Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 6
* Það er ekki hægt að þröngva ákveðinni hugsun upp áborg; hún kemur frá fólkinu og við verðum að lagaáætlanir okkar að því, ekki byggingum. Jane Jacobs, blaðamaður og sérfræðingur um borgarskipulag. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is Lausnina fann hún með því að breyta deiliskipulagi borgarinnar og þétta byggðina þar sem það var unnt. Ljóst var að svigrúm fyrir fjölgun bíla var lítið. Því var reynt að forðast úthverfi þar sem bíllinn er óhjákvæmilegur og leggja áherslu á nánd við almennings- samgöngur. Í fyrirlestri, sem er aðgengi- legur á vefsíðunni Ted.com, lýs- ir Burden hvernig hún þramm- aði fram og aftur um borgina og ræddi við íbúana til að kynna sér hverfi hennar. „Fólk áttar sig á hvort þú skilur hverfið þess,“ segir hún. „Það er ekki hægt að gera sér það upp.“ Burden gerði þá kröfu til borgarfulltrúa að þeir færu á staðinn í eigin persónu áður en greidd væru atkvæði um breytingar á deiliskipulagi og kynntu sér hverfið ræki- lega. Á 12 árum var deiliskipulagi breytt í 124 hverfum eða 40% borgarinnar. Tókst að koma því þannig fyrir að 90% nýrrar íbúabyggðar eru í innan við 10 mínútna göngufæri frá neðan- jarðarlestarstöð. 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 HEIMURINN BANDA SUÐUR- hefur loksi tveggja sau sem hurfu Niðurstað n er s Miller og Pamella Jac bíl þeirra var ekið út kom loks í ljós síðast kennsl á jarðneskar RE UNDÚN að að biðja bandarhafa neit llinginnpíanósni Cameron Carpenter ar en honum var aðafsökun lausu haldið í sjö klukkutímatilefnis vellinum í Birmingham fyrirá flug mstu áður en honum var sskem ð aftur til Berlínar, þaðan nn var að koma. Morsem ha g Carpenter lenti nús,aftur til Bretland dúnum, og var ð,i nshleypt inn í land d til. G NAÞ eilda öf aros, l ði v KANADA CALGARY Sonur lögreglu- manns er í varðhaldi eftir að fimm manns v samkvæmi í heimahús háskólans. Íbúum Calg vonum bru hefur þega fjöldamorð nn Amanda Burden er dóttir Bar- böru „Babe“ Cushing Morti- mer Paley, sem á sinni tíð þótti ein best klædda kona landsins og var tískuritstjóri tímaritsins Vogue. Hún var vinur rithöfundarins Trumans Capotes. Hún átti Amöndu með Stanley Grafton Morti- mer, sem erfði Stand- ard Oil, skildi við hann og giftist auðmann- inum William Paley, sem stofnaði sjón- varpsstöðina CBS. Burden hefur gifst tvisvar, skilið jafnoft og er nú í sambandi við sjón- varpsmanninn Charlie Rose ef marka má Wi- kipediu. Burden sést oft á síðum tískublaða líkt og móðir hennar, en hefur markað sér sess í skipulagsmálum. Amanda Burden ÆTTIR OG UPPRUNI M iklar breytingar áttu sér stað í skipulagsmálum í New York þau tólf ár sem Mich- ael Bloomberg var borgarstjóri. Heilu árbakkarnir, sem áður voru eins og eyðiland til minningar um horfinn iðnað, fengu nýtt líf og fyllt- ust af fólki. Á bak við þessar breyt- ingar var Amanda Burden sem hef- ur verið yfir skipulagsmálum í borginni frá því að Bloomberg komst til valda 2002. Árið 2010 komst tímaritið Vanity Fair að þeirri niðurstöðu að á eftir Blomberg væri Burden „sennilega áhrifamesta manneskjan í stjórn borgarinnar“. Í New York Times sagði að hún hefði skilið eftir sig „óafmáanlega arfleifð í útliti og áferð allra fimm borgarhluta New York um ókomna áratugi“. Arkaði um borgina Þegar Burden tók við skipulagi borgarinnar hafði því verið spáð að íbúum hennar myndi fjölga úr átta í níu milljónir. Hún fékk það erfiða verkefni að finna leið til að taka á móti einni milljón íbúa í borg sem er að stórum hluta umlukt vatni og hefur enga möguleika til útþenslu. Opin svæði eru sérstakt áhuga- mál Burden og nefnir hún lítinn al- menningsgarð, sem kenndur er við stjúpföður hennar, William S. Paley, og er á miðri Manhattan. Paley- garðurinn er eins og vin í stein- steypufrumskógi þar sem eru lausir stólar og hægt að setjast niður. Í fyrirlestri sínum lýsir Burden óbeit sinni á stórum, fráhrindandi torgum fyrir framan byggingar þar sem ekkert sé að finna nema kaldan stein, eina, tvær höggmyndir en hvorki gróður né þægindi. Slík torg séu ágætis bautasteinar fyrir arki- tekta en þjóni ekki almenningi sem hraði sér burt. Steinsteypt auðn eða vin Burden hefur látið til sín taka á þremur svæðum. Í Green Point og Williamsburg í Brooklyn er nú al- menningsgarður niðri við vatnið þar sem áður var auðn og yfirgefið iðn- aðarhúsnæði. Hún opnaði einnig fyrir aðgengi að strandlengjunni á neðri hluta Manhattan, meðal ann- ars í útjaðri hverfisins Wall Street. Hún lét smíða líkan í fullri stærð að því hvernig hluti garðsins gæti litið út. Þegar hún settist á bekk sá hún að handriðið myndi byrgja sýn yfir Austurá til Brooklyn. Nú eru set- gögnin við handriðið eins og bar- stólar og handriðið flatt og nógu breitt til að þar sé hægt að borða nesti eða blaða í bók. Vinsælasta opna svæðið er þar sem áður voru spor fyrir hækkaða almenningslest, High Line. Þar er nú hægt að ganga innan um plöntur og vatn. Burden segir að framkvæmdir á borð við þessar njóti ekki vinsælda hjá verktökum, þeir sjái aðeins við- skiptavini og hefðu helst viljað setja verslanir í High Line-garðinn. „En þá hefði hann verið Kringla, en ekki almenningsgarður,“ segir hún. „Ef ég hef lært eitthvað,“ segir Burden um tíma sinn sem skipu- lagsstjóri New York-borgar, „þá er það að það er kraftur í opnum svæðum. Þar á ég ekki bara við fólkið, sem notar þau, heldur hinn miklu meiri fjölda sem líður betur í borginni sinni vegna vissunnar um að þau séu til staðar.“ Kraftur opinna svæða Í NEW YORK HAFA UNDANFARIÐ VERIÐ SKIPULÖGÐ OPIN SVÆÐI, SEM HAFA BREYTT ÁSJÓNU BORGARINN- AR. Á BAK VIÐ ÞESSAR BREYTINGAR VAR AMANDA BUR- DEN SEM SÖGÐ HEFUR VERIÐ NÆSTVALDAMESTA MANNESKJAN Í BORGINNI Á EFTIR BORGARSTJÓRANUM. Karl Blöndal kbl@mbl.is Vegfarendur spóka sig í High Line-almenningsgarðinum sem er vestanmegin á suðurenda Manhattan og þykir hafa heppnast vel. Garðurinn er í tíu metra hæð. Þarna var áður upphækkuð almenningslest. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.