Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 49
20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 áttunnar, gera bæklinga og annað sem til- heyrir slíkri baráttu en á laugardegi kom símtalið frá Páli. „Það var svo fyndið að mín fyrstu við- brögð voru að finnast þetta fráleitt. Ég kom heim og sagði Völu þetta. Ég fann strax að henni leist vel á þessa hugmynd og þá ákvað ég að skoða þetta með opnum huga. Ég get alveg viðurkennt að ég var orðinn langþreyttur á því hvað mér fannst Sjálf- stæðisflokkurinn vera tregur til þess að lofta út og opna á nýjar hugmyndir.“ Í matarboði um kvöldið með vinahópi seg- ist Gísli hafa sagt frá þessu tilboði Páls um að koma til starfa hjá RÚV. „Það var ein- róma, allir voru á því að ég ætti að hætta og fara í sjónvarpið. Og þessir vinir mínir eru flestir sjálfstæðismenn en eru eins og margir þreyttir á íhaldsseminni í flokknum. Þeim fannst, eins og ég hafði á tilfinning- unni sjálfur, að jafnvel þótt ég ynni próf- kjörið gæti ég lent í þeirri stöðu eftir enda- lausar málamiðlanir og endanlega niður- röðun lista, sem oddvitinn hefur ekkert um að segja, að leiða lista sem ég gæti ekki hugsað mér að kjósa!“ Hann segir að þegar hann tók svo ákvörð- unina um að hætta hafi hún í raun snúist um annað og meira en bara að skipta um starf. „Það gerðist í raun tvennt. Bæði skipti ég um starf, sem er í sjálfu sér ekk- ert stórmál. En við það að loka á pólitíkina opnuðust skyndilega nýir og stórskemmti- legir möguleikar sem annars hefðu ekki ver- ið í boði. Maður þarf að loka dyrunum á eft- ir sér til þess að nýjar opnist. Það gengur ekki að ætla að hafa þær allar í hálfa gátt. Ég vissi að mig langaði til að víkka sjón- deildarhringinn og læra meira. Sem hefði verið örðugra sem borgarfulltrúi. Það hefur hlaðist upp alls konar efni, skýrslur og bæk- ur sem ég vil komast yfir að lesa, af því ég veit það gerir mig að betri manni. Nú fæ ég kærkomið tækifæri til að liggja á bókasafn- inu í Harvard og stúdera mín hjartans mál.“ Gísli hefur gert fleira en að komast að í erlendum háskóla frá því hann sagði skilið við pólitíkina. Viku eftir að hann hætti var hann til dæmis búinn að festa sér miða ásamt æskufélögum sínum á HM í Brasilíu sem fer fram í sumar og stofna félag um kaffihús í Vesturbænum með litlum hópi sem vill gera hverfið betra með aukinni þjónustu. Kaffihúsið verður opnað í sumar. Þúsundir fá vikulegt fréttabréf Gísli Marteinn virkar ekki sérstakt tækni- nörd en hann er þó alveg óhræddur við að nýta allar þær leiðir sem eru færar til að koma hugmyndum sínum á framfæri gegn- um netið. Vefsíðan www.gislimarteinn.is hef- ur verið virk frá árinu 2008. Hana nefnir eigandinn borgarblogg, en frá 2008 hefur Gísli Marteinn birt þar yfir 400 færslur um borgarmál. Á vefnum gislimarteinn.tumblr.- com er að finna ýmiss konar úrklippur, myndir, myndbönd og fleira sem tengist störfum hans. Nokkur þúsund manns eru áskrifendur að vikulegu fréttabréfi hans þar sem hann deilir jafnan ýmsum hugmyndum, bendir á áhugaverða hluti sem eru að gerast í Reykjavík, segir frá heilsufari sínu (hann fór í viðamikla rannsókn á hjarta og æða- kerfi eftir að einn úr vinahópnum þurfti að fara í tvöfalda hjáveituaðgerð) og segir frá því hvað er framundan í þætti helgarinnar. Gísli hefur líka verið virkur á samfélags- miðlunum Twitter, Instagram og Facebook, bæði sem stjórnmálamaður og nú sem þátta- stjórnandi. Hann hefur meðal annars notað samfélagsmiðlana í þættinum og gert þannig tilraunir með gagnvirkni í sjónvarpi. Reyndar má telja til fleiri miðla sem Gísli notar til að deila sínum hugmyndum um betri borg, svo sem Pinterest, 4square, Trip- advisor, Snapchat, Flipboard og Vine. „Ég varð snemma var við það að málin sem ég berst fyrir njóta víðtæks stuðnings alls kon- ar fólks. Í staðinn fyrir að skrifa greinar í blöð sem ná til fárra og eru bara einhliða hef ég reynt að hafa mjög greiðan aðgang að mér fyrir alla þá sem brenna fyrir þess- um málum. Það er mjög þægilegt í gegnum þessa samfélagsmiðla alla. Það má því segja að smám saman hafi orðið til ákveðin hreyf- ing sem er í samskiptum innbyrðis og deilir greinum og upplýsingum um þetta mikil- væga áhugamál; uppbyggingu og þróun þéttbýlis á Íslandi. Bara á síðustu þremur mánuðum hafa meira en þúsund manns skráð sig á póstlistann minn til að fá að fylgjast með því sem er að gerast í þessum málum. Þetta er í raun alveg ný tegund stjórnmálaþátttöku.“ Orðinn martröð borgarstarfsmannsins Gísli hefur sannarlega ekki hætt að skrifa um borgarmál þótt hann hafi stigið út úr pólitík. Sjálfur orðaði hann það sem svo á sínum tíma að hann væri að segja skilið við atvinnustjórnmál en takast þess í stað á við það sem hann kallar almenningsstjórnmál. „Hlutverk þáttastjórnandans er ekki að öllu leyti frábrugðið því sem ég var að gera. Í starfinu er ég í miklum tengslum við fólk, tala við stjórnmálafólk, fólk með snjallar hugmyndir og hugsjónir og tek í raun ekki minni þátt í þjóðmálaumræðu en ég gerði þegar ég var sjálfur kjörinn fulltrúi. Þar fyrir utan er ég ennþá mikill aðgerða- sinni. Ég læt mig umhverfi mitt varða. Ég er í félögum sem berjast fyrir betri borg, ætla að halda því áfram og vera enn dug- legri í því. Ég held að því fleiri sem hafa áhuga á að gera Reykjavík betri því betri verði hún. Það versta er ef fólk er áhuga- laust um það hvernig borgin á að þróast,“ segir Gísli Marteinn og fer allur á flug þeg- ar talið berst að borginni og hvernig má bæta hana. Það liggur því beint við að spyrja hvort hann sjái ekkert eftir því að hætta í borgarpólitíkinni? „Nei, ótrúlegt en satt þá er engin eftirsjá. Ég hélt að það yrði, en það er ekki. Það er að hluta til vegna þess að svo stór hluti af pólitíska starfinu er eitthvað sem ég hef bara haldið áfram að gera. Ég held áfram að lesa um borgarmál, bæði hér heima og í öðrum borgum. Við það að hætta duttu í raun bara út leiðinlegustu hlutar starfsins en ég get haldið hinu áfram – að leitast við að vera góður fulltrúi þessarar borgar,“ seg- ir Gísli sem til dæmis er nú virkur notandi á vefnum Betri Reykjavík þar sem borgar- búar geta sent inn ábendingar um það sem betur má fara í borgarumhverfinu. „Ég tek óhikað myndir á símann minn og sendi emb- Gísli Marteinn Baldursson er langt því frá hættur að tjá sig um borgarmál þótt hann hafi sagt skilið við borgarpólitíkina. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.