Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014
Matur og drykkir
V
eitingastaðurinn 1862 Bistro hefur
verið starfræktur í Hofi frá því
húsið var tekið í notkun síðsumars
2010. „Við bjóðum upp á páska-
lamb á hverju ári og setjum lambið þá í nýj-
an búning hverju sinni. Rétturinn er í ár er
mjög „fínn“ og hentar vel ef fólk ætlar að
gera vel við sig fyrir tónleika eða annan við-
burð,“ segir Theódór Sölvi um réttinn sem
hann gefur hér uppskrift að.
„Við bjóðum alltaf upp á rétt dagsins í há-
deginu og setjum svo saman sérstakan mat-
seðil fyrir sýningar; fólk getur þá valið
annaðhvort kjöt eða fisk og auðvitað smur-
brauðið sem hefur verið vinsælt allt frá opn-
un,“ segir hann um staðinn almennt.
Theódór segir að þótt uppskriftin (sem sjá
má hér til hliðar) sé löng og geti virkað flók-
in fyrir einhvern sé svo ekki. „Það má segja
að ég hafi farið auðveldu leiðina í uppskrift-
inni sem ég gef þannig að fólk þarf ekki að
vera stressað. Allir ættu að geta úbúið rétt-
inn í eldhúsinu heima.“
Matreiðslumaðurinn ungi hefur starfað á
1862 frá upphafi; var að vísu við vinnu í
Reykjavík þegar staðurinn var opnaður en
kom til starfa mánuði síðar. Hann segist
snemma hafa ákveðið að leggja matreiðslu
fyrir sig. „Ég var alltaf hrærandi í pottunum
hjá mömmu þegar ég var lítill, hafði gaman
af og skellti mér í Hótel- og veitingaskólann
í Menntaskólanum í Kópavogi strax eftir
grunnskóla en meistarinn minn var Guð-
mundur Karl Tryggvason á Bautanum hér á
Akureyri. Ég sé alls ekki eftir því að hafa
valið þessa leið vegna þess að þetta er mjög
skemmtileg vinna og fjölbreytt.“
Smurbrauð hefur verið á matseðlinum í
Hofi frá upphafi og er mjög vinsælt að sögn
yfirkokksins. „Við erum með fastan hóp við-
skiptavina sem kemur reglulega í smur-
brauð.“ Einn vinsælasti rétturinn er Jómfrú-
in, sem 1862 fékk „lánaðan“ hjá Jómfrúnni í
Reykjavík; útfærslu á hinum kunna danska
rétti Stjerneskud þar sem rauðspretta er í
aðalhlutverki á rúgbrauðssneið. Kjúklinga-
bringa á ristuðu brauði með ýmsu meðlæti
(til hægri á myndinni að ofan) er líka vinsæl,
að sögn Theódórs.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
THEÓDÓR SÖLVI HARALDSSON RÆÐUR RÍKJUM Í ELDHÚSI 1862
Páskalamb og smurbrauð
THEÓDÓR SÖLVI HARALDSSON ER
AÐEINS 24 ÁRA EN HEFUR TEKIÐ
VIÐ SEM YFIRKOKKUR Á 1862
BISTRO Í MENNINGARHÚSINU HOFI
Á AKUREYRI. HANN BÝÐUR UPP Á
LAMB Í TILEFNI PÁSKANNA.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Jómfrúin og Christiansen – tvær útgáfur af dönsku smurbrauði sem er í boði á 1862 Bistro í Hofi.
Kryddjurtamarínerið
lambafillet; páskalambið í ár
á 1862 Bistro.
Kryddjurta-
marinerað
lambafillet
Kryddjurtir að eigin vali
(að þessu sinni steinselja,
graslaukur og klettasalat)
200 ml extra virgin ólífuolía
salt
pipar
Snyrtið lambið og skerið smárendur í fit-
una. Brúnið vel á pönnu, gott að brúna
það vel á fitunni til að fá hana stökka. Setj-
ið jurtirnar í blandara og maukið ásamt
ólífuolíu, salti og pipar. Leggið blönduna
yfir lambið þegar það er orðið vel brúnað
á öllum hliðum og látið liggja í svolitla
stund. Gott að hafa í kæli yfir nótt.
Lambið er svo eldað á frekar rólegum
hita, 90°C, þar til kjarnhitinn er kominn í
55-56°C, látið það svo bíða í 10 mín. áð-
ur en það er skorið og borið fram.
„Rösti“-kartöflur
200 g bökunarkartöflur
2 egg
salt
pipar
1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður
½ rauðlaukur fínt saxaður
ferskt timían
Rífið kartöflurnar niður og blandið saman
við egg, hvítlauk, rauðlauk, salt, pipar og
timían. Steikið svo á pönnu þar til þetta
er orðið vel brúnað að neðan og snúið
við. Steikið jafnlengi á hinni hliðinni.
Gott er að setja þetta inn í ofn í u.þ.b.
10 mín. á 180°C. Kælið og hitið svo upp
fyrir notkun.
Sýrðir perlulaukar
100 g perlulaukar (hvítir eða rauð-
ir)
100 ml hvítvínsedik
100 ml vatn
2 msk hunang
tvær rósmaríngreinar
Flysjið laukana. Edik, vatn, hunang og
rósmarín sett saman í pott, hitað að suðu
og lauknum þá bætt út í. Soðið á vægum
hita í rúmar 20 mínútur. Laukarnir svo
látnir kólna í vökvanum en allt hitað upp
fyrir notkun.
Ristuð rófa
1 rófa
extra virgin ólífuolía
salt
Rófurnar eru skornar í fallega bita langs-
um. Olían sett í pott þannig að rófan fljóti
aðeins í henni. Olían hituð og bitarnir
ristaðir þar til þeir verða brúnir og fal-
legir. Settir á pappír og látnir þorna, salti
stráð yfir.
Rófumús með brenndu smjöri
1 rófa
50 g smjör
smárjómi
salt og pipar
Rófan soðin vel. Smjörið brætt í potti og
hitað þar til kemur brúnn og fallegur litur
á það og það farið að lykta eins og kara-
mella. Rófurnar settar í matvinnsluvél og
maukaðar saman við smjörið og
rjómann. Bragðbætt með salti og pipar
Villisveppasoðsósa
1 l gott lambasoð
100 g villisveppir
nokkrir dropar koníak
Villisveppirnir lagðir í bleyti, best að láta
þá liggja þannig yfir nótt. Þeir eru svo
maukaðir með töfrasprota og settir út í
soðið ásamt smákoníaki. Soðið er hitað
að suðu og þykkt með sjósujafnara. Theódór Sölvi Haraldsson matreiðslumaður.