Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014
Matur og drykkir
Þ
órunn Lárusdóttir leikkona ákvað að bjóða til smá páska-
uppskeruhátíðar og fá vinnufélaga síðustu fimm mánaða í
mat. Hópurinn stóð á bak við gerð skyndihjálparlagsins sem
Rauði krossinn lét útbúa, bæði þau sem komu að listrænu
vinnunni og svo skipuleggjendurnir. Sjálf er Þórunn verkefnisstjóri
afmælisárs Rauða krossins. Áður en við snúum okkur að matnum
finnst Þórunni ekki úr vegi á þessari miklu ferðahelgi að minna fólk
á að hægt er að ná í skyndihjálparappið ókeypis á heimasíðu Rauða
krossins.
„Þetta hefur verið fimm mánaða verkefni og af því að við höfum
ekki öll hist, þrátt fyrir að hafa verið í tölvupóstssamskiptum fannst
mér kjörið að bjóða heim í tilefni uppskerunnar en ég útbjó alls
kyns létta og páskalega rétti og einnig kokteil sem ég vil kalla
skyndihjálparkokteil! Þetta er skemmtilegur og ólíkur hópur en
þetta var virkilega vel heppnað, myndaðist góð stemning og mat-
urinn rann ljúflega niður.“
Þórunn og eiginmaður hennar, Snorri Petersen, bjóða oft heim í
mat og eru óhrædd við að standa í tilraunamennsku.
„Krabbasalatið geri ég yfirleitt alltaf þegar ég býð heim í hádeg-
isverð, það er einfalt og ofsalega vinsælt og hummusinn klikkar
aldrei. Sjávarréttasalatið hef ég gert áður en ég breytti því aðeins
og í stað alls kyns grænmetis notaði ég bara grænkál og jarðarber.
Mér fannst sjávarfangið eiginleg njóta sín betur þannig og punkt-
urinn yfir i-ið er svo karamellukenndu furuhneturnar. En allar þess-
ar uppskriftir eru þannig að fólk getur breytt um hlutföll eins og
það vill, þetta er mjög frjálslegt og ekkert sem þarf að vera akk-
úrat. Þetta eru léttir og ferskir réttir sem eru svolítið páskalegir og
hægt að útbúa með skömmum fyrirvara.“
MATARBOÐ Í VOGAHVERFINU
Vor í lofti og
léttir réttir
* „Allar þessar uppskriftireru þannig að fólk geturbreytt um hlutföll eins og það
vill, þetta er mjög frjálslegt.“
SMOKKFISKUR, TÍGRISRÆKJUR, KRABBAKJÖT, HUMMUS
OG KARAMELLUFURUHNETUR HLJÓMA EKKI ILLA
Í PÁSKAFRÍINU. ÞÓRUNN LÁRUSDÓTTIR BAUÐ
HEIM Í VORLEGAN HÁDEGISRÉTT.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Þórunn Lárusdóttir
leikkona fór létt með að
útbúa salöt og snittur.
Erfitt er að segja til um
magn í þessari uppskrift
en það má leika sér með
það fram og aftur, engin
sérstök regla eða hlutföll.
Þórunn ákveður eitthvert
magn af kryddi til viðmið-
unar en smekkur ræður
algerlega ferðinni.
salatblöð að eigin vali
klettasalat
jarðarber
furuhnetur
2 tsk. hlynsíróp
tígrisrækjur
smokkfiskur
4-5 hvítlauksrif
½ msk. fersk, rifin
engiferrót
3 msk. góð olía
2 msk. hvítvín
chilipipar eftir smekk
Blandið saman olíu,
mörðum hvítlauksrifjum,
engifer, hvítvíni og kryddi
og marinerið rækjurnar
og smokkfiskinn í um 30-
60 mínútur í blöndunni
fyrir steikingu og steikið
svo í örfáar mínútur. Rist-
ið furuhneturnar á þurri
pönnu þar til þær brúnast.
Hellið þá hlynsírópinu yfir.
Þær festast dálítið saman
þegar þetta er gert en það
er allt í lagi. Þegar hnet-
urnar kólna er hrært í
þeim og þá losna þær í
sundur og þá er þeim
stráð yfir salatið. Setjið
jarðarberin næst og tígr-
isrækjurnar og smokkfisk-
urinn fara síðst. Gæta þarf
þess að setja ekki rækj-
urnar og smokkfiskinn
beint af pönnunni á salatið
heldur kæla örlítið fyrst.
Létt páskasalat með
tígrisrækju og smokkfiski
Sítrónutoppur
superberry-safi
eða annar góður
berjasafi
fersk bláber
sítrónusneiðar til
skrauts
Hlutföllin eru um
það bil 3⁄4 sítrónu-
toppur og ¼ berja-
safi.
Eitt bláber er sett
ofan í hvert glas og
sítrónusneið á barm-
inn á hverju glasi til
skrauts.
Skyndihjálparkokteillinn
ið á þeim, fræhreinsið og skerið í litla bita. Bætið sam-
an við krömdum hvítlauk, saxaðri basilíku og olíu.
Snittubrauðin, grilluð eða ristuð, eru smurð með
geistaosti eða hreinum rjómaosti. Paprikumaukið má
gera fyrirfram og geyma í kæli. Ef það er gert er samt
gott að vera búinn að útbúa paprikurnar en eiga eftir
að setja hvítlaukinn og basilíkuna saman við og gera
það samdægurs.
2 rauðar paprikur
2-3 hvítlauksrif
væn lúka fersk basilíka
2 msk. jurtaolía (ekki bragðmikil)
snittubrauð
geitaostur eða hreinn rjómaostur
Bakið paprikur í ofni við 180°C í rúma klst. Látið
kólna inni í ofninum. Takið þær út og fjarlægið ysta lag-
Litríkar
ljúffengar
snittur