Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 17
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Nú þegar hlýna tekur í veðri er gaman fyrir fjölskylduna að gera sér glaðan dag um helgar, smyrja sér nesti og fara í fjöruferð og skoða líf- ríkið þar. Tilvalinn staður er við Fossá í Hvalfirði en einnig er gaman að skella sér í fjöruna við Gróttu á Seltjarnarnesi eða Ægisíðuna. Skellum okkur í fjöruferð!Ég gat ekki gert við bremsurnar, svo ég hækkaði bara hljóðið í flaut- unni í staðinn Mater úr bíómyndinni Cars. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðla- kona, á stóra og glæsilega fjöl- skyldu og búa þau saman í Barcelona. Hún var kynnir í þátt- unum um Biggest Loser sem sýndir voru á Skjá Einum fyrir stuttu en nú taka við ný verkefni og skemmtilegt sumar í vændum hjá fjölskyldunni. Þátturinn sem allir geta horft á? Auðvitað er The Biggest Loser Ísland þátturinn sem allir horfa á hér á bæ en við erum líka öll miklir aðdá- endur The Modern Fa- mily og eldri deildin á bænum er gjörsamlega sokkin í The Game Of Thrones. Eurovision er auðvitað líka alltaf fyrir alla sem og Áramóta- skaupið. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öll- um? Safaríkt naut og bearnaise rennur ofan í alla á bænum og það gerir líka lambakjöt, heimalagað lasagne og ýmsir pasta- og kjúklingaréttir. Sama má segja um grillaða hamborgara og alls konar súpur. Af fiskmeti myndi það vera hum- ar á sparidögum og steiktur fiskur í raspi hversdags. Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst skemmtilegt að ferðast saman. Það er svolítið eins og að ferðast með íþróttalið af því að við erum svo mörg en það er líka þeim mun skemmtilegra. Við höfum líka gaman að því að spila tennis saman með vinafjölskyldum um helgar en skemmti- legast er sennilega þegar við förum öll saman á skíði. Borðið þið morgunmat saman? Við borðum alltaf morgunmat saman þótt allir láti ekki endilega ofan í sig það sama. Það er líf í eldhúsinu á morgnana þegar 7 manns koma þar saman, borða og útbúa nesti, hver eft- ir sínu höfði. Stundum er mikil eldamennska í gangi á þessum tíma dags, grautargerð, pastasuða, pönnuköku- og pizzubakstur, samlokuframleiðsla, ávaxtablöndun og svo endalaust framvegis. Sumir drekka kaffi, aðrir te og allir vatn. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við erum frek- ar róleg og afslöppuð þegar við erum heima og lítum á frístundir sem frí- stundir, þ.e. fríar stundir, lausar við dagskrá. En okkur finnst öllum gam- an að bralla eitthvað í eldhúsinu, einstaka sinnum spilum við, horfum á kvikmyndir og svo nýtur borðtennis vaxandi vinsælda. Þegar sólin skín er stuðið í garðinum og það skemmir aldrei þegar vinir detta inn. Hvað er á dagskrá í sumar hjá fjölskyldunni? Við búum í Barcelona um þessar mundir en dveljum á Íslandi yfir sumarið. Ekkert sumar er betra en það íslenska. Sumir fjölskyldumeðlimir fá sumarvinnu en við ætlum líka að reyna að ferðast svolítið um Ísland, ganga, veiða, hitta vini og hafa frístundirnar sem flestar. Alltaf fjör hjá sjö manna fjölskyldunni á Spáni Inga Lind Karlsdóttir Erfið veikindi eru sjaldan einkamál fólks því þóað sjúkdómar taki mestan toll af sjúklingnumsjálfum leggjast þeir óbeint á aðstandendur. Álag verður yfirleitt meira á þá sem næstir standa sjúklingnum, allir eiga erfitt er að horfa upp á veikindin ættingja og vina og jafnvel ganga þau á fjárhag fólks. Erfiðast af öllu hlýtur þó að þurfa að útskýra fyrir börnum að foreldrar þeirra eða nánir ættingja séu að berjast við erfið veikindi. Við ger- um svo ótrúlega margt til að skýla börnunum fyrir hversdags- legum áhyggjum okkar og gerum allt til að veita þeim öruggt og uppbyggjandi um- hverfi til að alast upp í. Hvernig er hægt að útskýra erfið veikindi eins og krabba- mein fyrir börnum og ala þau upp og lifa sem eðlilegustu fjölskyldulífi þegar annað for- eldrið eða hugsanlega bæði kljást við erfiðan sjúkdóm? Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra, lét þýða bók Wendy S. Harpham, læknis og þriggja barna móð- ur, sem glímdi við krabbamein um nokkurra ára skeið. Bókin nefnist Þegar foreldri fær krabbamein en þar er fjallað á bæði hreinskilinn og nærfærinn hátt um það gífurlega krefjandi verkefni að ala upp börn og lifa gefandi fjölskyldulífi þegar foreldri glímir við krabbamein. Bókinni er ætlað að auð- velda foreldrum og aðstandendum að ræða við börn um erfið veikindi og takast á við það sem þeim fylgir. Í raun er um tvær bækur að ræða því barnabókin Begga og áhyggjubollinn fylgir aðalbókinni en hún er fallega myndskreytt saga um sjö ára stúlku sem á móður með krabbamein. Sagan er sögð út frá sjónarhorni barnsins og er ætluð til lestrar með að- albókinni eða fyrir börn sem hafa bæði aldur og þroska til þess. Bækurnar eiga að auðvelda for- eldrum og aðstandendum að ræða við börn um erfið veikindi og tak- ast á við það sem þeim fylgir. Veikindi foreldra geta haft mikil áhrif á börn og því mikilvægt að vita hvernig á að ræða við börn um veikindin. Morgunblaðið/Eggert Þegar foreldri veikist LÆKNIRINN WENDY S. HARPHAM ÞURFTI AÐ GLÍMA VIÐ KRABBAMEIN UM NOKKURRA ÁRA SKEIÐ OG SKRIFAÐI Í KJÖLFARIÐ BÓKINA, ÞEGAR FORELDRI FÆR KRABBAMEIN, ENDA SJÁLF ÞRIGGJA BARNA MÓÐIR. BÓKIN Á AÐ HJÁLPA FÓLKI VIÐ ÞAÐ KREFJANDI VERKEFNI AÐ ALA UPP BÖRN OG EIGA SEM EÐLILEGAST FJÖLSKYLDULÍF ÞRÁTT FYRIR VEIKINDI. Bækurnar tvær eftir lækninn Wendy S. Harpham seldar sem ein bók. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Reyktur lax, egg, graflaxsósa og salatblanda. 995,- NÚ595,- Tilboð ímaí - Laxabeygla NÚ595,- LAGERSALA 40-80% afsláttur sýningareintök, lítið gölluð húsgögn og smávara Aðeins þessa helgi 24. og 25. maí 140x200/60x63 cmBómull. 6.995,- NÚ5.246,- Nature rúmföt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.