Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna Alda Sigurðardóttir er eigandi Vend- um stjórnendaþjálfunar og segist hafa breytt viðhorfi sínu til peninga umtalsvert. ,,Áður taldi ég sjálfri mér þá trú um að peningar skiptu ekki máli í lífinu, en eins og einhver góður maður sagði þá skapa þeir ekki hamingju, en mikill skortur á þeim getur leitt af sér óhamingju“. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fjögur í heimili og fimm ef kötturinn Zorró er talinn með, hann verður þó seint talinn frekur til matar síns. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Ég elska að prófa eitthvað nýtt, eitt- hvað sem ég hef ekki keypt áður. Það þarf ekki að vera stórt, mér finnst t.d. mjög gaman að prófa nýtt krydd, te og súkkulaði. Ég er ennþá að prófa mig áfram með Frú Laugu og reyni að kaupa eitthvað nýtt í hvert sinn sem ég fer þangað. Það er yfirleitt eitthvað hollt sem ég get auðveldlega réttlætt fyrir mér. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Við skipuleggjum matseðil á sunnu- dagskvöldum fyrir vikuna og spör- um bæði tíma og pening á því. Stelpurnar mínar fá að velja einn hollan kvöldmat í viku hvor með því skilyrði að borða allan annan mat sem settur er á borðið og það virkar ótrúlega vel, en við foreldr- arnir þurfum þá líka að borða það sem þær leggja til, sem er oft mjög áhugavert. Hvað vantar helst á heimilið? Nýjan ísskáp, hann er farin að gefa sig. Eyðir þú í sparnað? Já, ég legg til hliðar og það veitir mér góða öryggistilfinningu. Það minnkar klárlega streitu sem fylgir jólum og öðrum stórum út- gjaldamánuðum. Skothelt sparnaðarráð? Taka til í eigin neyslumynstri! Til dæmis ef maður drekkur einn kaffi latte á dag sem kostar um það bil 450 k. þá er það samtals yfir árið rúmlega 160.000 kr., það er hægt að gera ýmislegt fyrir það. Að breyta neyslumynstrinu er samt hægara sagt en gert en það auð- veldar það mikið ef þú ert með skýran tilgang. Einn tilgangurinn get- ur verið að fullnægja einni af okkar grunnþörfum sem er fjárhagslegt öryggi og annaðhvort greiða niður yfirdrátt eða safna í sjóð. Annar til- gangur getur verið að auka lífsgæði t.d. með því að spara fyrir ferðalög- um og svo framvegis. Það skiptir í rauninni ekki máli hver tilgangurinn er en um leið og hann er skýr þá verða allar breytingar miklu auð- veldari og það verður minna mál að neita sér um hluti, því þú veist að það er skýr ávinningur af því. NEYTANDI VIKUNNAR ALDA SIGURÐARDÓTTIR Gerir matseðil fyrir vikuna „Að breyta neyslumynstrinu er samt hægara sagt en gert en það auðveldar það mikið ef þú ert með skýran tilgang,“ segir Alda. Aurapúkinn man hvað honum þótti dýrt að kaupa sinn fyrsta snjallsíma. Bandarískur vinur hans hafði loks náð að telja Púkanum hughvarf og benda honum á hversu mikið þarfaþing snjallsíminn getur verið. Síðan þá hefur snjallsíminn margsannað gildi sitt. Hann hefur nýst Púkanum sem borgarkort, sem myndavél, sem hirsla utan um hljóðbækur og tónlist til að hlusta á á ferðinni, sem minnislisti, reikni- vél, vekjaraklukka, veðurspátæki, netbanki og leikjamiðstöð. Svo eru forrit eins og Skype og Viber sem geta snarlækkað símreikninginn. Samt hefur púkinn aldrei eytt krónu í að borga fyrir app í símann. Velflest helstu öpp má fá ókeypis. Þeir sem þykir nýr snjallsími dýr ættu að íhuga að kaupa notaðan síma. Púkinn á sjálfur þriggja ára iPhone og sér fram á að hann muni duga prýðisvel tvö til þrjú ár í við- bót. púkinn Aura- Snjallsíminn er þarfaþingF jármálasíða Sunnudagsblaðsins hefur birt fjölda greina um hvernig má spara í heimilishaldinu eða fjárfesta af meiri skynsemi. Eitt sem hefur hins vegar ekki verið fjallað um er hvaða leiðir má fara til að eignast sem mest af peningum á annað borð. Áður en lengra er haldið er rétt að gera þann fyrirvara að peningar eru ekki allt, þótt þeir létti vissulega lífið, og að fleira en bara launatekjur ættu að stýra því hvað fólk ákveður að læra í skóla og starfa við á fullorðinsaldri. En því er samt ekki hægt að neita að mennt- un er einhver sterkasta vísbendingin um framtíðartekjur og sumar gráður skapa betri launa- og vinnumöguleika en aðrar. Fjármálaritið Forbes skoðaði á dögunum hvaða háskólanám skilar hæstu laununum. Kemur þar í ljós sláandi munur á milli fræða- sviða og enn meiri munur þegar bornar eru saman ýmsar sérhæfingar í námi. Allir í verkfræðina Borin voru saman byrjunarlaun eftir grunnhá- skólagráðu, þ.e. bachelor-gráðu, og kom í ljós að tíu best launuðu gráðurnar eru allar á sviði verkfræði, tölvunarfræði og vörustjórnunar. Hæst eru byrjunarlaunin vestanhafs hjá þeim sem ljúka bachelor í jarðefnaeldsneyt- isverkfræði; þeir geta vænst árslauna í kringum 96.200 dali, jafnvirði hátt í 11 milljóna króna. Þessi háu laun verður að meta með hliðsjón af því að verkfræðingar í olíugeiranum þurfa oft að starfa við mjög erfiðar aðstæður, s.s. á olíu- borpöllum eða afskekktum olíulindum. Næstir koma tölvu- og efnaverkfræðingar með 70.300 og 66.900 dali í árslaun við útskrift, jafngildi um 7,5 til 7,9 milljóna króna m.v. nú- verandi gengi. Þar á eftir koma tölvunarfræð- ingar, flugvélaverkfræðingar, vélaverkfræð- ingar og rafeindaverkfræðingar, allir með byrjunarárslaun yfir jafnvirði sjö milljóna króna. Slök laun fyrir félagsvísindin Í heild skila verkfræðifögin hæstu meðallaun- unum; 62.100 dölum, jafnvirði rétt tæpra sjö milljóna króna. Tölvufög koma þar á eftir með meðalárslaun 58.500 dali eða um 6,5 milljónir króna, og viðskiptafögin koma í kjölfarið á svip- uðu reiki. Þá taka launin dýfu niður í 4,5 til 4,9 milljónir á ári með fjölmiðlafögum, stærðfræði og vís- indafögum og námi á menntasviðinu. Neðst lenda félagsvísindin með byrjunarárslaun að meðaltali í kringum 4,2 milljónir króna á banda- ríska vinnumarkaðnum. Næg vinna fyrir hjúkrunarfræðinga Laun eru svo eitt og atvinnuhorfur annað. Í rannsókn sem gerð var við Georgetown-háskóla á síðasta ári kom í ljós að á bandaríska vinnu- markaðnum er atvinnuleysi minnst meðal þeirra sem útskrifast hafa úr hjúkrunarnámi, eða 4,8%. Atvinnuleysið er líka lítið hjá þeim sem hafa menntað sig í grunnskólakennslu, einkaþjálfun og íþróttum, efnafræði og fjármálum. Verra er ástandið hjá þeim sem mennta sig í arkitektúr, með 12,8% atvinnuleysi, mannfræði með 12,6%, kivkmyndun og ljósmyndun 11,4% og stjórnmálafræði 11,1% atvinnuleysi. FÉLAGSVÍSINDIN LENDA NEÐST Á LISTA Hvaða menntun borgar mest? BYRJUNARLAUN ERU MJÖG BREYTILEG EFTIR ÞVÍ HVAÐA NÁM FÓLK STUNDAR OG SÖMULEIÐIS ERU ATVINNUHORFUR MISGÓÐAR EFTIR FAGI. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ekki skila öll ár á skólabekk sömu launum. Mynd úr safni af nemendum við útskrift. Morgunblaðið/ÞÖK *Stundum er fjarskagott að vera karlmaður. Fjármálavefur-inn MarketWatch greinir frá að konur vestanhafs borgi um20% meira fyrir svitalyktareyði því pakkningarnar fyrirkarlana eru stærri en kosta svipað. Kvenpakkningarnarinnihalda um 68 ml að jafnaði á meðan karlapakkningarnargeyma um 85 ml. Það gæti verið óvitlaust fyrir konur að kíkja í karladeildina og sjá hvort má spara með því að kaupa þar lyktarlausan svitalyktareyði í karlapakkningu. Betra að kaupa karla-svitalyktareyði?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.