Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Svar Það er að borða páskalambið. Ég skreyti líka pínu og hlusta alltaf á eitthvað eftir Bach. Magnús Ólafsson, 64 ára. Svar Ég fer oftast bara til útlanda. Hef farið til Spánar og Póllands undanfarin ár. Við borðum svo hamborgarhrygg, sem er kannski pínu skrýtið og svo Nóa páskaegg. Guðrún Anna, 19 ára. Svar Ég fel alltaf páskaeggið fyrir systur mína og stríði aðeins. Svo er alltaf lambakjöt í mat- inn. Við skreytum lítið enda eru þetta ekki jólin. Ísólfur Eggertsson, 19 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Svar Páskadagurinn í ár verður með svolítið öðru sniði þar sem ég á afmæli á páskadag. En annars er lítið af hefðum fyrir utan að fela páskaeggið fyrir börnunum. Hugrún Sigurbjörnsdóttir, 39 ára. Morgunblaðið/Eggert SPURNING DAGSINS ERU EINHVERJAR HEFÐIR Í ÞINNI FJÖLSKYLDU UM PÁSKANA? Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn Hauksdóttir hefur komið sér vel fyrir í björtu húsi í Hafnarfirð- inum þar sem hvíti liturinn fær víða að njóta sín og gömlu er blandað saman við nýtt. 28 ÚR BLAÐINU MENNTUN STARFSFÓLKS VIÐ KENNSLU Í GRUNNSKÓLUM Heimild: Hagstofan. Skólamál. Grunnskólastig Framhaldsskólastig Háskólastig 2003 2013 Fjöldi alls: 4.779 Fjöldi alls: 4.7432,4% 0,3% 20,3% 4,8% 77,3% 94,9% Er Hamlet auðskilinn? Fyrst þegar ég las Hamlet skildi ég afar lítið og var væg- ast sagt ringluð. Leiksýningar eru síðan jafnmisjafnar og þær eru margar, sýningin sem var fyrr í vetur í Borgar- leikhúsinu fannst mér mjög auðskilin og auðvelt að fylgja þræðinum. Aftur á móti hef ég séð sýningu á Hamlet erlendis þar sem ég var í baráttu við að halda þræði allan tímann, þannig að, auðskilin eða ekki auðskilin, þarna er efinn. Sýn- ingin sem við erum að frumsýna á laugardaginn, Hamlet litli, er byggð á verki Shakespeares um Hamlet og ég vona að áhorfendur verði einhverju nær um Hamlet eftir sýninguna. Hvað eru mörg Hamlet í því? Hvernig gengur að leika á móti frænda þínum? (Móðir Sigurðar Þórs Óskarssonar leikara og faðir Kristínar Þóru eru systkini.) Það er hreint út sagt stórkostlegt að leika á móti Sigga Þór frænda mínum og vini enda er hann frábær leikari, yndisleg og skemmtileg manneskja. Ekki er Kristjana Stefáns sem leikur með okkur í Hamlet litla síðri, það er mikill lúxus að vinna með svona frábæru fólki. Hvernig kom það til að þú varðst leikkona? Ég hef nokkrum sinnum verið spurð að þessu og í raun á ég nokkur mislöng svör við því. Stysta, einfaldasta og jafnframt leiðinlegasta svarið er hreinlega að ég sótti um Listaháskólann árið 2003 og komst inn. Í sannleika sagt þá veit ég ekki nákvæmlega hvernig þetta kom til. Þótt ég hafi haft ástríðu fyrir leikhúsi frá því ég man eftir mér sá ég aldrei fyrir mér að vinna í leik- húsi, þetta var röð atvika, ég er afar þakklát þessum atvikum og röðinni sem þau komu í. Þú þóttir efnileg í hand- og fótbolta. Spriklarðu enn? Nei, ég hef sama og ekkert spriklað síðan skórnir voru settir á hilluna fyrir mörgum árum og þar sitja þeir sáttir. Reyndar tók ég eina „fintu“ (gabbhreyfingu) í þætti af Stundinni okkar í vetur, stökk upp á hægri og ég veit ekki hvað og hvað. Slær Valshjartað ennþá? Eitt sinn Valsari, ávallt Valsari. Valshjartað slær í hvert skipti sem þeir keppa í úrslitum þar sem ég fylgist ekkert með íþróttum dags daglega. Annars var ég með einstaka þjálfara alla yngri flokkana þegar ég æfði hjá Val, kempurnar Dag Sigurðsson og Óskar Bjarna Óskarsson. Þeir lögðu mikið upp úr jákvæðu hugarfari, baráttuvilja, aldrei að gera dropa minna en sitt besta og lögðu mikla áherslu á styrk liðsheildarinnar. Metnaður þeirra félaga fyrir aukastarfi sínu var algjörlega til fyrirmyndar og strengurinn sem þeir snertu í gelgjuríku unglingshjarta mínu er mér afar dýrmætur enn þann dag í dag. Þar eignaðist ég líka frábærar vinkonur, svo jú, Valshjartað slær enn þótt ég sé ekki með tambórínu uppi í stúku á hverjum leik heldur reyni eftir bestu getu að tileinka mér þetta hugarfar sem þeir kenndu mér í lífi mínu og starfi. Finnur þú fyrir frægðinni hjá börnum? Fyrir utan að heyra stundum hvíslað „er þetta Gloría“ þá er allt eins og áður var. KRISTÍN ÞÓRA HARALDSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Eitt sinn Valsari ávallt Valsari M orgunblaðið/Ó m ar Forsíðumyndina tók Kristinn Smábærinn Glesvær er á norsku eyjunni Sotra og er einn af elstu kaupstöðunum á vesturströnd Noregs. Bærinn er einkar fallegur og má þar finna skemmtilegt kaffihús og fleira er dregur ferðamenn að. 18 Svissneski leikstjórinn Stefan Metz er mættur til Íslands og leikstýrir Eldrauninni eftir Arthur Miller. Hann leikstýrði síðast í íslensku leikhúsi fyrir 15 árum og segist þá hafa heillast af íslenskum leikurum. 56 Gerður Kristný segir ljóð sín gjarnan snævi þak- in en þá yrkir hún einnig talsvert af borgarljóðum og um konur. Ljóðasafn sem geymir allar fimm ljóðabækur hennar er komið út. 58 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona leikur Ófelíu í Hamlet litla í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Í vetur hefur hún leikið Gloríu í Stund- inni okkar auk þess að standa á sviði. Kristín Þóra þótti sérlega efnileg bæði í hand- og fót- bolta á yngri árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.