Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Fyrirtækin í landinu standa vel en þau eru enn varfærin í fjárfestingum vegna ótryggs efnahagsástands, segir Höskuldur H. Ólafsson, banka- stjóri Arion banka. Úr uppgjöri Arion banka fyrir fyrsta fjórðung ársins má lesa að lán sem hafa farið í gegnum endur- skipulagningu og teljast nú til vandræðalána mælast einungis 0,3% af útlánum bankans. „Okkur finnst fyrirtækin standa vel,“ segir Hösk- uldur. „Við teljum að á fjárfesting- arhliðinni séu menn fyrst og fremst varfærnir vegna óvissu í efnahagslíf- inu. Það er ekki nema ríflega hálft ár síðan sú umræða var hávær að lík- lega yrði að fara í aðra umferð end- urskipulagningar. Við teljum að nú sjáum við skýr merki þess að þessi umræða var ekki á rökum reist.“ Arion banki skilaði 2,9 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi árs- ins og arðsemi eigin fjár var 7,8% á tímabilinu. Vaxtatekjur lækkuðu um 1,1 milljarð króna, einkum vegna minni verðbólgu. Vaxtamunur var 2,6% en hann var 3,1% á sama tíma- bili í fyrra. Höskuldur segist þokka- lega sáttur við uppgjörið, þótt vaxta- munur hafi minnkað. Horfur fyrir bankann séu almennt góðar fyrir ár- ið. Staða fyrirtækja almennt góð  Önnur umferð endurskipulagningar óþörf, segir bankastjóri Arion banka Arion banki - 1. ársfjórðungur tölur í milljörðum króna 1F 1F 2014 2013 Breyt. Vaxtatekjur 5,5 6,3 -13% Vaxtamunur 2,6% 3,1% Þóknanatekjur 3,1 2,4 29% Rekstrark. 6,2 6,6 -6% Kostnhlutf. 69,0% 72,6% Hagn. e. skatt 2,9 1,4 103% Arðs. eigin fj. 7,8% 4,3%Höskuldur Ólafsson Sigurður Nordal sn@mbl.is Hagnaður Íslandsbanka á fyrsta fjórðungi ársins nam 8,3 milljörðum króna, en hann var 4,6 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Munurinn á milli ára má að stærstum hluta rekja til hagnaðar af sölu eignar- hluta í aflagðri starfsemi, sem nam 3,7 milljörðum króna eftir skatt, samanborið við 69 milljóna króna tap fyrir ári. Hér er um sölu á dótt- urfélögum í óskyldum rekstri að ræða, en í fjórðungnum helming- uðust slíkar eignir í bókum bank- ans. Arðsemi batnar milli ára Arðsemi eigin fjár var 19,3% eftir skatta á fyrsta fjórðungi, en sé ein- ungis litið til reglulegrar starfsemi var arðsemin 10,2%. Í fyrsta fjórð- ungi í fyrra var arðsemi eigin fjár 12,2%, en 6,2% af reglulegri starf- semi. Eigið fé bankans hækkaði um 15% á milli ára og nam 175 milljörðum króna í lok mars. Hreinar vaxta- tekjur lækkuðu um 11,1% á milli ára, sem er í takt við áætlanir bankans eftir því sem afföll á yfirteknu lánasafni eru tekjufærð. Vaxtamunur var 3,0% á fyrsta ársfjórðungi, en hann var 3,6% á sama tímabili í fyrra. Vaxta- munur var hins vegar 3,1% í fjórð- ungnum á undan og telur bankinn hann hafa nú náð jafnvægi eftir að hafa verið hlutfallslega hár, einkum vegna tekjufærslu affalla og mik- illar verðbólgu. Hreinar þóknunartekjur jukust um 16,4% á milli ára og námu 2,9 milljörðum króna. Þóknunartekjur myndast í markaðsviðskiptum, við- skiptabankaþjónustu, eignastýringu og hjá dótturfélögum. Kostnaðarhlutfall á markmiði Kostnaðarhlutfall bankans í lok ársfjórðungsins nam 55,1% og lækkaði úr 67,1% á milli ára. Hlut- fallið undanskilur bankaskatt og einskiptiskostnað og er í samræmi við langtímamarkmið bankans um 55% kostnaðarhlutfall. Laun og launatengd gjöld lækk- uðu um 0,8% á milli ára, sem að nokkru leyti má rekja til lækkunar fjársýsluskatts á laun. Meðalfjöldi stöðugilda samstæðunnar var 1.125 á fyrsta ársfjórðungi sem er 11% fækkun frá sama tímabili 2013, en þar af fækkaði stöðugildum í móð- urfélaginu um 7,5%. Skattar og gjöld til ríkisstofnana námu alls 2,5 milljörðum króna á fjórðungnum og er þar innifalinn sérstakur bankaskattur að fjárhæð 592 milljónir króna. Aukin eftirspurn útlána „Við erum ánægð með afkomu fyrsta ársfjórðungs þar sem við sjáum aukna arðsemi, hækkun þóknanatekna og áframhaldandi lækkun kostnaðar milli ára,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri í tengslum við uppgjörið. „Svo virðist sem markaðurinn hafi tekið við sér sem endurspeglast í aukinni eftir- spurn eftir útlánum sem hafa vaxið um 2% frá áramótum. Grunnrekst- ur bankans styrkist og 16% aukning var á þóknanatekjum á milli ára. Hagræðingarverkefni hafa gengið vel og við höfum haldið áfram að hagræða í útibúaneti bankans,“ seg- ir Birna. Íslandsbanki hagn- ast um 8,3 milljarða  Vöxtur hagnaðar að stórum hluta vegna sölu á eignum Íslandsbanki - 1. ársfjórðungur tölur í milljörðum króna 1F 2014 1F 2013 Breyting Vaxtatekjur 6,6 7,5 -11% Vaxtamunur 3,0% 3,6% Þóknanatekjur 2,9 2,5 16% Rekstrarkostnaður 6,8 6,5 3% Kostnaðarhlutfall 55,1% 67,1% Aflögð starfsemi 3,7 -0,1 Hagnaður eftir skatt 8,3 4,6 71% Arðsemi eigin fjár 19,3% 12,2% Afskriftarferli lokið » Frá stofnun Íslandsbanka hafa 4.160 fyrirtæki fengið skuldir afskrifaðar, eftirgefnar eða leiðréttar. » Einstaklingar sem hafa fengið slíka fyrirgreiðslu eru 35.900. » Heildarfjárhæð þessara skulda nemur 555 milljörðum króna. » Öllum stórum málum er lúta að fjárhagslegri endur- skipulagningu hefur nú verið lokið, að sögn Íslandsbanka. Birna Einarsdóttir Jarðvegsþjöppur, valtarar, malbikunarvélar, gatnasópar, umferðaröryggisbúnaður A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Útskriftir Brúðkaup Afmæli Erfidrykkjur Fundir Vinir okkar á Facebook geta unnið allskyns góðgæti! Nánari upplýsingar í síma 533 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.