Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Matur og drykkir V eitingastaðurinn 1862 Bistro hefur verið starfræktur í Hofi frá því húsið var tekið í notkun síðsumars 2010. „Við bjóðum upp á páska- lamb á hverju ári og setjum lambið þá í nýj- an búning hverju sinni. Rétturinn er í ár er mjög „fínn“ og hentar vel ef fólk ætlar að gera vel við sig fyrir tónleika eða annan við- burð,“ segir Theódór Sölvi um réttinn sem hann gefur hér uppskrift að. „Við bjóðum alltaf upp á rétt dagsins í há- deginu og setjum svo saman sérstakan mat- seðil fyrir sýningar; fólk getur þá valið annaðhvort kjöt eða fisk og auðvitað smur- brauðið sem hefur verið vinsælt allt frá opn- un,“ segir hann um staðinn almennt. Theódór segir að þótt uppskriftin (sem sjá má hér til hliðar) sé löng og geti virkað flók- in fyrir einhvern sé svo ekki. „Það má segja að ég hafi farið auðveldu leiðina í uppskrift- inni sem ég gef þannig að fólk þarf ekki að vera stressað. Allir ættu að geta úbúið rétt- inn í eldhúsinu heima.“ Matreiðslumaðurinn ungi hefur starfað á 1862 frá upphafi; var að vísu við vinnu í Reykjavík þegar staðurinn var opnaður en kom til starfa mánuði síðar. Hann segist snemma hafa ákveðið að leggja matreiðslu fyrir sig. „Ég var alltaf hrærandi í pottunum hjá mömmu þegar ég var lítill, hafði gaman af og skellti mér í Hótel- og veitingaskólann í Menntaskólanum í Kópavogi strax eftir grunnskóla en meistarinn minn var Guð- mundur Karl Tryggvason á Bautanum hér á Akureyri. Ég sé alls ekki eftir því að hafa valið þessa leið vegna þess að þetta er mjög skemmtileg vinna og fjölbreytt.“ Smurbrauð hefur verið á matseðlinum í Hofi frá upphafi og er mjög vinsælt að sögn yfirkokksins. „Við erum með fastan hóp við- skiptavina sem kemur reglulega í smur- brauð.“ Einn vinsælasti rétturinn er Jómfrú- in, sem 1862 fékk „lánaðan“ hjá Jómfrúnni í Reykjavík; útfærslu á hinum kunna danska rétti Stjerneskud þar sem rauðspretta er í aðalhlutverki á rúgbrauðssneið. Kjúklinga- bringa á ristuðu brauði með ýmsu meðlæti (til hægri á myndinni að ofan) er líka vinsæl, að sögn Theódórs. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson THEÓDÓR SÖLVI HARALDSSON RÆÐUR RÍKJUM Í ELDHÚSI 1862 Páskalamb og smurbrauð THEÓDÓR SÖLVI HARALDSSON ER AÐEINS 24 ÁRA EN HEFUR TEKIÐ VIÐ SEM YFIRKOKKUR Á 1862 BISTRO Í MENNINGARHÚSINU HOFI Á AKUREYRI. HANN BÝÐUR UPP Á LAMB Í TILEFNI PÁSKANNA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Jómfrúin og Christiansen – tvær útgáfur af dönsku smurbrauði sem er í boði á 1862 Bistro í Hofi. Kryddjurtamarínerið lambafillet; páskalambið í ár á 1862 Bistro. Kryddjurta- marinerað lambafillet Kryddjurtir að eigin vali (að þessu sinni steinselja, graslaukur og klettasalat) 200 ml extra virgin ólífuolía salt pipar Snyrtið lambið og skerið smárendur í fit- una. Brúnið vel á pönnu, gott að brúna það vel á fitunni til að fá hana stökka. Setj- ið jurtirnar í blandara og maukið ásamt ólífuolíu, salti og pipar. Leggið blönduna yfir lambið þegar það er orðið vel brúnað á öllum hliðum og látið liggja í svolitla stund. Gott að hafa í kæli yfir nótt. Lambið er svo eldað á frekar rólegum hita, 90°C, þar til kjarnhitinn er kominn í 55-56°C, látið það svo bíða í 10 mín. áð- ur en það er skorið og borið fram. „Rösti“-kartöflur 200 g bökunarkartöflur 2 egg salt pipar 1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður ½ rauðlaukur fínt saxaður ferskt timían Rífið kartöflurnar niður og blandið saman við egg, hvítlauk, rauðlauk, salt, pipar og timían. Steikið svo á pönnu þar til þetta er orðið vel brúnað að neðan og snúið við. Steikið jafnlengi á hinni hliðinni. Gott er að setja þetta inn í ofn í u.þ.b. 10 mín. á 180°C. Kælið og hitið svo upp fyrir notkun. Sýrðir perlulaukar 100 g perlulaukar (hvítir eða rauð- ir) 100 ml hvítvínsedik 100 ml vatn 2 msk hunang tvær rósmaríngreinar Flysjið laukana. Edik, vatn, hunang og rósmarín sett saman í pott, hitað að suðu og lauknum þá bætt út í. Soðið á vægum hita í rúmar 20 mínútur. Laukarnir svo látnir kólna í vökvanum en allt hitað upp fyrir notkun. Ristuð rófa 1 rófa extra virgin ólífuolía salt Rófurnar eru skornar í fallega bita langs- um. Olían sett í pott þannig að rófan fljóti aðeins í henni. Olían hituð og bitarnir ristaðir þar til þeir verða brúnir og fal- legir. Settir á pappír og látnir þorna, salti stráð yfir. Rófumús með brenndu smjöri 1 rófa 50 g smjör smárjómi salt og pipar Rófan soðin vel. Smjörið brætt í potti og hitað þar til kemur brúnn og fallegur litur á það og það farið að lykta eins og kara- mella. Rófurnar settar í matvinnsluvél og maukaðar saman við smjörið og rjómann. Bragðbætt með salti og pipar Villisveppasoðsósa 1 l gott lambasoð 100 g villisveppir nokkrir dropar koníak Villisveppirnir lagðir í bleyti, best að láta þá liggja þannig yfir nótt. Þeir eru svo maukaðir með töfrasprota og settir út í soðið ásamt smákoníaki. Soðið er hitað að suðu og þykkt með sjósujafnara. Theódór Sölvi Haraldsson matreiðslumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.