Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Traust og góð þjónusta Í 17 ÁR HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14 Umgjarðir í miklu úrvali Er ekki kominn t ími á sjónmæl ingu Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Neyðaraðstoð sem Portúgal fékk frá Evrópusambandinu, Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Evrópu lauk formlega um síðustu helgi. Þrátt fyrir að hagstærðir hafi farið batnandi hafa aðhaldsaðgerð- irnar sem gripið var til í því skyni að leysa úr gríðarlegum skulda- vanda landsins verið mikil blóðtaka fyrir landsmenn. José Sócrates, þáverandi for- sætisráðherra Portúgal, sótti um neyðaraðstoð frá ESB í apríl 2011. Landið var þá á endastöð fjárhags- lega og gat ekki staðið við skamm- tímaskuldbindingar sínar. Síðan þá hafa Portúgalar fengið um 78 millj- arða evra að láni frá fyrrnefndu þríeyki stofnana sem þeir þurfa að greiða til baka fyrir árið 2042. Lán- inu hefur fylgt strangt efnahags- legt aðhald. Sú fórn hefur borið árangur. Í lok árs 2010 var fjárlagahalli portú- galska ríkisins 9,8% og ávöxt- unarkrafa á skuldabréfum ríkisins til tíu ára nam 10,6%. Nú er hallinn kominn inn fyrir þau mörk sem þríeykið setti Portúgölum, mælist 4,9% og vextir á skuldabréfunum eru í kringum 3,6%. Nú er meira að segja spáð 1,4% hagvexti á þessu ári eftir þriggja ára sam- drátt. Lækkuðu í launum Sú kjaraskerðing sem millistétt- in, sérstaklega opinberir starfs- menn og lífeyrisþegar, hefur orðið fyrir hefur hins vegar skapað and- rúmsloft vonleysis, þrátt fyrir um- skiptin. Dæmi um þetta er Florbela Fernandes, 42 ára gamall starfs- maður borgarstjórnar í Évora. „Ég er búin að vinna og leggja mitt af mörkum í tuttugu ár. Núna er ég með sömu laun og ég var með þeg- ar ég var búin að vinna í tvö ár hjá borgarstjórninni,“ segir Fernandes við spænska dagblaðið El País. Árið 2011 var hún með 1.400 evr- ur í mánaðarlaun en eftir þrjú ár af aðhaldsaðgerðum hafa launin lækk- að í 1.050 evrur, jafnvirði um 162.000 króna. Eiginmaður hennar er lögreglumaður og hefur svipaða sögu að segja. Þau hafa þurft selja annan bílinn sinn, gleyma sum- arleyfum og helgarferðum og sonur þeirra ákvað að endurtaka síðasta menntaskólaárið til að ná að spara fyrir háskólanámi svo eitthvað sé nefnt. Viðvarandi kjaraskerðing Fjöldi landsmanna hefur freistað gæfunnar annars staðar. Árið 2011 fluttu 23.000 manns úr landi. Árið eftir var sá fjöldi kominn upp í tæp 52.000. Síðustu ár hefur fjöldi sveit- arfélaga ákveðið að hafa mötuneyti skóla opin fyrir fjölskyldur sem náðu ekki endum saman yfir jólin. Eftir fyrsta ár aðhaldsaðgerð- anna stóð ríkisstjórn Pedro Passos Coelho tæpt vegna mótmæla gegn henni. Allur vindur er hins vegar úr þeim mótmælum og virðist upp- gjöf einkenna þá sem hafa orðið verst úti. Þó að neyðaraðgerðunum sé formlega lokið þá trúa margir því að kjaraskerðing þeirra verði viðvarandi. Uppgjöf í Portúgal þrátt fyrir efnahagsbata  Umskipti í hagkerfinu eftir þriggja ára aðhald AFP Gjaldþrot Vegfarandi gengur fram hjá lokaðri verslun í miðborg Lissabon. Neyðaraðstoð ESB og fjármálastofnana lauk formlega á laugardag. Aðhaldið » Skv. skilmálum neyðar- aðstoðarinnar þurfti ríkisstjórn landsins m.a. að hækka skatta og skerða laun opinberra starfsmanna. » Útsvar og virðisaukaskattur var hækkaður og gjöld fyrir grunnþjónustu á borð við sam- göngur og rafmagn sömuleiðis. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Yfirmaður taílenska hersins, Prayuth Chan-Ocha, tilkynnti í gær að herinn hefði tekið yfir stjórn landsins til að koma aftur á röð og reglu og hrinda pólitískum umbótum í framkvæmd. Ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem nú hefur verið sett af, var skipað að gefa sig fram við herinn. „Allir Taílendingar verða að halda ró sinni og opinberir starfsmenn verða að halda áfram störfum eins og venjulega,“ sagði hann í sjónvarps- ávarpi. Hermenn lokuðu af byggingu hers- ins í höfuðborginni Bangkok þar sem fulltrúar stríðandi pólitískra fylkinga hafa fundað síðustu daga til að kom- ast að samkomulagi að undirlagi hers- ins og færðu burt leiðtogana. Óvíst var hvort þeir hefðu verið formlega handteknir. Herinn hugðist einnig senda her- menn og farartæki til þess að vísa mótmælendum frá þeim stöðum þar sem þeir hafa komið saman. Á þriðju- dag lýsti yfirmaður hersins yfir her- lögum í landinu og kom á viðræðum milli stjórnarsinna og andstæðinga. Þær virtust ekki hafa borið árangur. Mótmælendur hafa staðið fyrir fjölmennum götumótmælum og girt af viss svæði í höfuðborginni í marga mánuði en ófriðurinn hófst þar seint á síðasta ári þegar þáverandi forsætis- ráðherra, Yingluck Shinawatra, leysti upp neðri deild þingsins. Dómstóll svipti hana embætti fyrr í þessum mánuði vegna valdamisnotkunar. Tugir manna hafa fallið í átökum stuðningsmanna og andstæðinga stjórnvalda síðustu mánuði auk þess sem óróinn hefur sett hagkerfið á hliðina. Herinn tekur völdin á ný  Stjórnmálaleiðtogar teknir höndum AFP Herinn Chan-Ocha yfirgefur fund stjórnarandstæðinga og -sinna í Bangkok í gær. Hann lýsti í kjölfarið því yfir að herinn hefði hrifsað til sín völdin. Valdarán » Stjórnarskráin hefur nú tímabundið verið felld úr gildi, fjölmiðlum bannað að birta annað en útsendingu frá hern- um, fundarfrelsi fólks skert og útgöngubann sett í gildi. » Þetta er í nítjánda skipti sem herinn rænir völdum í Taí- landi eða reynir það frá því að konungsstjórn var afnumin í landinu árið 1932. Að minnsta kosti fjórtán úkra- ínskir hermenn féllu og þrjátíu særðust í árás stuðningsmanna Rússa á eftirlits- stöð við þorpið Blahodatne í Austur-Úkraínu í gær. Árásin er sú mannskæðasta hingað til í átök- unum á svæðinu. Varnarmálaráðu- neyti Úkraínu staðfesti í gær að árásin hefði átt sér stað en vildi ekki gefa upp hversu margir hefðu fallið. Engar fréttir höfðu í gær borist af mannfalli úr röðum aðskilnaðarsinn- anna. Hópur uppreisnarmanna í bænum Horlivka sem kenna sig við lýðveldið Donetsk lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Aðskilnaðarsinnar hafa heitið því að setja úr skorðum forsetakosn- ingar sem eiga að fara fram í land- inu á sunnudag. Stjórnvöld í Kænu- garði vonast til að þær geti dregið úr spennu í Austur-Úkraínu og komið á stöðugleika. Þau viðurkenna þó að sums staðar í þeim landshluta verði ekki hægt að halda kosningarnar vegna ógnana sem bæði fulltrúar kjörstjórnar og kjósendur hafa orðið fyrir af hálfu aðskilnaðarsinna. Drápu 14 stjórnar- hermanna Úkraínskur brynvagn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.