Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 24

Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Kjósendur í Bretlandi og Hollandi gengu í gær að kjörborðinu og hófust þar með kosningarnar til Evrópu- þingsins sem haldnar verða í aðild- arríkjum Evrópusambandsins á næstu dögum og lýkur á sunnudag. Búist er við verulegri sveiflu fylgis til flokka sem lýst hafa efasemdum um samstarfið í ESB og sett hafa mál- efni innflytjenda á oddinn í kosning- unum. Kosningarnar ber upp á erfiðum tímum í Evrópu. Atvinnuleysi er víða mikið – 26 milljónir manna eru án at- vinnu – og sér ekki fyrir endann á glímunni við erfið eftirmál evru- kreppunnar. Þar við bætist ófremd- arástandið í Úkraínu sem stendur í túnfæti Evrópusambandsins. Þar hefur ESB ekki getað rönd við reist. 400 milljónir manna hafa rétt til að kjósa til Evrópuþingsins. 28 ríki eru í Evrópusambandinu og verður kosið í 21 þeirra á sunnudag. Írar kjósa í dag, Tékkar í dag og á morgun, og Lettar, Maltverjar og Slóvakar á morgun. 751 sæti er á Evrópuþinginu. Sætafjöldi aðildarríkjanna fer eftir íbúafjölda. Þjóðverjar fá 96 sæti, síð- an koma Frakkar með 74 sæti og Bretar og Ítalir með 73 sæti hvor þjóð. Löndin með fæsta íbúa, Lúx- emborg, Malta, Kýpur og Eistland, fá sex þingsæti hvert. Þingmenn á Evrópuþinginu hafa verið kjörnir í almennri kosningu frá 1979 og eru þetta áttundu kosningarnar frá því að því fyrirkomulagi var komið á. Kjörtímabilið er fimm ár. Áður sátu fulltrúar þjóðþinganna á Evr- ópuþinginu. Minnkandi þátttaka Þátttaka í kosningunum hefur far- ið minnkandi með árunum. 1979 nýttu 63% kjósenda kosningaréttinn, en 30 árum síðar var þátttakan kom- in niður í 43%. Skylda er að kjósa í fjórum löndum, Belgíu, Grikklandi, Kýpur og Lúxemborg. Samkvæmt skoðanakönnun Poll- Watch2014, sem birt var á þriðjudag, hafa íhaldsmenn í Evrópu örlítið for- skot á félagshyggjumenn í kosning- unum. Á Evrópuþinginu skipast þingmenn í fylkingar eftir stjórn- málaskoðunum, ekki uppruna. Sam- kvæmt könnuninni mun Þjóðflokkur Evrópu þar sem íhaldsmenn ráða ferðinni fá 217 sæti, en var með 274 áður, og Sósíalistar og demókratar fá 201 sæti, en voru með 196 áður. Flokkarnir, sem leggja áherslu á efasemdir um ESB og innflytjenda- málin, virðast hins vegar ætla að efl- ast mest og fengju 95 sæti eða 12,6% af heildinni, en voru með 33 þing- menn og 4,3% þingsæta á því þingi, sem nú situr. Þingmenn flokka með þessar áherslur eru nú klofnir og ein- angraðir á Evrópuþinginu þeir fái sama merkimiðann í fjölmiðlum. Nú hyggjast nokkrir þessara flokka snúa bökum saman á Evrópuþinginu. Í nóvember sagði Frelsisflokkur Austurríkis að hillti undir bandalag sex flokka, sem ætluðu að taka hönd- um saman um að koma Evrópu „aft- ur á rétt spor“. Matteo Salvini, leið- togi Norðurbandalagsins á Ítalíu, sagði nýlega að viðræður væru langt komnar um að mynda slíkan hóp með sambærilegum flokkum í Austurríki, Danmörku, Hollandi og Frakklandi. 2007 var myndað slíkt bandalag á Evrópuþinginu, en það reyndist skammlíft. Sérfræðingar telja að erf- itt verði að halda slíku bandalagi saman á Evrópuþinginu. Einnig er búist við að róttækir vinstriflokkar bæti við sig sætum og fái 53 sæti á nýja þinginu, en þeir eru nú með 35 sæti. „Innflytjendaflóðgáttin“ Innflytjendamál voru James Do- naghy, kjósanda í Sevenoaks í suð- austurhluta Englands, efst í huga þegar AFP ræddi við hann á kjör- stað. „Það þarf að loka innflytj- endaflóðgáttinni,“ sagði hann. „Hvernig er hægt að koma með fleira fólk hingað þegar ekki er næg vinna fyrir þitt eigið fólk?“ Donaghy er 66 ára og kaus breska sjálfstæðisflokk- inn, UKIP. Talið er að efasemdaflokkarnir um Evrópusamstarfið kunni að verða með stærstu flokkum í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi þegar talið verður upp úr kjörkössunum. UKIP var með meira fylgi en Verkamannaflokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum, sem birtust í blöðunum The Times og Daily Mail, í gærmorgun, en nokkuð minna en Íhaldsflokkurinn. Flokkurinn hefur undir forustu Nigels Farage hrist upp í breskum stjórnmálum þótt hann hafi ekki sæti á breska þinginu. Loforð Davids Camerons, forsætisráðherra Bret- lands, um að halda þjóðaratkvæði um aðild Breta að ESB 2017 hefur verið rakið til uppgangs UKIP. „Pólitískur landskjálfti“? UKIP er iðulega nefnt í sömu andrá og Frelsisflokkur Geerts Wild- ers í Hollandi sem er á móti íslam og Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakk- landi. Hann hefur lýst yfir því að hann vilji ekki mynda fylkingu með flokkum Wilders og Le Pen og segir að Þjóðfylkingin sé á móti gyðingum. Þegar Farage greiddi atkvæði í Kent í gær hafnaði hann ásökunum um að hann væri rasisti og kvaðst vilja valda „pólitískum landskjálfta“ og bætti við: „Ef við fáum það sem við viljum verður ekkert samt á ný.“ Flokki Wilders er spáð 15 til 18% fylgi í kosningunum. Wilders hefur meðal annars lagt til að settur verði höfuðklútaskattur á múslima upp á 1.000 evrur á ári. Hann hefur mynd- Efasemdir um ESB valda sveiflu  28 ríki ESB kjósa til Evrópuþings Ebóluvírusinn gæti leyst offjölg- un mannkynsins og „innflytj- endavandamál“ Evrópu. Þetta sagði Jean-Marie Le Pen, stofnandi Þjóðfylking- arinnar, í sam- kvæmi fyrir kosn- ingafund í Marseille á þriðjudag. „Herra ebóla gæti leyst úr þessu á þremur mánuðum,“ sagði Le Pen fyrir framan fjölmiðlamenn en hann er í framboði til Evrópuþingsins. Ummælin þykja gera lítið til að fjarlægja flokkinn frá ímynd útlend- ingahaturs. Le Pen hefur í gegnum tíðina ítrekað verið sakaður og jafn- vel sakfelldur fyrir að níða útlend- inga og gyðinga. Hann var meðal annars sektaður fyrir ummæli sem hann lét hafa eftir sér um múslíma sem talin voru jafngilda hvatningu til kynþáttahaturs. Vírus leysi „vandann“ Jean-Marie Le Pen Manolis Glezos er þekktasta hetj- an úr grísku andspyrnuhreyfing- unni í seinni heimsstyrjöld. Hans er helst minnst fyrir að hafa klif- ið ásamt vini sínum, Apostolosi Santas, á Akropólis-hæð og tekið niður fána nasista, sem blakti með hakakrossi yfir Aþenu. Nasistar hundeltu hann og hann var dæmdur nokkrum sinn- um til dauða í borgarastyrjöldinni í Grikklandi. Samtals sat hann 12 ár í fangelsi, síðast í tíð herfor- ingjastjórnarinnar sem stjórnaði Grikklandi frá 1967 til 1974. Þegar efnahagskreppan skall á Grikklandi 2010 var Glezas meðal þeirra sem mótmæltu aðahalds- aðgerðum fyrir utan gríska þingið og varð fyrir táragasi lögreglu. Glezas er helsti fram- bjóðandi vinstriflokksins Syriza til Evr- ópuþingsins og nái hann kjöri verður hann elsti þingmaður þess, 91 árs. Glezos vill þjóðnýta banka, skattleggja auðmenn og nýta náttúrulegar og endurnýjanlegar auðlindir Grikklands til að gera efnahagslíf landsins sjálfbært. Hann segir að ástríða sín hafi alltaf verið að þjóna grísku þjóð- inni og hann starfi í anda bróður síns, sem nasistar tóku af lífi 1944. Í þágu grískrar þjóðar ANDSPYRNUHETJA Á EVRÓPUÞING Manolis Glezos Náðu þér í aukin ökuréttindi Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi Öll kennslugöng innifalin www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga Næsta námskeið hefst 4. júní ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku Meirapróf Þekking og reynsla í fyrrirúmi Með vind í seglum Grínistinn Beppe Grillo situr í myndveri ítalska ríkissjónvarpsins, RAI. Í bakgrunni gnæfa yfir honum myndir af Angelu Merkel og honum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.