Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 37
20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Lagnaefni fyrir tölvur og net
Viftulausir netskiptar frá Þýskalandi.
Margar gerðir af patch panelum, cat5e tengi o.fl.
DVB-T2 fyrir nýju stafrænu
útsendinguna frá RÚV
og gervihnattamóttakari
sambyggður í sama tækinu
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
25ÁRA
1988-2013 Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst
Eigum mikið úrval af loftnetum
og móttökurum fyrir stafræna
móttöku á RÚV
Fáðu yfir 100fríar stöðvar meðgervihnattabúnaðifrá okkur
Tækninni fleygir fram og nú er hægt að
fylgjast með til dæmis egglosi, þroska fóst-
urs og svo svefnmynstri barna með hjálp
snjallsíma og allt er gert til þess að einfalda
líf tilvonandi og/eða nýbakaðra foreldra. Sé
leitað eftir „pregnancy apps“ á smáforritas-
íðu Apple má finna yfir 1.600 forrit sem
tengjast meðgöngu með einhverjum hætti
og eru ýmist ókeypis eða til sölu gegn
vægu gjaldi. Smáforritið Pink Pad Period &
Fertility Tracker auðveldar konum að fylgj-
ast með hvenær þær eru sem frjósamastar
vilji þær verða óléttar. Þá er My Pregnancy
Today frá Baby Center einnig vinsælt og
hefur hlotið góða einkunn notenda. Það er
sannkölluð upplýsingaveita um meðgöngu
en mörgum finnst það kostur að fá allar
viðeigandi upplýsingar í smáum skömmtum
frekar en að lesa heilu bækurnar.
Forritið gefur notendum nýjar upplýs-
ingar um þroska fóstursins á hverjum degi
auk annars fróðleiks sem gagnast verðandi
foreldrum. Þegar barnið er svo komið í
heiminn er hægt að hlaða niður forritinu
Baby Bundle sem gerir foreldrum kleift að
skrá lúra, matartíma og hæð og þyngd
barnsins svo fátt eitt sé nefnt. Þá hjálpar
smáforritið Nursing við að hafa yfirsýn yfir
brjóstagjafirnar og úr hvaða brjósti gefið
var síðast. Fjöldi smáforrita eru í boði sem nýtast fyrir verðandi foreldra og nýbakaða foreldra.
Smáforrit fyrir verðandi foreldra
Eftirlitssamfélag nútímans hefur
verið í brennidepli í kjölfar Snow-
den-málsins. Í bókinni Dragnet Na-
tion: A Quest for Privacy Security
and Freedom in a World of Relent-
less Surveillance eftir rannsóknar-
blaðakonuna Juliu Angwin er eftir-
litið sem haft er með almennum
borgurum sagt vera eitthvað sem
austurþýska Stasi-lögreglan hefði
verið hrifin af. Í bókinni leitast
Angwin við að þurrka út sín staf-
rænu fótspor í því skyni að endur-
heimta einkalíf sitt.
Það hefur sjaldan verið auðveldara
að fylgjast með almenningi á netinu.
Morgunblaðið/Ernir
Á flótta undan
eftirlitinu
Það er margt sem þarf að hafa í
huga ef markmiðið er að vera vin-
sæll á samskiptavefnum Twitter.
Samkvæmt markaðssérfræðingum
búa bestu færslurnar yfir a.m.k.
einu af eftirfarandi: Upplýsingum,
innsýn og húmor. Þá skiptir máli að
velja góða andlitsmynd og hafa
góða lýsingu á því sem maður ætlar
að skrifa um á vefnum. Þá er gott
að minnast á þá sem talað er um
með því að nota merkið @, enda
er dónalegt að baktala.
Aðrar reglur gilda um Twitter en
Facebook. Á netinu eru gagnleg ráð.
Að slá í gegn á
Twitter