Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 47
hinn langa tíma séu kenningar Darwins enn þá að- eins kenningar, þótt margar rannsóknir og skrif hafi vissulega aukið við gildi þeirra og trúverðugleika. Alltof oft er fjallað um kenningar Darwins eins og þær skáki trúnni til hliðar, sem er fjarri öllu lagi. Í annan stað hættir jafnvel vitmönnum, eins og þeim sem áður var kynntur til sögu, til að láta eins og Darwin hafi farið með stóru spurninguna í það far að hún snúist um það hvort manneskjan sé komin af öpum og ekkert heilagt hafi haft neinn atbeina að þeirri sköpun og þar með ekki að neinu öðru. Nú mun Darwin að vísu hafa haldið því fram að maður- inn og apinn ættu sér sameiginlegan forföður enda hefur aldei tekist að draga beina línu á milli apa og manns, þótt óneitanlega rekist maður stundum í samkvæmum á menn sem ættu að minnsta kosti að hafa stöðu grunaðra í slíkum efnum. En þrátt fyrir kenningar sínar hélt sá góði maður Charles Darwin áfram að sækja sínar kirkjur með sínu fólki, eins og ekkert hefði ískorist. Og hann er grafinn í einni af höfuðkirkjum Bretaveldis, West- minster Abbey. Þar hefur ekki, svo kunnugt sé, enn neinn api verið grafinn, í hefðbundnum skilningi þess orðs. Disraeli ættfærir sig En kannski hafa þeir sem urðu órólegir vegna kenn- inga Darwins af ásettu ráði komið öllum kenningum hans í það smælki að halda því fram að fræðimaður- inn segði mennina komna af öpum. Eftir að Darwin hafði sett fróðleik sinn fram urðu miklar umræður og stundum hávaðasamar og gekk á ýmsu. Stjórn- málamenn gátu ekki undan því vikist að taka þátt í þeim. Benjamin Disraeli var einn helsti stjórnmála- skörungur Breta á 19. öldinni. Og raunar endaði það svo, að breski Íhaldsflokkurinn tók hann í pólitíska dýrlingatölu eftir að hann hafði kvatt þennan heim. Disraeli var, eins og nafnið bendir til, gyðingur en skírðist til kristinnar trúar að ráði föður síns, D. Is- raeli, líklega til að eiga greiðari för í þjóðfélaginu. Á þeim tíma var sanntrúuðum gyðingum t.d. bannað að taka sæti á þinginu í London. Nýlega kom út bók um Disraeli, sem Douglas Hurd, fyrrverandi utanríkisráðherra, er aðalhöf- undur að. Honum virðist nokkuð í mun að draga nokkuð úr þeirri dýrkun sem verið hefur á Disraeli í breskri stjórnmálasögu og telur að hann hafi ekki átt allt það lof skilið, sem á hann hefur verið hlaðið, enda mistækur um margt og æði sveiflukenndur í skoðunum. En snjall var hann, segir Hurd, að laga umræðuna sér í hag á málfundum og sást þá ekki fyrir. Disraeli var eitt sinn á fjölmennum fundi þar sem deilt var hart um kenningar Darwins. Í lokin tók Disraeli málið saman með sínum hætti, efnislega á þessa leið: „Mér sýnist að hér sé í hnotskurn deilt um það, hvort maðurinn sé kominn af öpum eða englum. Sé valið þetta hef ég ákveðið fyrir mitt leyti að halla mér að englunum.“ Menn geta haft sína skoðun á því hversu merkileg þessi uppsetning var, en hitt stendur eftir að þakið ætlaði að rifna af húsinu yfir þessari snilld. Morgunblaðið/Þórður * Er við höfðum setið smá-stund heyrðum við röddSigurbjörns Einarssonar bisk- ups fara með einn af Passíu- sálmunum. Þótt engin fyrir- mæli hefðu verið gefin í þá veru datt engum í hug að líta um öxl. 20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.