Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 Menning Þ að var árið 1957 sem Hjalti Geir Krist- jánsson húsgagna- arkitekt leitaði til Skarphéðins Jóhanns- sonar arkitekts og bað hann um að teikna einbýlishús fyrir sig og ört vaxandi fjölskyldu þeirra Sigríðar Th. Erlendsdóttur á lóð sem hann hafði eignast við Bergstaðastræti. Verkefnið var óvenjulegt sökum þess að lóðin var ekki í nýju út- hverfi heldur inn á milli eldri húsa við gróna og virðulega götu í sunn- anverðu Skólavörðuholti. Á meðan Hjalti Geir var við nám í húsgagnaarkitektúr við Kunstge- webschule der Stadt Zürich í Sviss heimsótti hann Skarphéðin í Kaup- mannahöfn vorið 1949. Þar hittust þeir í fyrsta sinn og áttu saman eftirminnilega kvöldstund sem varð grunnur að ævilangri vináttu. „Það var óhemju, að mér fannst, upp- byggjandi, að mega ræða við svo vandaðan og heilsteyptan mann sem hann var.“ Þegar kom að því að byggja á lóðinni kom enginn annar arkitekt til greina en Skarp- héðinn. Lóðin var lítil, ekki nema 398 fermetrar, og því var ekki vandalaust að koma fyrir húsi sem uppfyllti væntingar og þarfir fjöl- skyldunnar. Húsin sunnan göt- unnar voru öll byggð fast upp að gangstétt og erfitt um vik að koma fyrir stórum gluggum í þá átt á götuhæð. Við lóðamörkin til norð- urs var brunagafl tvílyfts steinhúss og neðan við lóðina stærðarhús við Laufásveg, kjallari, tvær hæðir og hátt ris, sem byrgði fyrir útsýni til vesturs og suðurs. Í reykvískum íbúðarhúsum á fyrri hluta 20. aldar var hefðin sú að stofur væru á neðri hæð en svefnherbergi á efri hæð. Skarp- héðinn ákvað hins vegar að snúa þessu við. Hafa stofur og eldhús uppi til að fanga birtu og útsýni en svefnaðstöðu á götuhæð með gluggum inn að bakgarði. Á efri hæð er stór og björt stofa með- fram allri garðhliðinni þar sem ein- halla þakflötur hússins rís hvað hæst. Útveggurinn er lokaður þar sem nágrannahúsið skyggir á en til beggja enda stofunnar eru gólfsíðir gluggar með rúmgóðum svölum framan við þar sem útsýni opnast á milli Laufásvegarhúsanna. Fyrir nokkrum árum lét Guðrún Jónsdóttir arkitekt svo ummælt að húsið við Bergstaðastræti 70 væri eitt af best teiknuðu húsum í Reykjavík. Einkennandi í útliti þess eru hrein form og skýrt af- markaðir glugga-, efnis- og litaflet- ir sem mynda yfirvegaða kompós- isjón, líkt og abstraktmálverk í þrívídd. Snilld arkitektsins liggur þó ekki í ytra forminu einu, heldur því hvernig hvert atriði í útliti hússins er jafnframt þaulhugsað út frá innra skipulagi og notagildi hvers herbergis. Húsið er hannað á farsælan hátt inn í klassíska reykvíska götumynd. . Morgunblaðið/RAX ALDARMINNING SKARPHÉÐINS JÓHANNSSONAR ARKITEKTS Eitt af best teiknuðu húsunum MINJASTOFNUN HYGGST FRIÐLÝSA EINBÝLISHÚSIÐ NR. 70 VIÐ BERGSTAÐA- STRÆTI TIL AÐ HEIÐRA MINNINGU ARKITEKTSINS. Pétur Ármannsson petura@simnet.is Hjalti Geir Kristjánsson og Sigríður Erlendsdóttir á heimili sínu. Skarphéðinn Jóhannsson (1914- 1970) var af þeirri kynslóð arkitekta sem ruddu nýjum viðhorfum braut á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Hann lærði ungur húsgagnasmíði og útskrifaðist frá Kunsthaand- værkerskolen í Kaupmannahöfn ár- ið 1937. Eftir námsdvöl í Þýskalandi hóf hann að starfa sem húsgagna- teiknari og innanhússarkitekt í Reykjavík. Var hann frumkvöðull á því sviði ásamt Helga Hallgríms- syni skólabróður sínum sem útskrif- aðist á sama tíma. Sem húsgagna- og innanhússhönnuður vann Skarp- héðinn mest að verkefnum fyrir arkitekta, einkum Gunnlaug Hall- dórsson og Einar Sveinsson. Hann teiknaði m.a. upprunaleg húsgögn og innréttingar í afgreiðslusal Bún- aðarbankans í Austurstræti fyrir Gunnlaug Halldórsson. Árið 1945 hóf Skarphéðinn nám í arkitektúr við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn. Hann útskrifaðist sem arki- tekt árið 1949 og vann um skeið hjá prófessor Kaare Klint. Árið 1952 stofnaði hann eigin teiknistofu í Reykjavík. Stuttu síðar kvæntist hann Kristínu Guðmundsdóttur hí- býlafræðingi. Teiknistofa Skarphéð- ins var til húsa á heimili þeirra hjóna, fyrst á Bergstaðastræti 69 og frá árinu 1957 á jarðhæð ný- byggðs einbýlishúss við Laugarás- veg 71. Á sjöunda áratugnum var teiknistofa Skarphéðins ein stærsta einkarekna arkitektastofan í Reykjavík og margir ungir arki- tektar störfuðu þar um skeið. Helstu verkefni stofunnar voru á sviði mennta- og vísindastofnana. Ruddi nýjum viðhorfum braut Skarphéðinn með finnska arkitektinum Alvar Aalto (t.v.) sem teiknaði Nor- ræna húsið í Reykjavík. Skarphéðinn var nánasti samstarfsmaður hans. Ljosmynd/Einkaeign Skarphéðinn Jóhannsson um 1960. Ljósmynd/Einkaeign „Ég tel mig ákaflega heppinn að hafa átt mín fyrstu starfsár hjá Skarphéðni. Að vinna með hon- um var dýrmæt reynsla fyrir ungan mann. Hann gaf mér nokkuð frjálsar hendur, ræddi um lausnir og hafði sínar skoð- anir,“ segir Manfreð Vilhjálms- son arkitekt. „Allir sem kynntust Héðni báru til hans mjög góðan hug. Hann var mikill sportmað- ur, frábær teiknari og góður vatnslitamálari. Hann naut virð- ingar og álits í samfélaginu enda hafði hann fyrir löngu sannað sig sem frábær húsgagna- og inn- réttingaarkitekt.“ Manfreð Vilhjálmsson arkitekt. . Morgunblaðið/Einar Falur Kynnin dýr- mæt reynsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.