Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 43
Bóas hefur lengi haft áhuga á vistvænni framleiðslu og segir fólk almennt orðið meðvitaðra um vistvæna orku og framleiðslu. „Aðalorkugjafi Íslendinga er vistvæn náttúruleg orka. Fjöl- mörg önnur lönd í heiminum setja mikinn fókus á þetta og eru að vinna að því að vera með til jafns vistvæna orku og aðra orkugjafa en hér á Íslandi er þetta okkar sérstaða,“ segir Bóas en hann vinnur aðallega með framleiðendum sem nota vist- væna orku eða hráefni. „Við erum mjög framarlega í orkumálum svo það væri eðlilegt að efla íslenska framleiðslu og þróun og vinnslu á íslensku hrá- efni fyrir hönnun og útflutning.“ Hvernig hófst áhuginn á sjálf- bærni? „Í raun og veru á þeim tíma sem ég var að stofna fyrirtækið mitt var ég að hugsa um ýmislegt eins og hvernig ég ætti að nýta mér það að vera hönnuður frá Íslandi og nýta náttúruna betur en bara þessa yfirborðslegu tengingu. Ég vildi hafa eitthvað sem er raunveru- legt og áþreifanlegt í línunni og fór því að skoða hvaða textílar eru unnir hér. Hugmyndin um sjálfbærni er mjög sterk á Norðurlöndunum og þar er lögð mikil áhersla á að nota hráefni úr manns eigin umhverfi. Sjálfbærni er hins vegar ekki hugtak sem mjög auðvelt er að heimfæra yfir á tísku, miklu frekar er hægt að tala um sam- félagslega ábyrgð sem fyrirtæki í tísku þurfa að sýna. Við gefum okkur ekki út fyrir að vera 100% vistvænt fyrirtæki en það er partur af okkar grunnstoðum að nýta vel orku, hráefni, flutn- ingaleiðir sem eru betri fyrir umhverfið og fleira.“ Markaðssetning fyrirtækisins snýst ekki um sjálfbærni heldur um gæði. Efni sem þróuð eru með náttúrulegum leiðum endast oft betur, klæða mann betur og vernda húðina. „Einnig stefnum við að því að fá fólk til að klæð- ast frekar flíkum úr roði en hefðbundnu leðri. Margir sem kaupa leðurvörur borða ekki einu sinni kjöt.“ Bóas hefur nýverið tekið í gagnið nýja vinnustofu en hönn- unin fer fram á Íslandi og fram- leiðslan að hluta til, en mest er þó framleitt í Evrópu. „Við vonumst til að geta haft meiri framleiðslugetu hérlendis og verðum líka með showroom og þá er hægt að koma í heim- sókn og skoða, þótt þetta verði ekki verslun.“ Það eru engin áform um að opna verslun hér heima eins og er. „Ástæðan fyrir því er að við reynum að halda framleiðslunni og dreifingunni erlendis og það fer ekki mikið í gegnum Ísland þrátt fyrir að hönnun fari fram hér. Við sjáum frekar fyrir okkur að vera með opnanir og sýningar fyrir hverja árstíð hér heima þar sem fólki gefst tækifæri á að sjá línuna og kaupa eða gera pantanir. Fatnaðurinn okkar er mjög vandaður og mikil handavinna sem fer í hverja flík. Hráefni er líka sérvalið og allt gert í fáum eintökum svo varan er dýr eftir því. Við viljum einn- ig mynda persónuleg tengsl við okkar viðskiptavini svo við mun- um hafa ánægju af því að taka á móti þeim á vinnustofu okkar frekar en í verslunarrými.“ Allt hráefni er sérvalið í fatnaðinn. Bóas vildi nýta sér það að vera hönnuður frá Íslandi betur en bara þessa yfir- borðslegu tengingu. Bóas segir fatnaðinn vandaðan og mikil handavinna fari í hverja flík. 20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt á margameltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki á morgnana á fastandimaga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góðameltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn Sex nemendur sýna hönnun sína á tískusýningunni sem haldin verður í Listasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17. hinn 24. apríl kl. 18. Hver nemandi sýnir sex til átta heildarklæðnaði á sýn- ingunni. Nemendurnir sem koma til með að sýna línur sínar eru þær Áslaug Sigurðardóttir, Berglind Óskarsdóttir, Drífa Thoroddsen, Ragna Sigríður Bjarnadóttir, Rakel Jónsdóttir og Svava Magdalena Arnarsdóttir. ÚTSKRIFTARSÝNING FATAHÖNNUNARNEMA LHÍ Fatahönnuðir framtíðarinnar ÚTSKRIFTARNEMAR FATA- HÖNNUNARDEILDAR LHÍ HAFA UNDARFARNA MÁN- UÐI UNNIÐ HÖRÐUM HÖNDUM AÐ ÚTSKRIFTAR- SÝNINGU SINNI SEM VERÐ- UR AÐ VONUM STÓR- GLÆSILEG Í ÁR. Útskriftarýningin verður glæsileg í ár. Ljósmynd/Berglind Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.