Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 40
Tíska *Tískubloggarinn og ofurpæjan Elin Kling kynnir nýja fatalínusem hún hannar í samstarfi við unnusta sinn, Karl Lindman,listrænan stjórnanda tímaritsins Interview. Línan sem verðuropnuð fimmta maí er innblásin af ferðalögum til evrópskralanda, túristaparadísa og af elegans áttunda áratugarins.Elin Kling hefur áður hannað fatalínu en þá í samstarfi viðverslunarkeðjuna H&M.
Totême verður meðal annars fáanleg á vefsíðunni net-a-
porter.com sem sendir til Íslands.
Totême er ný fatalína frá Elin Kling
E
f þú fengir að eiga fataskáp einhvers, hver myndi það vera og af
hverju?
Í fljótu bragði þá langar mig eiginlega ekkert að eiga fataskáp
sem einhver annar á í dag. Það yrðu kannski skápar sem voru í
eigu sterkra kvenna á áttunda áratugnum. Ég er t.d. mikill aðdáandi Stevie
Nicks, Marianne Faithfull og Anitu Pallenberg og þeirra klæðaburðar á
þeim tíma. Það er eitthvað við frjálsræðið í fatavalinu hjá þeim sem var svo
áreynslulaust og töff.
Áttu þér uppáhaldsflík?
Mér þykir alltaf mjög vænt um kjól sem ég keypti mér fyrir skírn sonar
míns. Það er kjóll frá Alexander McQueen og hef notað hann mjög mikið
síðan þá.
Hver er uppáhaldsverslunin þín?
Þegar ég kaupi mér eða skoða föt hér heima fer ég iðulega í GK
Reykjavík, Suit og Kíosk. En mér líður langbest á götumörkuðum
erlendis. Að finna flík sem heillar mig og prútta svo um verð er
eitt það skemmtilegasta sem ég geri.
Mikið af þeim sem fötum sem ég nota dagsdaglega er ein-
mitt fundið á svona mörkuðum.
Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í?
Þau eru eflaust alveg nokkur, en engin sem ég skammast mín
fyrir. Ég var t.d. að skoða fermingarmyndirnar mínar í gær. Ég var
í hvítum X18-skóm með örugglega 20 sentimetra þykkum botni – al-
veg hræðilegir.
Hvað kaupir þú þér alltaf þótt þú eigir nóg af því?
Það er ekkert sem mér dettur í hug í fljótu bragði – er ótrúlega
nægjusöm.
Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota?
Nei, alls ekki. Ég elska að nota fötin mín við öll tækifæri, kann
t.d. eiginlega ekki að bera virðingu fyrir dýrum flíkum. Hendi t.d.
alltaf fötunum bara á gólfið er ég hátta mig á kvöldin.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna?
Mér finnst alltaf nauðsynlegt að hafa nokkra varaliti í snyrti-
buddunni.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að
fatakaupum?
Nei, eiginlega ekki. Ég reyni helst að taka ekki hlutina of alvar-
lega.
Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs
að eigin vali og þú fengir dag til að
versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert
færirðu?
Ég myndi vilja fara til ársins 1967 á Car-
naby Street í London. Finna mér góða
moddara-dragt og skella mér svo á tón-
leika. Myndi samt helst vilja hanga með
Anitu Pallenberg og Keith Richards og
skoða skápinn þeirra.
VARALITIR NAUÐSYNLEGIR Í SNYRTIBUDDUNA
Líður langbest á
götumörkuðum
Anita Pallenberg
og Keith Rich-
ards eru miklar
tískufyrirmyndir.
Kjóll frá Alex-
ander McQueen
sem Írisi þykir
afar vænt um.
Íris Dögg er mikill
aðdáandi Stevie Nicks,
Marianne Faithfull og
Anitu Pallenberg og
klæðaburðar þeirra á
áttunda áratugnum.
ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR LJÓSMYNDARI ER ÁVALLT SMART TIL
FARA EN EITT AF HENNAR UPPÁHÖLDUM ER AÐ FINNA FLOTT-
AR FLÍKUR Á GÖTUMÖRKUÐUM. ÍRIS OPNAÐI NÝVERIÐ LJÓS-
MYNDASÝNINGUNA //W// Á LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Flottir varalitir
eru nauðsynlegir.
Ljósmynd/Íris Dögg
Marianne Faithfull og Mick Jagger.
Íris myndi vilja fara til ársins 1967 á
Carnaby Street í London og finna
sér góða moddara-dragt. Modismi
er tískustefna sem skaut upp koll-
inum í Bretlandi á sjöunda ratugn-
um.