Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Qupperneq 18
Ferðalög og flakk Manngerð strönd í flugskýli AFP *Tropical Islands Resort er rúma 60 kílómetrafrá miðbæ Berlínar. Er búið að breyta risa-stóru flugskýli í suðræna eyju sem rúmar umsex þúsund manns á góðum degi. Þar erufjölmargar sundlaugar, barir og skemmtigarð-ar. Aðgangseyrir er 36 evrur fyrir fullorðnaen fyrir börn 6-14 ára kostar 28,50 evrur. Börn yngri en fimm ára fá frítt. Nú er ég stödd í Los Angeles, borg englanna eins og hún er stund- um kölluð, en að mínu mati mætti frekar kalla hana borg helvítis því hér er allt eins ruglað og ruglað getur orðið. Hér labba ég út úr húsi og sé furðufólk sem og glæpamenn alla daga. Mjög hressandi. Ég er að vinna sem leikkona hérna og er núna að vinna í veru- leikaþætti sem og öðrum verkefnum. Ég bý í North Hollywood sem er hálfgerð miðja hér. Ég er rúmlega tvær mínútur að labba niður á Walk of fame-stéttina og Sunset strip. Ég er nýbúin að fjárfesta í minni fyrstu íbúð – aldrei hefði mér dottið í hug að fyrsta íbúðin mín yrði hérna í Hollywood en svona geta hlutirnir endað. Ornella Kristín Útsýnið frá nýrri íbúð Ornellu er magnað. Glittir í Hollywood-skiltið. Ornella Kristín, leikkona. Allt eins ruglað og ruglað getur orðið Hin fræga Walk of fame-gangstétt. PÓSTKORT F RÁ HOLLYW OOD Í meira en 100 ár hafa Berlínarbúar sólað og baðað sig við Wannsee-ströndina. Ströndin er 1275 metra löng og 80 metra breið og því nægt pláss fyrir alla. Á heitum sum- ardögum er hún troðinn af heimamönnum og gestum Berlínar. Á ströndinni er allt til alls, strandblaksvellir, körfubolta- vellir, bátaleiga og leiktæki fyrir börnin. Á einum tíunda hluta strandlengjunnar er svokallað FKK svæði en það er fyrir fólk sem vill frekar sóla sig á Adams- eða Evuklæð- unum en í fötum. Ströndin hefur stundum verið kölluð stærsta útisundlaug Evrópu og hefur dregið að sér sólardýrkendur í meira en 100 ár. Sandurinn á ströndinni er fluttur inn frá Króatíu og eins og Þjóðverja er von og vísa þá er skipulag gott og því nóg pláss fyrir alla þrátt fyrir að oft sæki mikill fjöldi fólks. ströndina Alltaf opin Það tekur rúmlega 20 mínútur að fara frá miðborg Berlínar að Wannsee með S1 eða S7 lestinni. Þegar ströndin var opn- uð 1907 hét hún Freibad Wannsee og var þá kynjunum skipt upp, karlmenn gátu sólað sig á einni strönd og konur á ann- arri. Fjölskyldufólk gat verið á einum stað og svo framvegis. Síðan 1924 hefur Wannsee verið opin allt árið um kring. Fyr- ir sóldýrkendur á sumrin en töluvert er skautað á vatninu að vetri til. Þeir allra hörðustu fara síðan ofan í ískalt vatnið að vetri til líka. Nasistar bönnuðu gyðingum að baða sig á ströndinni í kringum 1930 og allt starfsfólk strandarinnar varð að vera í nasistaflokknum. Í kringum stríðið gat fólk flúið á ströndina og gleymt því stundarkorn að Þýskaland var í stríði. 615 þús- und manns komu 1947 sem er metfjöldi og stendur enn. Rúmlega 230 þúsund manns heimsækja Wannsee á hverju ári en á árunum 2004-2007 gekk ströndin í gegnum miklar endurbætur sem kostuðu rúmlega 12,5 milljónir evra. Var það gert til að fagna 100 ára afmælinu. AFP WANNSEE STRÖNDIN Í BERLÍN Sólarströnd í borg TRÚLEGA TENGJA EKKI MARGIR HÖFUÐBORG ÞÝSKALANDS, BERLÍN, VIÐ STRANDLÍF. Í VEST- URHLUTA BORGARINNAR ER HINSVEGAR WANNSEE STRÖNDIN SEM ER LENGSTA STRÖND SEM ER AÐ FINNA INNI Í LANDI Í EVRÓPU. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sólardrengir skemmta sér við manngerðu ströndina Wannsee sem hefur verið opin síðan 1907. Ströndin hefur ávallt verið mjög vinsæll áningarstaður hjá Berlínarbúum. Wikipedia 230 þúsund manns kíkja á Wannsee- ströndina á hverju ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.