Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 13
Kirkjan á Holtastöðum í Langadal er reisuleg og í þjóðlega stílnum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Um þessar mundir vantar presta til starfa víða úti á akri drottins. Nokk- ur embætti í Reykjavík eru að losna en einnig úti á landi. Þannig er nú auglýst eftir sóknarpresti á Skaga- strönd, en sá þjónar sex sóknum og jafnmörgum kirkjum í Húnaþingi, Bergsstaðasókn í Svartárdal, Ból- staðarhlíð og Holtastöðum í Langa- dal og Hofs-, Höskuldsstaða- og Hólaneskirkjum á Skaga. Á svæði þessu eru um 700 sálir samanlagt. Þá vantar bæði sóknarprest og prest í Egilsstaðaprestakalli, en undir það heyra alls fjórtán sóknir og kirkjur á Fljótsdalshéraði, Seyð- isfirði, Borgarfirði eystra, í Jökuls- árhlíð en afskekktastur kirkjustað- anna er Möðrudalur á Fjöllum. Þarna búa alls um 4.000 manns, á svæði sem nær frá ystu nesjum til innstu dala. Sr. Jóhanna Sigmars- dóttir á Egilsstöðum og sr. Lára G. Oddsdóttir á Valþjófsstað, sem þjón- að hafa eystra, hætta í sumar sjötug- ar að aldri. SKAGASTRÖND – HÉRAÐ Hvar eru prestarnir? 20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Þetta er fjölbreytt starf og skap- andi. Maður þarf að vera verklaginn, kunna réttu handtökin og geta tekið málin. Jú og svo er gott að hafa verið til sjós þannig að maður skilji hvern- ig veiðarfærin eiga að virka,“ segir Kristmundur Sumarliðason, neta- gerðarmaður í Ólafsvík. Hann vinnur í landi en er oft úti á miðum; er netamaður á Sveinbirni Jakobssyni SH. „Að vera netamaður heitir á mannamáli að vera yfirborg- aður háseti,“ segir Kristmundur sem sinnir netagerðinni alltaf þegar frátafir eru á sjósókn. Stendur þá vaktina í Stakkholtshúsinu í Ólafs- vík, þar sem er aðstaða útgerðar Steinunnar SH. „Að setja saman snurvoð er tíu daga vinna fyrir tvo karla, en þetta flykki er 620 möskvar eða með 61 metra höfuðlínulengd. Og aftast á voðinni kemur svo pok- inn sjálfur sem tekur tæplega tonn af fiski,“ segir Kristmundur sem lauk námi í netagerðariðn árið 2001 undir leiðsögn Aðalsteins Snæ- björnssonar. „Þetta er fjölbreytt vinna, einn daginn er saumaskapur, hinn daginn leysning og svo fótreipisgerð. Já, ég myndi sannarlega leggja inn gott orð kæmi ungt fólk til mín og leitaði ráða um hvort netagerð væri verð- ugt starf til að legga fyrir sig.“ ÓLAFSVÍK Ólsarinn Kristmundur Sumarliðason netagerðarmaður með nálina á lofti. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Saumar og fótreipisgerð Íslenski hópurinn kemur heim umhelgina, eftir vikudvöl. Krakk-arnir eru á aldrinum 15-17 ára, sjö frá Vopnafirði, eitt frá Þórshöfn og eitt frá Bakkafirði. Ferðin er lokahnykkur þriggja ára verkefnis undir yfirskriftinni Rímur og rokk. Ungmennin hafa síðustu tvö ár unnið með rímur og þjóðlög, síðasta sumar bættust í hópinn jafnaldrar þeirra frá Vesterålen í Norður- Noregi og saman unnu þau á Vopnafirði undir stjórn Steindórs Andersens kvæðamanns, Hilmars Arnar Hilmarssonar tónskálds, Baldvins Eyjólfssonar tónlistar- kennara og Sigrid Randers-Pehrson þjóðlagasöngkonu. Í vikunni vann hópurinn að dag- skrá sem tók eina klukkustund í flutningi; íslenski hópurinn lærði norsk þjóðlög og þau norsku spreyttu sig á íslenskum rímum. Rímur og rokk er samstarfsverk- efni menningar- og fræðasetursins Kaupvangs á Vopnafirði og Menn- ingarráðs Vesterålen-héraðs en hugarfóstur Sigríðar Dóru Sverr- isdóttur á Vopnafirði. „Ég hef alltaf viljað vinna með ís- lenskuna,“ sagði Sigríður Dóra við Morgunblaðið í vikunni. Hún varð landskunn á sínum tíma fyrir hag- yrðingakvöldin Með íslenskuna að vopni og hlaut fyrir menningar- verðlaun Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og viðurkenningu frá menntamálaráðuneytinu á Degi ís- lenskrar tungu um árið 2002. „Ég held að rímurnar séu að komast aftur í tísku, til dæmis er dans- og rímnaverk á leið á svið í Þjóðleikhúsinu,“ segir Sigríður Dóra. „Mér fannst íslenskir dæg- urlagatextar orðnir dálítið ódýrir og fyrst við eigum þessa gullfallegu texta sem rímurnar eru langaði mig að koma þeim á framfæri. Ég gæti trúað að öll orð sem til eru í ís- lensku séu í rímunum; þetta eru heilu bækurnar; hver bálkur skáld- saga og alveg kjörið að nota text- ana.“ Ungmennin kveða rímurnar upp á gamla mátann og leika undir á hljóðfæri. Markmið verkefnisins er að viðhalda menningararfleifðinni sem felst í rímum og þjóðlögum ásamt því að þróa áfram þessi fornu kvæðaform með margvíslegri tónlist við ýmis kvæðalög Íslend- inga og Norðmanna og flétta þessar tvær menningararfleifðir saman og Sigríður Dóra er himinlifandi með hvernig til hefur tekist. Við verkefnið hefur hún notið að- stoðar Hrundar Snorradóttur hjá Austurbrú og þær eru saman með hópinn ytra. VOPNAFJÖRÐUR, ÞÓRSHÖFN, BAKKAFJÖRÐUR Rokk og rímur í Noregi NÍU UNGMENNI AF NORÐAUSTURLANDI HAFA Í NOKKRA DAGA VERIÐ Í VESTERÅLEN Í NORÐUR- NOREGI OG KYNNT ÍSLENSKAR RÍMUR. Í Noregi. Frá vinstri Enok Örn Pálsson, Edda Björk Vatnsdal, Sigurrós Halldórsdóttir, Erla Salóme Ólafsdóttir, Ágúst Máni Jóhannsson, Ágústa Skúladóttir (situr) Hrefna Brynja Gísladóttir, Ágúst Jóhannsson og Friðrik Ágúst Egilsson. Ljósmynd/Hrund Snorradóttir Fossavatnsgangan verður á Ísafirði 3. maí. Þetta er elsta skíðagöngukeppni landsins og sú langfjölmenn- asta, enda hentar hún öllum. Aðstæður eru frábær- ar nú: Snjór hefur ekki verið meiri síðustu 20 ár. Fossavatnsgangan vinsæl Hin árlega Sæluvika Skagfirðinga verður sett í tengslum við atvinnulífssýninguna Lífsins gæði og gleði á Sauðár- króki um næstu helgi. Þá hefst vikulöng dagskrá með tug- um menningarviðburða vítt og breitt um héraðið. Sæluvika, gæði og gleði Menningarráð Austurlands hefur í tíu ár verið í samstarfi við Menningarráðið í Vesterå- len. Fjöldi listamanna hefur dvalið í listamannaíbúðum í báðum löndum og mörg sam- starfsverkefni verið í gangi. Vert er að nefna að Eyþing er líka í samstarfi við Norð- mennina og þrír ungir Akur- eyringar gerðu það gott í Ves- terålen sl. haust. Hlutu þá fyrstu verðlaun í svæðisbund- inni stuttmyndakeppni. Gott samstarf Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja K raftaverk Skafkorti› Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. Stærð: 82 X 58 cm - Kr. 2.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.