA MINNINGU ARKITEKTSINS. Pétur Ármannsson petura@simnet.is Hjalti Geir Kristjánsson og Sigríður Erlendsdóttir á heimili sínu. Skarphéðinn Jóhannsson (1914- 1970) var af þeirri kynslóð arkitekta sem ruddu nýjum viðhorfum braut á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Hann lærði ungur húsgagnasmíði og útskrifaðist frá Kunsthaand- værkerskolen í Kaupmannahöfn ár- ið 1937. Eftir námsdvöl í Þýskalandi hóf hann að starfa sem húsgagna- teiknari og innanhússarkitekt í Reykjavík. Var hann frumkvöðull á því sviði ásamt Helga Hallgríms- syni skólabróður sínum sem útskrif- aðist á sama tíma. Sem húsgagna- og innanhússhönnuður vann Skarp- héðinn mest að verkefnum fyrir arkitekta, einkum Gunnlaug Hall- dórsson og Einar Sveinsson. Hann teiknaði m.a. upprunaleg húsgögn og innréttingar í afgreiðslusal Bún- aðarbankans í Austurstræti fyrir Gunnlaug Halldórsson. Árið 1945 hóf Skarphéðinn nám í arkitektúr við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn. Hann útskrifaðist sem arki- tekt árið 1949 og vann um skeið hjá prófessor Kaare Klint. Árið 1952 stofnaði hann eigin teiknistofu í Reykjavík. Stuttu síðar kvæntist hann Kristínu Guðmundsdóttur hí- býlafræðingi. Teiknistofa Skarphéð- ins var til húsa á heimili þeirra hjóna, fyrst á Bergstaðastræti 69 og frá árinu 1957 á jarðhæð ný- byggðs einbýlishúss við Laugarás- veg 71. Á sjöunda áratugnum var teiknistofa Skarphéðins ein stærsta einkarekna arkitektastofan í Reykjavík og margir ungir arki- tektar störfuðu þar um skeið. Helstu verkefni stofunnar voru á sviði mennta- og vísindastofnana. Ruddi nýjum viðhorfum braut Skarphéðinn með finnska arkitektinum Alvar Aalto (t.v.) sem teiknaði Nor- ræna húsið í Reykjavík. Skarphéðinn var nánasti samstarfsmaður hans. Ljosmynd/Einkaeign Skarphéðinn Jóhannsson um 1960. Ljósmynd/Einkaeign „Ég tel mig ákaflega heppinn að hafa átt mín fyrstu starfsár hjá Skarphéðni. Að vinna með hon- um var dýrmæt reynsla fyrir ungan mann. Hann gaf mér nokkuð frjálsar hendur, ræddi um lausnir og hafði sínar skoð- anir,“ segir Manfreð Vilhjálms- son arkitekt. „Allir sem kynntust Héðni báru til hans mjög góðan hug. Hann var mikill sportmað- ur, frábær teiknari og góður vatnslitamálari. Hann naut virð- ingar og álits í samfélaginu enda hafði hann fyrir löngu sannað sig sem frábær húsgagna- og inn- réttingaarkitekt.“ Manfreð Vilhjálmsson arkitekt. . Morgunblaðið/Einar Falur Kynnin dýr- mæt reynsla

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.