Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 15
lagðist sá siður niður en þegar ég
varð prestur þar tókum við siðinn
upp að nýju. Á níunda áratugnum
byrjaði Eyvindur Erlendsson leik-
ari að lesa sálmana upp í Hall-
grímskirkju á föstudaginn langa,
alla sálmana í einni lotu. Sá lestur
sló aldeilis í gegn og hefur verið
fastur liður í rúman aldarfjórðung
og þá er kirkjan allaf full af fólki.
Þessi siður hefur reyndar víða ver-
ið tekinn upp í kirkjum landsins.
Passíusálmarnir hafa svo verið
lesnir í útvarpi í 70 ár og töluvert
er hlustað á þann upplestur og ég
hef fundið að fólk hefur skoðun á
því hvernig lesið er. Fólk hefur
stoppað mig á götu og gefið sig á
tal við mig úti í búð til að ræða við
mig um lesturinn. Nú er Megas að
syngja Passíusálmalögin sín, verk-
efni sem honum hefur lengi verið
hugleikið. Það er líka eftirtekt-
arvert að ung tónskáld eru að
semja ný lög eða útsetja gömul lög
við Passíusálmana. Þeir virðast
vera óþrjótandi uppspretta fyrir
unga fólkið. Það ætti ekki að koma
á óvart. Það er eitthvað í þessum
skáldskap sem snertir innstu
hjartastrengi fólks.
Passíusálmarnir snerta þó ekki
bara Íslendinga því þeir hafa farið
víða, eins og til dæmis til Ung-
verjalands og af því er nokkur
saga. Lajos Ordass var lúterskur
biskup í Ungverjalandi á stríðs-
árunum. Fyrir stríð hafði hann ver-
ið í námi á Norðurlöndum og þar
eignaðist hann Passíusálmana. Eft-
ir stríð komst Ordass upp á kant
við kommúnista í Ungverjalandi,
var dæmdur í fangelsi og var þar
lengi. Þar einsetti hann sér að læra
íslensku til að geta þýtt Passíu-
sálmana á ungversku og það gerði
hann og skrifaðist á við föður minn.
Handritinu var smyglað hingað til
Íslands og Passíusálmarnir á ung-
versku voru gefnir út af forlagi
Hallgrímskirkju 1974 og smyglað
til Ungverjalands. Þegar ég var í
Ungverjalandi síðastliðið haust hitti
ég fólk sem sagði mér að Passíu-
sálmarnir væru vel þekktir þar í
landi og lesnir og sungnir víða í
kirkjum í þýðingu þessa Íslands-
vinar. Þegar Ordass dó voru á
náttborði hans Passíusálmarnir í
þýðingu hans og íslenska Biblían.“
Sigur lífsins
Heldurðu að páskarnir séu í huga
fólks almennt annað og miklu
meira en súkkulaðihátíð?
„Páskarnir eru mesta hátíð
kristninnar. Þeir eru í rauninni
óskiljanlegir nema við baksvið
föstudagsins langa, píslarsögunnar
sem er viðfangsefni Passíusálm-
anna. Föstudagurinn langi og Pass-
íusálmarnir eru óskiljanlegir án
páskanna. Páskarnir eru fagnaðar-
hátíð um sigur lífsins en sigur lífs-
ins verður ekki án dauða og dauð-
inn er staðreynd sem enginn
maður kemst undan. Á sama hátt
er engin fyrirgefning án syndar og
syndin er staðreynd sem við þekkj-
um öll allt of vel.
Í hina kristnu lífssýn er inn-
byggð dramatík sem er myrkrið og
ljósið og dauðinn og lífið. Þetta
kemur mjög skýrt fram í Pass-
íusálmunum því þar er sögð saga
mikillar þjáningar, en sú saga er
sögð í birtu páskanna. Ef ekki væri
fyrir páskana væri þetta saga um
vonlausa baráttu og herfilegan
ósigur merkilegs manns með mik-
ilvægan málstað. En skáldið veit
betur og trúin veit betur: Það sem
virtist vera ósigur var í rauninni
sigur, sigur lífsins. Fyrirgefningin,
miskunnsemin, kærleikurinn sigrar.
Þetta er boðskapur sem á jafn-
mikið erindi við fólk á öllum tím-
um. Súkkulaðið er svo auðvitað
dásamleg guðsgjöf sem við megum
alls ekki vanmeta. Hið góða og
fagra í lífinu, hátíðin, góðvildin og
gleðin er endurskin frá fegurð og
fögnuði himnanna, sem Guð hefur
fyrirbúið þeim sem trúa, vona og
elska.“
Kristnin er samfélagslegt
fyrirbæri
Á kristin trú erfitt uppdráttar í
þessum tæknivædda heimi okkar?
„Því var spáð að 21. öldin yrði
öld trúarbragðanna og það virðist
vera að ganga eftir. Átök um trúar-
brögð eru í fréttum og alls kyns
bókstafstrú og trúarofstæki sækja
á að maður tali nú ekki um ofstæk-
isfullt guðleysi. Ekki verður annað
séð en það sé að koma á daginn að
þegar leitast er við að þvinga hið
trúarlega undir yfirborðið og þagga
niður, eins og mjög er iðkað á
Vesturlöndum, líka hér á Íslandi,
þá fer ýmiss konar ofstæki að bæra
á sér á ólíklegustu stöðum undir
lítt geðþekkum formerkjum. Það er
einfaldlega þannig að þegar
fræðslu um trúarbrögð, trúariðkun
og þátt trúarbragðanna í lífi og
menningu er sópað undir teppi þá
tekur fáfræðin við og fordómarnir
fylgja í kjölfarið.
Við verðum líka að muna að við
skiljum ekki veraldarsöguna nema
við horfum á hinn trúarlega þátt.
Við skiljum ekki vestræna menn-
ingu, listir, bókmenntir, mannskiln-
ing, samfélagssýn án þess að gefa
kristninni gaum, sögu Biblíunnar,
táknkerfi kristninnar.
Það er ein af blekkingum okkar
tíma að fjármál og pólitík skipti
mestu máli í veraldarsögunni. Það
er ekki þannig. Hin kristna trú er
samfélagslegt fyrirbæri. Það getur
enginn verið kristinn sem ein-
staklingur því kristin trú er alltaf í
fleirtölu: Faðir vor. Við erum til í
samhengi við aðra og enginn stend-
ur alveg einn frammi fyrir almætt-
inu.
Einstaklingshyggjan er ráðandi í
menningu okkar og það er erfitt
umhverfi fyrir hinn kristna sið sem
snýst um að byggja samfélag þar
sem fólk lætur sig hag náungans
varða. Það er mikil áskorun fyrir
okkur að takast á við.“
Að lokum, þú varst lengi biskup.
Voru það mikil viðbrigði fyrir þig
að láta af embætti?
„Allir sem hætta störfum vita að
því fylgir gjörbreyting lífshátta. Ég
hafði verið 39 ár í þjónustu kirkj-
unnar og það var ekki bara vinna
heldur lífsmáti og samfélag. Allt í
einu var skorið á allt þetta. Það
voru óneitanlega mikil umskipti og
fyrst á eftir fannst mér ég vera í
lausu lofti og það tók tíma að finna
nýja fótfestu. Ég man eftir því að
um það leyti sem ég var að hætta
sótti ég lítinn afastrák í leikskólann
og þar sem hann sat í aftursæti
bílsins sagði hann skyndilega upp
úr eins manns hljóði: „Afi, af
hverju ert þú að hætta?“ Sennilega
hafði hann einhvers staðar heyrt
umræðu um þetta. Mér vafðist
tunga um tönn en þá sagði hann:
„Ég veit, það er til þess að þú getir
verið meira með mér.“
Þegar maður er ekki lengur í
fastri rútínu í starfi þá fær maður
meiri tíma til að vera með sínum
nánustu. Það er sannarlega kær-
komið.“
Karl Sigurbjörnsson. Með
honum á myndinni er
barnabarn hans, Karl
Guðjón Bjarnason.
Morgunblaðið/Kristinn
* Það er einfaldlega þannig að þegarfræðslu um trúarbrögð, trúðariðkunog þátt trúarbragðanna í lífi og menningu
er sópað undir teppi þá tekur fáfræðin við
og fordómarnir fylgja í kjölfarið.
20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
21.890.-
8.300.-
4.150.-
4.390.-
4.500.-28.900.-
338.000.-
595.000.-