Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014 E urovison hefur á sér margar hliðar og fyrirtækið Henson kom við sögu í fram- lagi Íslendinga þetta árið en litríkur fatnaður Polla- pönkara í Eurovision kom frá fyrirtækinu og vakti mikla at- hygli. „Samstarf Henson og Polla- pönkara er ekki alveg nýtt af nálinni,“ segir Halldór Einarsson, eigandi Henson, en hann hefur í 45 ár framleitt íþróttafatnað. „Þegar Pollapönkarar komu fyrst fram opinberlega völdu þeir að koma fram í fatnaði frá Henson. Það var litagleðin sem vakti áhuga þeirra og eins það að þessi fatnaður er mjög gjarnan notaður í leikskólum. Börnunum líður vel í þessum fatnaði og efn- in eru sterk og endingargóð. Ég hugsa að Pollapönkarar hafi líka gert sér grein fyrir því að áheyr- endur í Eurovision muna betur eftir keppendum sem eru í frá- brugðnum fatnaði. Ég held að það hafi bara hjálpað þeim ef eitthvað er.“ Áberandi forsjárhyggja Þú hefur rekið Henson í áratugi. Hvernig er fyrirtækjaumhverfið á Íslandi í dag? „Það er að mörgu leyti mjög gott að reka fyrirtæki á Íslandi í dag því hlutir eins og bankaþjón- usta og flutningsþjónusta eru til fyrirmyndar og nálægðin við alla helstu þjónustu. Ég persónulega vildi samt búa við meiri stöðug- leika. Það hefði örugglega mikil og jákvæð áhrif ef við Íslend- ingar værum að nota sterkan gjaldmiðil til dæmis evru. Upp- taka sterks gjaldmiðils myndi væntanlega einnig stuðla að því að fleiri erlend fyrirtæki fengju áhuga á að reka starfsemi hér. Það er ljóst að hér er gengið mjög vasklega fram í því að verja ákveðna hagsmuni en ég held að ég fari ekki dýpra í það að sinni. Þetta fyrirtæki hefur enga toll- vernd gagnvart Evrópu og gagn- vart Kína fellur tollverndin vænt- anlega út fljótlega. Fatnaður sem kemur frá til dæmis Bangladess, Filippseyjum og Indlandi ber 15 prósenta toll og það er sú vernd sem þetta fyrirtæki hefur. Ég hef alltaf verið andstæðingur tolla- múra og vendarveggja fyrir ákveðna einstaklinga. Ég man eftir umræðum í gamla daga í Félagi íslenskra iðnrekenda þar sem margir sáu fyrir sér að ís- lenskur iðnaður legðist í rúst ef við gerðumst meðlimir í EFTA og voru sannfærðir um að til dæmis íslenskur sælgætisiðnaður færi fjandans til ef mackintosh- dollur fengjust hér í búðum. Þær voru smyglgóss á þessum tíma og fólk var að pukrast með þær í handfarangri. Umræðan um bjórinn var á sömu nótum, og fullyrt var af mörgum að ef sala yrði leyfð á honum myndi fólk detta í það í hádeginu og ekki mæta meira í vinnu þann daginn. Forsjárhyggjan er mjög áberandi í íslensku þjóðfélagi og að mínu mati er hún ekki góð.“ Boðið að láta mann hverfa Fyrirtæki þitt er nú í blóma en það var ekki alltaf þannig. „Fyrirtækið er 45 ára, stofnað 1969, og ferillinn hefur verið kaflaskiptur. Það blundaði í mér sá draumur strax sem strákur að fara út í einhvers konar fram- leiðslu. Ég hef teiknað mikið í gegnum tíðina og ég sé hlutina fyrir mér í formi og útliti. Ég lék lengi knattspyrnu með Val og íþróttaáhuginn varð til þess að ég fékk hugmynd um að stofna fyr- irtæki sem sæi um framleiðslu á íþróttafatnaði. Uppgangurinn var mikill á sínum tíma og við fram- leiddum meðal annars búninga fyrir Aston Villa og mörg ensk knattspyrnulið. Á sínum tíma fékk ég afar freistandi tilboð um stofnun verksmiðju í Cumber- nauld í Skotlandi þar sem mikil fríðindi voru í boði meðal annars myndarlegt peningaframlag. Ég ákvað aftur á móti að reisa fyrst þriðju verksmiðjuna hér heima og síðan kæmi sú skoska. Það urðu dýr mistök og í kjölfarið fylgdu nokkur erfið ár en þá stóð fjöl- skyldan þétt saman. Ég bjó að mikilli reynslu og eftir þessa brotlendingu fékk ég alls kyns tilboð um að fara í svipaða framleiðslu í öðrum lönd- um. Ég vildi hafa sem mest svig- rúm en í því felst að vera sam- keppnisfær og vera með eins lágan tilkostnað og hægt er og geta þess vegna staðið sig vel á mörkuðum. Ég valdi að fara til Úkraínu og stofnaði þar fataverk- smiðju sem ég veit ekki betur en að sé fyrsta íslenska fyrirtækið sem stofnað var í þáverandi Sov- étríkjunum. Ég setti upp þessa verksmiðju í Yuzhny rétt norðan við Odessa í félagi við mjög stóra áburðarverksmiðju sem var sterk- asta fyrirtæki í þessum lands- hluta. Höfuðvandinn í rekstrinum var að í stað þess að halda rúbl- unni tóku Úkraínumenn upp eigin gjaldmiðil og verðbólgan í landinu varð á skömmum tíma 1.000 pró- sent. Ég hafði reynslu af 120 prósenta verðbólgu á Íslandi en þarna var ástandið óviðráðanlegt. Menn voru á götuhornum, gjarn- an vopnaðir, að eiga viðskipti í dollurum. Þetta er 45 milljóna manna þjóðfélag og ástandið var stjórnlítið. Framleiðsla í landinu var mjög fábreytt og ófullkomin og nánast ekkert hægt að kaupa innanlands til okkar verksmiðju. Það var ekki einu sinni hægt að kaupa nothæfan tvinna og ég varð að múta manni til að geta keypt svamp sem við notuðum í púða fyrir markmannsbúninga. Um leið og ég var mættur á svæðið var mér boðin byssa en ég hafði ekki áhuga á að ganga um vopnaður. Sjálfum fannst mér ég aldrei vera í hættu en menn sem ég átti samskipti við hurfu nokkrir. Einu sinni var mér boðið að láta mann hverfa. Ég var að koma af fótboltaleik og þá kom til mín Georgíumaður sem hafði það áberandi einkenni að í hon- um var engin hvít tönn, bara gulltennur. Hann spurði mig hvort einhver væri að valda mér það miklum óþægindum að rétt væri að láta viðkomandi hverfa og tiltók sérstaklega ákveðinn mann, Libman, sem nú býr í Ísr- ael. Þessi Georgíumaður sagðist vera tilbúinn að sjá til þess að Lít á mig sem hepp- inn mann HALLDÓR EINARSSON Í HENSON HEFUR REKIÐ FYRIRTÆKI SITT Í ÁRATUGI OG ÁTT KAFLASKIPTAN FERIL Í VIÐSKIPTUM. Í VIÐTALI SEGIR HANN MEÐAL ANNARS FRÁ TÍMA SÍNUM Í ÚKRAÍNU ÞAR SEM HANN VARÐ VITNI AÐ HNIGNUN MANNESKJ- UNNAR OG VAR BOÐIÐ AÐ LÁTA MANN HVERFA. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Ég hafnaði boðinu, hefði égsagt já hefði Libman horfið þvíþannig var þessi heimur. Þetta var á laugardegi og á mánudegi hitti ég Libman og ég hlýt að hafa horft á hann með einkennilegu augnaráði. Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.