Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 21
Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson 25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 SUMARFRÍ MEÐ ALLT IN NIFALIÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLD UNA! OKKAR ÓDÝRASTA ALLT INNIFALIÐ BON APART -ALANYA Gildir eingöngu nýjar bókanir, með minnst tvo saman í herbergi. ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR! PEGASOS WORLD -SIDE Gildir eingöngu nýjar bókanir, með minnst tvo saman í herbergi. 1 vika 2 vikur 9/7 139.599 239.599 16/7 139.599 239.599 13/8 139.599 Örfá sæti laus 20/8 123.999 199.599 1 vika 2 vikur 18/6 89.999 Örfá sæti laus 25/6 89.999 129.999 23/7 99.599 149.599 30/7 119.599 Örfá sæti laus nazar.is · 519 2777 Til Tyrklands frá Keflavík Icelandair hóf beint flug til Vancouver um miðjan maí og áætlar að fljúga þangað tvisvar í viku til 12. október. Flogið er til héðan til Kan- ada á sunnudögum og þriðjudögum og aftur til Íslands á mánudögum og miðvikudögum. Hafa forsvarsmenn félagsins sagt að þetta flug gefi nýja möguleika, einkum í tengiflugi til og frá Norðurlöndunum. Einnig megi gera ráð fyrir því að ferðamenn, bæði íslenskir og kanadískir, nýti sér þetta beina flug. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa Íslendingar sýnt þessum ferðum töluverðan áhuga. Fram kemur á vef Icelandair að boðið sé upp á borgarferðir til Vancouver á verði frá 101.500 krónur á mann í þrjár nætur á hóteli. Ódýrasta flugfargjaldið sem undirritaður fann á bókunarvefnum var rúmar 40 þúsund krónur frá Íslandi til Vancouver, í september og október, og tæpar 40 þúsund krónur frá Vancouver til Íslands í októ- ber. Slíkt verð er þó ekki í boði lengur yfir sumarmánuðina; þá þarf að seilast öllu dýpra niður í pyngjuna. Flogið beint Einn fjölmennasti ferðamannastaður í Kanada var upphaflega óbyggt sandrif í miðri Vancouver en er nú stórt verslunarsvæði sem nefnist Granville-eyja. Áætlað er að þangað komi yfir 12 milljónir ferðamanna á hverju ári. Hafist var handa við að byggja sandrifið upp í upphafi síðustu aldar og þar risu síðan verksmiðjur af ýmsu tagi. En verksmiðjunum fækk- aði þegar kom fram á síðari hluta aldarinnar og í staðinn hefur byggst upp markaðssvæði þar sem bændur, fiskimenn, pylsugerðarmenn, hand- verksmenn og listamenn selja vörur sínar og tónlistarmenn skemmta á götuhornum. Það var gaman að rölta um svæð- ið og skoða sig um. Aðalferða- mannatíminn var ekki hafinn þegar ég var þarna og frekar fáir á ferli en það verður víst mannmargt á sumr- in. Ég naut leiðsagnar fararstjóra á vegum fyrirtækisins Edible Canada, sem skipuleggur smökkunarferðir um markaðinn og það er óhætt að segja að þar er margt gómsætt að finna. Íslendingnum, sem þó er van- ur háu matarverði, blöskraði samt verðið á sumu, t.d. sá ég ekki betur en nautakjöt og sumar fisktegundir væru talsvert dýrari en kjöt og fisk- ur hérna heima. Bragðlaukaleikur Fiskur og ávextir á Granville-markaðnum í Vancouver. Fljótandi timburhús bundin við bryggju framan við skýjakljúfa úr gleri og stáli.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.