Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 20
G
lesvær er einn af elstu
kaupstöðunum á vest-
urströnd Noregs. Á
átjándu og nítjándu öld
var þar öflug útgerð og á vertíð
dreif fjölda fólks að og var mann-
líf þá með blómlegasta móti.
Hendrich Wessel, stórkaupmaður í
Björgvin, réð þar ríkjum um
miðja sautjándu öld en hann var
skyldur sægarpinum Peter Wessel
Tordenskjold sem gerði garðinn,
ellegar sjóinn frægan snemma á
átjándu öld. Féll síðan í einvígi í
Þýskalandi, aðeins þrítugur að
aldri. Það er önnur saga.
Árið 1890 var Glesvær selt á
nauðungaruppboði og komst þá í
eigu Hans Guldbrandsen Bakke
frá Steinsland. Þetta var eftir að
einokun á sviði verslunar í Björg-
vin hafði runnið sitt skeið á enda.
Allar götur síðan hefur staðurinn
verið í eigu Bakke-ættarinnar.
Afslappað andrúmsloft
Veitingastaðurinn Glesvær Kafe, í
gamalli vöruskemmu niðri við
höfnina, er hjarta staðarins. Veit-
ingastaður, kaffihús, bakarí, kjör-
búð, gallerí og tónleikastaður –
allt undir sama þaki. Andrúms-
loftið er afslappað og gestum líður
gjarnan eins og þeim hafi verið
kippt aftur í aldir. Hver sækist
ekki eftir því?
Veitingastaðurinn getur hýst allt
að 65 manns í einu og nýtur mik-
Vær er
Glesvær
ÞORPIÐ GLESVÆR Á NORSKU EYJUNNI SOTRA ER AÐEINS Í
FJÖRUTÍU MÍNÚTNA AKSTURSFJARLÆGÐ FRÁ BJÖRGVIN.
HAFNARSVÆÐIÐ ER MIÐPUNKTUR STAÐARINS ÞAR SEM
VEITINGASTAÐINN GLESVÆR KAFE ER AÐ FINNA.
Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014
Ferðalög og flakk