Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Eggert 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Heilsa og hreyfing Í Bretlandi var því fagnað í vikunni að samkvæmt nýjum rannsóknum hefur tilfellum hjartasjúkdóma snar- fækkað en sú jákvæða þróun er rakin til minnkandi saltneyslu þjóðarinnar. Meðal-Bretinn borðar þó enn of mikið salt, um 8,1 gramm á dag, en mælt er með því að neyslan fari ekki yfir 6 grömm. Því er mikilvægt að halda fræðslunni um skaðsemi of mikillar saltneyslu áfram. Baráttan gegn salti T il eru dæmi um að fólk sem ekki hefur hreyft sig í einhvern tíma hef- ur farið af stað út af einhvers konar átaki, eða hópefli til dæmis á vinnustaðnum, og hefur haldið áfram að hreyfa sig reglulega í framhaldinu. Ágætt dæmi um þetta er heilsu- og hvatningarátak Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands, Hjólað í vinnuna, sem er nú handan við hornið. Átakið er orðið einn af fjölmörgum vorboðum hérlendis og Morgunblaðið ræddi við þær Sigríði Ingu Viggósdóttur sviðs- stjóra og Kristínu Lilju Frið- riksdóttur verkefnastjóra á Al- menningsíþróttasviði ÍSÍ, um átakið og hjólreiðamenninguna. Ekki nauðsynlegt að vera í toppformi Þær eru sammála um að átakið hafi haft áhrif á marga sem ekki hreyfðu sig reglulega fyrr en hjólhesturinn var tekinn fram. „Stundum miklar fólk þetta fyrir sér ef því finnst það ekki vera í góðu líkamlegu formi eða finnst aldurinn vera að fær- ast yfir. En þá sér það kannski vinnufélaga í svipuðu formi, eða á svipuðum aldri, sem hjólar lengri leiðir úr Grafarvoginum í vinnuna. Þegar fólk sér ýmis dæmi um að aðrir hjóli í vinn- una þá lítur þetta öðruvísi út en áður. Þú þarft ekki að vera í toppformi til að geta hjólað því þú tekur þér bara þinn tíma í þetta. Þú þarft ekki að hjóla á tíma eða visst marga kílómetra. Þetta er því einstaklingsbundið,“ sagði Sigríður og Kristín tók í sama streng. „Fólk þarf ekki að klæða sig í Spandex-galla til að hjóla heldur er hægt að hjóla í vinnufötunum ef því er að skipta. Ég held að keppnisskapið komi oft í ljós þegar fólk er hluti af hópi. Fólk sér að einhver annar stendur sig vel og vill þá sjálft reyna að gera betur.“ Aðhald og félagsskapur Sigríður bendir á að aðrir í hópnum veiti fólki aðhald sem auki líkurnar á góðri ástundun og félagsskapurinn sé nærandi. „Þegar maður mælir sér mót við einhvern vill maður standa við það. Auðveldara er að svíkja sjálfan sig en erfiðara að svíkja einhvern annan. Því er klárlega gott að finna einhvern annan til að draga sig áfram og þú hefur auðvitað sömu áhrif á hann. Ég tala nú ekki um ef sú staða kemur upp að þú sért sá eini á vinnustaðnum sem tekur ekki þátt. Þá þarftu að hafa virkilega góða ástæðu til að hjóla ekki. Einnig er félagsskapurinn mik- ilvægur. Að hitta góðan vin og hreyfa sig með honum er alltaf jákvætt. Maður nærist þá bæði á líkama og sál.“ Algengt er að fólk hafi gaman af því að taka þátt til að vera með í umræðunni á vinnustaðn- um. „Ef átakið Hjólað í vinnuna er í gangi þá snýst umræðan á kaffistofunum oft á tíðum um það hversu mikið fólk hjólaði. Fólk spáir í hvernig viðri næstu dagana til þess að hjóla, hvaða leiðir sé best að fara og þess háttar. Fólk vill ekki vera út- undan í umræðunni og vill frek- ar vera með í því sem er að gerast. Slíkt getur þróast út í að fólk verður samferða í vinn- una, borðar saman morgunmat og eyðir tíma saman.“ Áhrif lífsstílsbreytinga í umferðinni Á síðustu árum hefur mikil aukning orðið í hjólreiðum á Ís- landi, alla vega á höfuðborg- arsvæðinu. Hjólin eru mikið not- uð í heilsurækt en einnig hefur þeim fjölgað talsvert sem kjósa að fara leiðar sinnar innan höf- uðborgarinnar á hjóli. Þessar lífsstílsbreytingar ná nú inn í skipulagsmálaflokkinn og má sjá HJÓLAÐ Í VINNUNA Óþarfi að troða sér í Spandex-galla til að hjóla LÍKAMSRÆKT ÍSLENDINGA TEKUR Á SIG ÝMSAR MYNDIR OG FJÖLBREYTNIN ER ORÐIN MIKIL. UM LEIÐ OG MARGIR KJÓSA AÐ FARA EINIR AÐ HREYFA SIG ÞÁ ERU EINNIG ÝMSIR SEM KJÓSA FÉLAGSSKAP UM LEIÐ. HÓPSÁLIR TAKA SIG SAMAN ÞEGAR KEM- UR AÐ GÖNGUTÚRUM, HLAUPUM EÐA FJALL- GÖNGUM SVO EITTHVAÐ SÉ NEFNT. SVO EKKI SÉ MINNST Á ALLA ÞÁ SEM LEIGJA SAMAN PLÁSS Í ÍÞRÓTTAHÚSUM FYRIR IÐKUN BOLTAGREINA. Kristján Jónsson kris@mbl.is Vakin er athygli á því að full starfsemi er yfir sumartímann. Læknisfræðileg endurhæfing á Heilsustofnun er góður kostur og miðar að því að ná mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhalda þeim. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.hnlfi.is og í síma 483 0300. Endurhæfing allt árið Heilsustofnun NLFÍ Berum ábyrgð á eigin heilsu Grænumörk 10 - Hveragerði - Sími 483 0300 www.hnlfi.is - heilsu@hnlfi.is * Hið árlega heilsu- oghvatningarátak Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands Hjólað í vinnuna hefst 7. maí og stend- ur til 27. maí. Opnað var fyrir skráningu vinnustaða 14. apríl. * ÍSÍ stóð fyrst fyrir átakinufyrir tólf árum og síðan þá hef- ur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrsta árið voru 533 þátttak- endur en hefur mest farið upp í liðlega 11.500. * Þó að átakið snúist aðmestu um hjólreiðar er einnig hægt að nota annan ferðamáta eins og að ganga eða hlaupa. * Keppnirnar eru tvær.Annars vegar fjöldi daga þar sem hjólað var og sú keppni hentar einnig byrjendum. Þar eru átta vinnustaðaflokkar eftir fjölda starfsmanna. Fyrstu þrír vinnustaðirnir í öllum flokkum verða verðlaunaðir. Hins vegar geta lið óháð vinnustöðum skráð sig í kílómetrakeppni. Sú keppni er frekar hugsuð fyrir lengra komna og þá sem ætla að hjóla langt. Um átakið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.