Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 36
Heilinn á bak við tölvuna *Örgjörvi er í senn hjarta og heili tölvunar.Gífurleg framþróun í vinnslugetutækni ör-gjörva hefur gert tækni eins og flygildi aðveruleika í dag. Örgjörvinn „skilur“ ákveðiðsafn skipana sem eru í minni tölvunnar ogþegar örgjörvinn fær þær þá les hann þærhverja af annari og framkvæmir þær, líkt og fræðast má um á Vísindavef HÍ. Stýrikerfi eru því lítið annað en forrit af örgjörvaskipunum. Græjur og tækni S vokölluð flygildi láta til- tölulega auðveldlega að stjórn. Þá má með réttum hugbúnaði greina loft- myndir sem flygildin taka með til- liti til þess hvort þær sýna manna- ferðir eða til að greina hættur á því svæði sem flygildinu er flogið yfir. Þessi nýju flugmódel opna því fyrir nýjar leiðir til að leita að fólki, hafa yfirsýn yfir mannfjölda eða aðstoða viðbragðsaðila með ýmsu móti. Í dag eru þau þó mest notuð af flugáhugamönnum en notagildi þeirra er að sanna sig á öðrum sviðum. Listamaðurinn Brandur Bjarnason Karlsson hef- ur tekið eitt flygildi í þjónustu sína og notar það við listsköpun. „Fyrir nokkrum árum greindist ég með sjúkdóm sem gerir það að verkum að ég er bundinn við hjólastól og get nærri því ekkert beitt mér, hvorki höndunum né fótum,“ segir Brandur en hann er þó staðráðinn í því að vinna til baka allan þann styrk sem mögu- legt er. „Eftir að ég uppgötvaði að hægt væri að mála með munn- inum fór ég að snúa mér að listinni en þar sem ég hef alltaf verið vísindalega og tæknilega þenkjandi fannst mér ekki annað koma til greina en að nýta tæknina til að aðstoða mig við listsköpunina. Ég á erfitt með að ferðast um landið eins og áður en með hjálp flygildis með áfastri upptökuvél get ég flogið yfir holt og hæðir og málað það sem fyrir augun ber.“ Prentar myndir í þrívídd Í sumar ætlar Brandur að taka list- sköpun sína á næsta stig og enn á ný leitar hann í tæknina til að að- stoða sig. „Ég er búinn að plana ferðir út á land í sumar þar sem ég mun fljúga flygildinu mínu í kringum ákveðna staði og byggja upp þrívídd- armynd sem ég prenta síðan út í þrívíddarprentara. Þannig lifnar listaverkið við og náttúran verður ljóslifandi fyrir framan okkur í verk- inu.“ Brandur segir tæknina veita sér aukið frelsi og þó að hann láti oftast aðra fljúga flygildinu fyrir sig er kominn búnaður sem gerir honum kleift að fljúga því sjálfur. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að ég fljúgi því sjálfur en þegar ég er að aðstoða vini mína og félaga við t.d. upptöku á auglýsingu eða myndbrotum þá leyfi ég öðrum að fljúga flygildinu. Tæknin er samt orðin það góð að flestir geta flogið flygildum sjálfir án aðstoðar.“ Flygildi fæst úti í búð Fyrir nokkrum árum voru það að- eins löggæslustofnanir og herir sem höfuð aðgang að flygildum. Í dag er tæknin orðin aðgengileg öllum og er hægt að kaupa sér flygildi á net- inu eða úti í búð. Stefán Stef- ánsson, rekstrarstjóri Hobbýbúð- arinnar í Glæsibæ, segir að mikill áhugi sé fyrir flygildum en búðin tók eitt slíkt módel til sölu fyrr í vetur. „Mjög margir hafa komið til að skoða flygildið og forvitnast um módelið sem við erum með í sölu. Þetta er orðið eins og hver önnur græja enda auðvelt að fljúga þeim.“ Flygildi eru orðin svo auðveld í notkun að nánast hver sem er get- ur flogið þeim án mikilla erfiðleika. AFP TÆKNIN VEITIR ÁKVEÐIÐ FRELSI Flýgur um allt úr hjólastólnum LISTAMENN, LÖGREGLUMENN, FJÖLMIÐLAFÓLK OG AÐRAR STÉTTIR HAFA TEKIÐ SVONEFND FLYGILDI EÐA DRÓNA Í ÞJÓNUSTU SÍNA. BRANDUR BJARNASON KARLSSON NOTAR SLÍKT TÆKI TIL LISTSKÖPUNAR. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Brandur Bjarnason Karlsson ætlar að fljúga um allt land í sumar með flyg- ildinu sínu sem hann notar til að aðstoða sig við listsköpun sína. Sérstakt leyfi þarf frá Sam- göngustofu til að fljúga ómönnuðum loftförum sem eru þyngri en 5 kg. Ómönn- uð loftför undir 5 kg mega þó ekki athafna sig innan 1,5 km frá svæðismörkum flug- valla án sérstaks leyfis Sam- göngustofu. Flugreglur kveða einnig á um lágmarksflughæð í þéttbýli en ekki megi fljúga sjónflug yfir þéttbýlum hlut- um borga, bæja eða þorpa eða yfir útisamkomum í minni hæð en 1.000 fetum og annars staðar má ekki fljúga lægra en í 500 fetum. Þessar reglur gilda um öll loftför, þ.m.t. ómönnuð loft- för. LÖGIN Samgöngustofa segir takmark- anir á flugsvæði flygilda. Flugið takmarkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.