Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 ✝ Hörður Helga-son fæddist 11. september 1945 á Gerði, Eskifirði. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Neskaupstað 18. maí 2014. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Pálsson, f. 26. júní 1897, d. 12. desem- ber 1980, og Krist- jana Mekkin Guðnadóttir, f. 7. febrúar 1913, d. 23. janúar 1993. Systkini Harðar eru Haukur Helgi,f. 25. september 1933, d. 26. febrúar 1992, Rafn, f. 19. nóvember 1935, Erna Sigríður, Dagsdóttir og eiga þau tvíbura- syni sem heita Hörður Þór og Dagur Ingi. Fyrir átti Jóhann soninn Arnar. 2) Helga Kristjana Harð- ardóttir, f. 19. desember 1974. Hún á fjögur börn sem heita Na- talía Kristín, Sædís Helga, Sig- urður Baldvin og Thor Erik. 3) Magni Þór Harðarson, f. 22. desember 1978, maki Þórdís Gunnarsdóttir. Þau eiga tvö börn sem heita Sara Rut og Óli- ver Hörður. Hörður stundaði sjómennsku megnið af sínum starfsferli ásamt því að vinna önnur störf tengd sjávarútvegi. Lengst af vann hann hjá Friðþjófi hf. og á bát þeirra Sæljóninu SU104. Útför Harðar fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 23. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 14. f. 23. febrúar 1938, Guðni, f. 27. mars 1940, Páll, f. 17. september 1941, og Kristbjörg María, f. 25. mars 1949. Hörður giftist árið 1. desember 1973 Kristínu Guð- dísi Jóhannsdóttur, f. 29. september 1949. Hún er dóttir Jóhanns Halldórs Guðjónssonar og Þorbjargar Hávarðsdóttur frá Uppsölum á Eskifirði. Börn Harðar og Kristínar eru 1) Jóhann Halldór, f. 10. sept- ember 1972, maki Unnur Inga Elsku pabbi minn lést 18. maí eftir erfiða sjúkdómsbaráttu og hefur fengið langþráða hvíld. Pabbi var sjóari í húð og hár, hætti snemma skólagöngu og fór til sjós eins og bræður hans. Minningin um pabba síðan ég var pjakkur snýst um að vera sí- fellt að bíða eftir því að hann kæmi af sjónum og gleðina sem maður fann þegar Sæljónið SU104 kom siglandi inn fjörðinn. Pabbi var alltaf nýrakaður, brosandi og ang- andi af rakspíra þegar hann kom í land og þar beið ég býsna oft eftir honum á kæjanum því auðvitað saknaði maður hans mikið þegar hann var ekki í landi. Við gerðum ýmislegt saman, tókum kostinn t.d. fyrir bátinn saman í fjöldamörg ár en pabbi var sjókokkur frá því ég man eftir. Það var líka vinsælt að stinga sér í mat í Sæljónið meðan landað var á síldarvertíðum og hitta pabba, frændur mína og félaga hans. Pabbi var hlédrægur og ró- lyndur maður og hændust öll börn að honum enda sýndi hann bæði sínum börnum, barnabörnum og annarra manna börnum hlýhug, skilning og áhuga. Að mörgu leyti átti hann auðveldara með sam- skipti við börn en fullorðna enda af þeirri kynslóð sem ekki ber sín- ar tilfinningar á torg heldur tekst á við vandamálin í hljóði og setur hag annarra ofar sínum. Við pabbi voru síðan saman til sjós á Sæljóninu og þá kynntist ég honum á annan hátt en þegar ég var barn, hann var mjög spenntur þegar vel aflaðist og hafði mikinn áhuga á öllu tengdu sjómennsku enda ekki skrítið þegar menn hafa verið á sjó síðan þeir voru korn- ungir. Karlinn var stríðinn og hafði mikið gaman af því að atast í mönnum og ég veit vel hvaðan sú þörf að vera sífellt að stríða fólki er komin. Þótt ég hefði gjarnan kosið að pabbi hefði tjáð sig meira í gegn- um tíðina þá er það nú þannig að maður breytir ekki fólki. Pabbi var lítillátur maður og sagan af því þegar hann bjargaði Hákarla- Guðjóni frá drukknun er býsna góð, ég hringdi í pabba og spurði hvort það væri eitthvað að frétta, karlinn sagði fátt í tíðindum og allt í góðu. Daginn eftir sé ég grein í DV þar sem sagt er að Hörður Helgason hafi bjargað manni frá drukknun í smábáta- höfninni á Eskifirði. Ég hringdi í pabba og spurði hvort hann hefði nú ekki getað sagt mér fréttirnar í gær, hann sagði að þetta hefði ekki verið neitt merkilegt, það hefði bara þurft að gera þetta. Þessi viðbrögð lýsa pabba mínum vel. Ég vil þakka starfsfólki FSN og heilsugæslunnar á Eskifirði þá umhyggju, hlýju og aðstoð sem þau veittu pabba mínum. Orð fá vart fullþakkað því góða fólki nægjanlega vel þeirra störf. Ég þakka þér, pabbi minn, fyr- ir það sem þú hefur gert fyrir mig og mína, allt sem þú lagðir á þig í gegnum tíðina til að sjá okkur fjöl- skyldunni farborða og koma okk- ur til manns, ég veit að þú ert kominn í gott sjópláss þarna í efra og laus við þjáningarnar. Ég ætla að kveðja þig með orð- um sem sá góði drengur Sjafnar Gunnarsson sagði við mig fyrir mörgum árum: „Jói, pabbi þinn er mjög, mjög góður maður.“ Þannig var pabbi minn, öðlingur inn að hjartarótum. Guð blessi þig. Þinn sonur, Jóhann Halldór. Elsku pabbi er dáinn og ég á aldrei aftur eftir að tala við hann. Þetta var nokkurn veginn það fyrsta sem flaug í gegnum höfuðið á mér þegar mamma hringdi í mig laugardagsnóttina 18. maí til þess að segja mér fréttirnar. Ég labb- aði af stað yfir til hennar og hugs- aði á leiðinni að það væri ekkert annað en bölvuð eigingirni í mér að ætla að verða leiður yfir því að hann fengi loksins hvíld. Pabbi hafði verið sjúklingur í nálægt 15 ár og eflaust lengur en það því ekki hugnuðust honum lækna- heimsóknir mikið. Undir það síð- asta var það þrátt fyrir allt ekki lungnaþemban eða hjartveikin sem lagði hann heldur krabba- mein í vélinda. Mínar fyrstu minn- ingar um pabba eru allar í hálf- gerðum ævintýraljóma því hann var sjóari og heilmikið fjör þegar hann kom í land. Margir af hans kynslóð og ætt stunduðu með hon- um sjóinn og ég held hann hafi alltaf litið á sig sem sjóara. Eftir að veikindin komu upp þá þurfti hann að hætta að vinna og það var honum mikið áfall. Það var samt þá sem ég fór að kynnast honum betur og sérstaklega seinustu ár þegar hann var orðinn of slappur til þess að stússast sjálfur og not- aði mig til þess að dytta að ýmsum hlutum heimavið. Skemmtileg- asta minningin er þegar við sett- um niður handrið meðfram göngustígnum upp að húsinu. Þetta var kannski ekki fallegasta handrið í heimi en það var ótrú- lega gaman samt að koma því upp og sjá hversu ánægður hann var með verkið okkar. Pabbi var nýj- ungagjarn og hafði gaman af alls- konar tæknitengdu dóti. Seinustu árin notaði hann internetið mikið og stundum hringdi maður í hann til að segja honum að þessi eða hinn báturinn væri á landleið, hann þóttist nú vita það því hann væri búinn að fylgja honum eftir á netinu gegnum marine traffic-síð- una. Í honum blundaði líka lista- maður og hann varði ófáum tím- unum í handverk og föndur uppá Melbæ eða heimafyrir og úr þeim félagsskap komu mörg fallega út- skorin húsanöfn sem skreyta hí- býli fólks. Fótboltaáhugi blossaði líka upp í honum eftir að hann hætti að vinna og það var ansi oft sem hann stríddi mér á því hvern- ig mínu liði gekk og ég stríddi honum til baka með slakan árang- ur hans liðs, það hallaði töluvert á hann reyndar því hann var harður Arsenal-maður en ég styð Man- chester United. Kannski var það við hæfi að hann kveddi á sama degi og liðið hans landaði sínum fyrsta bikar í átta ár, vitandi hverslags hörmungartímabil mitt lið hafði átt og að loksins væri hann ofan á í stríðninni. Það var mikið ánægjuefni fyrir okkur Þór- dísi að börnin okkar fengu að kynnast afa sínum vel. Hann var gjafmildur og gaf sér mikinn tíma til að spjalla við þau og það verður þeim ómetanlegt veganesti inní framtíðina. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þess að spjalla við þig og fá hjá þér ráð við öllum mögu- legum hlutum en ég veit að þú fylgist áfram með okkur og leið- beinir. Við söknum þín og hlökk- um til að hitta þig aftur. Þinn, Magni Þór. Það er stutt í sjómannadag og Hörður frændi minn er dáinn án þess að hafa fengið heiðursmerki sjómannadagsins eins og tveir eldri bræður hans, enda allt of ungur til að njóta þess heiðurs. Hann er farinn eftir langvinna og erfiða baráttu við veikindi sín. Hörður byrjaði ungur til sjós, fyrst á Jónasi Jónassyni með Jóa Steins, síðan á Eini og Sveini Sveinbjörnsyni með Alla Valda, Hólmanesi með Kidda kalla og Ingva Rafni, en allir þessir skip- stjórar eru nú látnir. Lengst af var hann á Sæljóninu og Friðþjófi með Árna Halldórs. Síðustu túra sína fór Hörður sem kokkur í af- leysingum á Hólmaborginni og lauk síðan starfsævi sinni á neta- verkstæði Egersund þar sem hann þurfti að hætta vegna heilsu- brests. Allir bræður mömmu hafa verið sjómenn og hafði ég alltaf mikinn áhuga á þeim bátum sem þeir voru á og fór mikið um borð þegar þeir voru að landa. Mesta spennan var alltaf þegar þeir komu úr siglingum eða úr Norð- ursjónum, vegna þess að þá vissi ég að það kæmi eitthvað spenn- andi með og það klikkaði aldrei hjá Herði frænda mínum. Stund- um kom hann með eitthvað sem við gátum leikið okkur með sam- an. Eitt sinn kom hann með örva- boga og loftbyssu en afi var ekki jafnánægður þegar við vorum búnir að skjóta einn vegginn í her- berginu hans Harðar í tætlur. Við vorum leikfélagar, ég og frændi, við brölluðum ýmislegt saman s.s límdum saman módel og smíðuð- um járnbáta og bíla sem ég dró á eftir mér. Mér fannst Hörður vera töffari, hann hlustaði á Elvis Pres- ley og Tom Jones, hann notaði líka brilljantín sem mér fannst töff. Hann var tæknitröll þessara tíma, átti flottan plötuspilara, seg- ulband, kvikmyndatökuvél og sýningarvél. Hörður var einstak- lega góður við mig og eitt minn- isstæðasta dæmið um það er þeg- ar hann sendi mig út í Laufás að kaupa handa okkur Spur og buff. Voru þá nýkomin DBS-hjól í búð- ina til Árna og sagði ég Herði frá þessum hjólum sem voru þau flottustu og dýrustu á markaðn- um í þá daga. Spurði hann mig hvort mig langaði í svona hjól og auðvitað jánkaði ég því, rétti hann mér nokkra þúsundkalla og sagði mér að fara að kaupa mér hjól áð- ur en þau seldust öll upp sem ég gerði og fengu færri en vildu, rautt DBS sem ég átti lengi. Svo kom Stína, þessi hægláta stelpa, að heimsækja Hörð og það var alltaf sama svarið sem hún fékk þegar ég kom til dyra í Gerði, hann er uppi, en þar eyddi hann sínum tíma þegar hann var í landi, að hlusta á tónlist eða föndra eitt- hvað. Ég varð svo skipstjóri á Sæ- ljóninu þar sem Hörður var kokk- ur, vorum við saman þar í sex ár og fór alltaf vel á með okkur. Við vorum mikið að sigla til Englands og Færeyja og oft fórum við þá saman að kaupa eitthvað handa krökkunum og fyrir heimilið. Fannst gott þegar Hörður og Kristín voru búin að kaupa æsku- heimili hennar og voru að byggja að geta hjálpað Herði í steypu- vinnu þegar á þurfti að halda sem ég gerði í einhver skipti, það átti hann svo sannarlega inni hjá mér. Blessuð sé minning Harðar. Elsku Kristín, börn, tengdabörn og barnabörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Grétar Rögnvarsson. Hörður Helgason ✝ Ásvaldur El-ísson (Ási) fæddist í Guðna- húsi á Eskifirði 2. nóvember 1954. Hann lést á heimili sínu í Keflavík 14. maí 2014. Foreldrar hans voru Elís Hall- freður Guðnason, f. 13. júní 1929, d. 10. apríl 2007 og Erna Nielsen, f. 29. desember 1934. Systkini Ásvaldar eru a) Guðni, f. 25. maí 1956, kona hans er Arna Geirsdóttir, f. 25. október 1960, b) Hallfreður, f. 19. des- ember 1959, kona hans er Gunn- hildur Garðarsdóttir, f. 13. ágúst 1959, c) Friðborg María, f. 17. mars 1966 maki hennar Josh Etterlit og d) Vilberg Fannar, f. 10. desember 1967, kona hans er Dagrún Björk Haraldsdóttir, f. 11. mars 1967. Eftirlifandi maki Ásvaldar er Anna Ragna Benja- mínsdóttir, f. 6. febrúar 1958. Sonur Ásvaldar af fyrra sambandi er Sigurður Logi, f. 28. febrúar 1976, kona hans er Vikt- oria Kronborg, f. 22. mars 1977, börn þeirra eru Yrsa Kronborg Sigurð- ardóttir, f. 3. sept- ember 2002 og Nils Gísli Kronborg Sig- urðsson, f. 16. ágúst 2004, þau eru búsett í Svíþjóð. Börn Ásvaldar og Önnu eru a) Erna, f. 19. október 1979, maki hennar er Gestur Sigurjónsson, f. 13. október 1979, börn Ernu eru Anika Ýr Magnúsdóttir, f. 26. mars 1998, Krista Sól Niel- sen, f. 11. desember 2002 og Ey- dís Anna Kristjánsdóttir, f. 9. desember 2005, þau eru búsett á Sauðárkróki og b) Elís Guð- mundur, f. 25. desember 1985 Útför Ásvaldar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 23. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Far vel, kæri Ási minn. Góða ferð inn í sumarlandið. Drottinn veiti dánum ró, hinum líkn sem lifa. Ágústa Samúelsdóttir. Ásvaldur Elísson ✝ Pálmi Eyþórs-son fæddist 26. nóvember 1945. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 13. apríl 2014. Eiginkona Pálma er Elín Þor- valdsdóttir, f. 11. október 1941. Son- ur þeirra er Guð- laugur Pálmason, kona hans er Annalyn Pasto- lero og á hann tvo syni og fjóra fóstursyni. Synir Elínar, fóstursynir Pálma, eru Ómar Þorleifs- son, giftur Dag- björtu Ein- arsdóttur og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn og Sigvaldi Hólm- geirsson, giftur Thi Houng Bui og eiga þau eina dótt- ur. Útför Pálma fer fram frá Garðakirkju í dag, 23. maí 2014, og hefst athöfnin kl.13. Minning um góðan mann. Faðir minn ólst upp á Brenni- stöðum í Borgarnesi og var allt- af hlýtt til bernskuslóða. Hann flutti þangað barnungur með móður sinni, Aðalbjörgu Sig- finnsdóttur, og leit alltaf á systkinin sem bjuggu á bænum sem fóstru og fóstra, þau Guð- laugu Jónsdóttur og Stefán Jónsson. Skömmu eftir að Pálmi flutti til Reykjavíkur kynntist hann móður minni, Elínu Þorvalds- dóttur, mömmu leist ekkert allt- of vel á kappann til að byrja með en síðan felldu þau hugi saman og voru í hjúskap alla tíð til dánardags pabba, eða í 42 ár. Móðir mín átti tvo drengi fyr- ir þegar þau giftust, bræður mína Ómar Þorleifsson og Sig- valda Hólmgeirsson, og gekk hann þeim í föður stað. Minningarnar um pabba eru ómetanlegar og við deildum mörgum áhugamálum saman alla tíð, ég sakna þín, pabbi minn. Afabörnin eru mörg og ég er svo lánsamur að eiga nokkur þeirra, tvo syni úr fyrra hjóna- bandi, Aðalborgar Teofil Guð- laugsson og Sigfinn Jerzy Guð- laugsson og 4 fóstursyni í núverandi, John Acether Pasto- lero, Jorian Pastolero, Laniel Pastolero og Lemuel Pastolero. Öll afabörnin (og þetta veit ég fyrir víst) elskuðu afa mjög mik- ið og líður eins og þau hafi átt besta afa í heimi. Þar sem pabbi var ekki hrif- inn af langlokum ætla ég að reyna að hafa þetta stutt og rekja það helsta um hann. Hann var frábær leikari, góður höf- undur, sjálflærður hljóðfæra- leikari, handlaginn, smekkmað- ur, söngvari, mikill húmoristi, dýravinur, barngóður, sannur vinur, hestamaður, mikill ferða- maður, ljóðaáhugamaður, eftir- herma, fótboltaáhugamaður og gæskan uppmáluð svo eitthvað sé nefnt. Það vantar svo sannarlega mikið í heiminn eftir að pabbi kvaddi, sem betur fer er mikið af góðum minningum sem varð- veitast um lífstíð. Takk fyrir allt, pabbi minn. Þinn sonur, Guðlaugur Stefán Pálmason. Pálmi Eyþórsson ✝ Sæþór Þor-láksson fædd- ist í Vík í Grinda- vík 10. september 1942. Hann and- aðist í Víðihlíð í Grindavík 17. maí 2014. Sæþór var son- ur hjónanna Þor- láks Gíslasonar og Valgerðar Jóns- dóttur. Systkini Sæþórs eru, Margrét, f. 1940, látin, Magnús, f. 1944, látinn, Guðjón, f. 1945, Halldór, f. 1947, Kristólína, f. 1948, Sig- urður, f. 1949, Gísli, f. 1951, og Gunnar, f. 1959. Sæþór kvæntist Fjólu Díu Ein- arsdóttur árið 1988. Fjóla Día fæddist 23. júlí 1931 og lést 20. júlí 2010. Börn Fjólu Díu eru: Svanur, f. 1950. Hafstein, f. 1956, og Guðbjörg, f. 1959. Sæþór var alinn upp í Grindavík og bjó þar alla tíð. Hann vann lengst hjá Fiskimjöli og lýsi í Grindavík. Sæþór var einn af stofnendum Hesta- mannafélagsins Mána á Suð- urnesjum, sat lengi í stjórn og var gerður að heiðursfélaga. Sæþór verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju í dag, 23. maí 2014, kl. 14. Fallinn er frá Sæþór Þorláks- son eða Sæþór í Vík. Við sem lengi erum búin að vera í hestamennskunni hér á Suðurnesjum munum vel eftir Sæþóri. Varla var sá hestaviðburður hér á Suðurnesjum sem Sæþór var ekki þátttakandi í og alltaf var leitað til Sæþórs ef upplýs- ingar vantaði um hross. Fyrir byrjendur í hestamennsku var Sæþór alfræðibókin og ef þurfti að járna var talað við Sæþór og brást hann yfirleitt skjótt við. Þegar fyrsta hesthúsið í hest- húsahverfinu hér í Grindavík var reist, þar sem nokkrir áhugamenn um hestamennsku sameinuðust um að byggja hest- hús og margir að byrja sína hestamennsku var Sæþór ráð- gjafinn og vissi nákvæmlega hvernig hlutirnir ættu að vera. Sama var þegar beitarhólf voru girt. Ef orðið hestar var nefnt kom Sæþór upp í hugann. Sæþór var stofnfélagi í hestamannafélaginu Mána á Suðurnesjum og sat þar um tíma í stjórn sem fulltrúi Grindvíkinga og var ötull tengi- liður okkar við félagið því hann þekkti alla hestamenn á Suð- urnesjum. Sæþór átti góðan tíma með Díu sinni, saknaði hennar sárt og var ekki sami maður eftir að hún lést. Sæþór átti alltaf sérstakan sess í huga okkar hjóna og átt- um við margar góðar stundir með honum hvort sem var í hestaferðum eða félagsstarfinu. Eftirminnileg er hestaferð 1982 á Vindheimamela á landsmót, riðið saman norður Kjöl ásamt fleiri Mánamönnum með 100 hesta í lest. Þá var oft kátt á hjalla. Sæþór kíkti oft í kaffi til okkar á seinni árum eftir að hann hafði ekki heilsu til að stunda útreiðar og var sá eini sem hafði „undanþágu“ á okkar heimili til að reykja sínar sígar- ettur án þess að fara út á hlað. Sæþór var góður og greiðvikinn maður og er hans saknað sem góðs félaga og úr hestamennsk- unni. Páll J. Pálsson og Guðmunda, Stafholti. Sæþór Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.