Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 30
Matur
og drykkir
Hollusta rauðrófunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
*Upplagt er að bæta rauðrófum eða rauðrófusafaút í heilsudrykkina. Þær gefa djúpan og rauðanlit og eru uppfullar af næringarefnum. Rauðrófanhefur hreinsandi eiginleika og er meðal annarsrík af járni, andoxunarefnum og fólínsýru. Húner talin hafa góð áhrif á húðina og lifrina. Líkimanni ekki við rauðrófubragð er um að gera að
bæta við appelsínu eða epli í safann sem mót-
vægi.
„Ég reyni að blanda mér svona drykk reglulega eða alltaf þegar
tími gefst,“ segir Tobba Marinós, rithöfundur og markaðsstjóri
Skjásins en hún á von á sínu fyrsta barni í júní.
„Þetta er góð leið til þess að fá aukna orku fyrir daginn, til
dæmis ef maður er lystarlítill á morgnana. Þá hjálpar engifer til
þess að draga úr morgunógleðinni en ég var mjög slæm af henni
á tímabili en almennt þykir engifer vera allra meina bót. Karl,
maðurinn minn, er ekki mikið fyrir þessa dæmigerðu holl-
ustudrykki en honum finnst þessi mjög góður. Þetta er ferskur
drykkur en engifer gerir það að verkum að drykkurinn rífur svo-
lítið í,“ segir Tobba.
MORGUNBOMBA FYRIR TVO
1 lúka spínat
1 frosinn banani
hálft epli (helst Pink lady)
1 bolli frosið mangó
2 cm ferskt engifer
3 döðlur
vatn eftir þörfum
Morgunógleðin
loks að baki
Engifer er í miklu uppáhaldi. Tobba Marinós
DRYKKIR STÚTFULLIR AF NÆRINGU
Grænir ofurdrykkir
MORGUNBLAÐIÐ LEITAÐI TIL NOKKURRA VEL VALINNA
EINSTAKLINGA SEM SETJA HEILSUNA JAFNAN Í FYRSTA
SÆTIÐ OG FÉKK AÐ VITA HVER ÞEIRRA UPPÁHALDS
GRÆNI DRYKKUR VÆRI. ÁHERSLURNAR ERU ÓLÍKAR SEM
SÝNIR AÐ ÞAÐ MÁ LEIKA SÉR MEÐ HRÁEFNIÐ OG BREYTA
TIL EFTIR ÞVÍ HVAÐ TIL ER Í ÍSSKÁPNUM HVERJU SINNI.
María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is
Daði Hrafn Sveinbjarnarson er crossfit þjálfari hjá CrossFit Sport. Hann segir gott að
byrja daginn á einum grænum drykk. „Þetta er fljótlegt, einfalt og stútfullt af orku. Maður
fær ótrúlegt magn af vítamínum, trefjum og svo líður manni bara svo vel af þessu. Ég nota
mikið af spínati og mangó í svona drykki og leik mér svo við að bæta t.d. banana eða pró-
teindufti út í – allt eftir því í hvernig skapi ég er í hverju sinni. Í þennan drykk set ég líka
Matcha-te en það er gríðarlega andoxunarríkt og inniheldur auk
þess meira magn koffíns en hefðbundið kaffi. Það gefur manni
jafna orku yfir daginn og ég nota það mjög mikið í drykki sem
þessa,“ segir Daði.
EITURGRÆNN HULK:
250 ml eplasafi (ég nota Cawston-epla og rabarbarasafa,
en hvaða eplasafi sem er virkar vel)
lúkufylli af spínati
1 cm engiferbútur, afhýddur og gróft saxaður
½ grænt epli
½ þroskað mangó (má vera frosið)
safi úr hálfri límónu
5-6 lauf fersk mynta
½ tsk. Matcha-duft
klaki fyrir þá sem vilja.Mangó og myntulauf gefa drykknum frísklegt bragð.
Morgunblaðið/Þórður
Bætir Matchadufti út í
Daði Hrafn
Sveinbjarnarson
Harpa Ingólfsdóttir er hagfræðingur og
þriggja barna móðir. Hún lifir mjög
heilsusamlegu lífi og æfir t.d. crossfit af
kappi. „Ég blanda
mér mjög oft
svona drykki,
nánast dag-
lega. Kost-
urinn við þá
er hversu
fljótlegir
þeir eru og
umfram allt
hollir“. Að-
spurð segist
Harpa ekki
halda upp á
eitthvert eitt
hráefni. „Það
fer allt eftir því
hvernig drykk
ég bý til, hvort
um er að ræða
grænan drykk
eða berjadrykk.
Möguleikarnir eru
óteljandi. Þessi drykkur er mjög ferskur
á bragðið og góð leið til þess að ná
þessari grænu hollustu án þess að þurfa
að pína hana í sig. Krakkarnir meira að
segja elska þennan drykk,“ segir Harpa.
GRÆNN OG FERSKUR
DRYKKUR:
2 lúkur af spínati
1 avókadó
Vænn biti af engiferrót
1 epli
1 Froosh með mangó- og appels-
ínubragði.
Harpa Ingólfsdóttir
Börnin elska
drykkinn
Drykkir
sem þessir
eru góð
leið til þess
að fá inn
aukna holl-
ustu í mat-
arræðið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Oddrún Helga Símonardóttir
heldur úti heimasíðunni Heilsu-
mamman.com og gefur les-
endum síðunnar uppskriftir af
hollum mat auk þess sem hún
heldur reglulega námskeið.
„Ég blanda svona drykki að
meðaltali þrisvar til fimm sinn-
um í viku. Drykkurinn er frísk-
andi og næringarríkur og slær
líka á sætuþörfina sem er kost-
ur. Ég er mjög hrifin af því að
nota íslenska grænkálið í drykki
sem þessa og engifer. Á sumrin
er síðan gott að bæta við ferskri
myntu. Þessi drykkur er svolítið
sætur og flestum finnst hann
mjög góður, líka þeim sem ekki
eru vanir græna bragðinu. Þetta
er drykkur sem krökkunum mín-
um finnst mjög góður. Ég mæli
með því að fólk sem er að byrja
að blanda sér drykki leitist við
að gera það sem því þykir gott á
bragðið. Svo er smátt og smátt
hægt að draga úr sætunni. Það á
enginn að þurfa að pína heilsu-
drykki í sig og ef þetta á að
verða að vana þurfa drykkirnir
líka að bragðast vel,“ segir Odd-
rún.
GRÆNN OG „GORDJÖSS“
2,5 dl frosið mangó;
1 epli (helst lífrænt og setja
það þá með hýðinu í);
½-1 stöngull sellerí;
1 msk. engifer (rifið í rif-
járni);
2 msk. safi úr sítrónu;
2-3 msk. möluð graskersfræ
eða möluð hörfræ;
Vænn skammtur af græn-
káli;
3 dl vatn (eða eftir smekk).
Slær á sætuþörfina
Oddrún Helga útbýr þennan drykk
reglulega fyrir alla fjölskylduna.
Hann er frískandi og slær á sætu-
þörfina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Oddrún Helga Símonardóttir