Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 23
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Það er ekki allt unnið með að komast heim til að slaka á og hvíla sig eftir erfiðan vinnu- dag. Í rannsókn sem unnin var af Penn State University’s School of Labor and Employ- ment Relations kom í ljós að fólk verður al- mennt fyrir meira stressi heima hjá sér enn í vinnunni. Mælt var magn cortisols í fólki en það er góður mælikvarði á stress og sýndi sig að fólk mældist með minna magn af cortisol í sér á vinnutíma en þegar það var heima. „Þetta fer gegn öllu því sem við höfum talið okkur trú um. Heimili okkar hafa yfirleitt verið talin sá staður sem við slökum best á eftir langan og erfiðan vinnudag,“ segir Sarah Damske frá Penn State-háskólanum. Rannsóknin náði til 122 einstaklinga og var tekin stroka úr þeim sex sinnum á dag í fimm daga en þrír af þessum fimm dögum voru vinnudagar. Þá voru þátttakendur einnig látn- ir meta eigin líðan þegar stroka var tekin en þeir komu úr öllum stéttum samfélagsins með margvíslegan bakgrunn og störf. Í ljós kom að fólk skráði hamingju sína töluvert meiri um helgi en á venjulegum vinnudegi en þrátt fyrir það var lítill munur á magni cort- esol í þátttakendum um helgar. Mesti mun- urinn reyndist vera þegar fólk var við vinnu. Konur sögðust áhyggjulausari við vinnu en heima öfugt við karlmenn en niðurstaða lífs- ýna sýndi að bæði kyn voru, eða ættu að vera samkvæmt sýnunum, afslappaðri á vinnustaðnum sínum en heima. Fólk virðist almennt aflappaðra á vinnustaðnum sínum en heima samkvæmt rannsókn Penn State- háskóla en niðurstöður hennar ganga gegn því sem flestir myndu telja vera satt og rétt. Morgunblaðið/Ómar Afslappaðri í vinnunni en heima Leitarniðurstöður á Google geta gefið vísbendingar um það hverju fólk er hverju sinni mest að velta fyrir sér. The New York Times birti niðurstöður um óléttutengt gúgl víðsvegar um heiminn. Samkvæmt þeim niðurstöðum eru bandarískir og breskir verðandi foreldrar oft- ast að leita upplýsinga um slit á lík- ama og hvernig má grennast eftir barnsburð. Í Indlandi eru verðandi foreldrar áhugasamari um góðan svefn og hvernig megi stunda sem ánægjulegast kynlíf á meðgöngunni. Margar spurningar brenna á verðandi foreldrum og Google aðstoðar oft. Morgunblaðið/Arnaldur Verðandi for- eldrar á google Lífslíkur þeirra sem þjást af anorexíu eru svipaðar og þeirra sem reykja 20 sígarettur á dag. Þetta hefur rannsókn sem vísindamenn við Ox- ford-háskóla framkvæmdu leitt í ljós. Það sama á við um þá sem þjást af langvarandi þunglyndi. Lífslíkur Breta sem þjást af geð- rænum sjúkdómum eru svipaðar og fólks í Norður-Kóreu eða Breta á 3. áratug síðustu aldar. Breskir frétta- miðlar segja þetta sýna að heilbrigð- isyfirvöld í landinu þurfi að einbeita sér að geðheilsu þjóðarinnar. Stór hluti, eða 95%, þeirra sem þjást af anorexíu eru á aldrinum 12-26 ára. Jafnhættulegt og pakki á dag www.utkall.is ÚTKALL Í ÞÁGU VÍSINDA BÍÐUR ÞÚ MEÐ TILBÚIÐ SKILAUMSLAG? Hringdu eða sendu póst á Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna og björgunarsveitirnar koma og sækja umslagið til þín. Skilaumslagið má setja ófrímerkt í póst. HAFÐU SAMBAND OG VIÐ SÆKJUM 520 2800 rannsokn@rannsokn.is EÐA SENDU OKKUR UMSLAGIÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.