Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014
Heilsa og hreyfing
Tognun í kálfa veldur að jafnaði miklum
óþægindum og getur batatíminn verið allt að
12 vikur ef um slæma tognun er að ræða.
Rúnar Marinó Ragnarsson, sjúkraþjálfari hjá
AFL Sjúkraþjálfun, segir mikilvægt að fólk geri
reglulegar styrktaræfingar fyrir kálfa eins og
að sippa eða gera tályftur í tröppum til að fyr-
irbyggja tognun. „Allir þurfa að hugsa vel um
líkamann, bæði fyrir og eftir hreyfingu. Þá
munar mest um góða upphitun, að nærast vel
og drekka nóg af vatni og ekki gleyma að
teygja kálfann eftir átök,“ segir Rúnar.
Þegar tognun verður er ekki síður mikil-
vægt að hugsa vel um sig og bera sig rétt að.
„Það eru til æfingar sem flýta fyrir bata, en
það þarf að velja þær m.t.t. alvarleika og stað-
setningar tognunarinnar og þarf því að skoða
einstaklinginn áður en hægt er að segja til um
hvaða æfingar henti honum.“ Þumalputta-
reglan er sú að fólk má gera allt sem ekki
veldur verk í kálfanum að sögn Rúnars. „Í
raun flýtir öll verkjalaus hreyfing fyrir bat-
anum því hún eykur blóðrás inn á tognaða
svæðið sem nærist þá betur og bólguefnin
hverfa fyrr. Ef hægt er að synda verkjalaust er
það gott og flestir geta hjólað ef þeir hafa hæl
á pedala í stað tábergs því þá hlífir maður
kálfanum. Einnig er hægt að hlaupa í sundi
með flotvesti.“
Á heimasíðu AFL, www.aflid.is, er að finna
greinargóðar upplýsingar um meiðsli, ein-
kenni þeirra og meðferð. Almenningur og
íþróttamenn sem stefna á aukna hreyfingu í
sumar þurfa að hugsa vel um líkamann og
kynna sér réttar teygjuæfingar og meðferð
við meiðslum, komi þau upp.
MATARÆÐI, UPPHITUN OG TEYGJUR SKIPTA MÁLI
Tognun aftan í kálfa
Upphitun fyrir átök er mjög mikilvæg til að fyrirbyggja tognun en einnig teygjur á eftir og góð nær-
ing fyrir líkamann en þar munar mest um að drekka nóg vatn og borða hollt milli æfinga.
Morgunblaðið/Kristinn
S
kiptar skoðanir hafa verið um kosti
rafrettunnar frá því hún fór að
verða vinsæl meðal þeirra sem vija
hætta reykingum. Eitt helsta
áhyggjuefni andstæðinga rafrettunnar hefur
verið að reykingar verði á ný álitnar hvers-
dagsleg og eðlileg iðja, líkt og fyrir örfáum
áratugum. Þar sem einungis gufa stígur
upp af rafrettunni er ekki bannað að nota
hana á almenningsstöðum svo eftir árang-
ursríka baráttu fyrir reyklausum matsölu-
og skemmtistöðum, verslunarmiðstöðvum
o.þ.h. hefur rafrettan vakið ýmsar spurn-
ingar og jafnvel deilur um hvar og hvernig
megi nota hana. Gufan inniheldur nefnilega
nikótín og því er hætta á óbeinni innöndun
þess.
Fylgjendur rafrettunnar hafa þó bent á
að langflestir noti hana til að hætta að
reykja, fáir noti hana í stað alvöru sígar-
ettu t.d. á stöðum þar sem reykingar eru
bannaðar en reyki svo alvöru sígarettur til
viðbótar annars staðar. Og enn færri dæmi,
ef þá nokkur, séu um að fólk byrji að
reykja með því að nota rafrettu.
Þá séu heilsufarsafleiðingar þess að anda
að sér tjörunni sem fyrirfinnst í alvöru síg-
arettum – með margskonar eiturefnum öðr-
um en nikótíni – mun verri en þær sem
hljótist af því að anda eingöngu að sér
nikótíni. Þannig sé hver rafretta sem púuð
er í stað alvöru sígarettu strax nokkur
heilsubót fyrir reykingafólk.
Nú hafa vísindamenn við University Col-
lege London, UCL, skoðað árangur 6.000
breskra reykingamanna sem notuðu mis-
munandi aðferðir til að hætta að reykja.
Best gekk þeim sem tóku þátt í sérstakri
meðferð á vegum Heilbrigðisstofnunar
Bretlands (NHS), meðfram öðrum hjálp-
artækjum, en næstbest gekk tvímælalaust
þeim sem notuðu rafrettur og höfðu þeir
talsverða yfirburði yfir þá sem notuðust við
nikótínplástra og -tyggjó. Fjallað var um
rannsóknina í The Guardian í vikunni.
Líklegri til að hætta að reykja
Robert West, prófessor í faraldsfræði og
lýðheilsuvísindum við UCL, var í stjórn-
unarhópi rannsóknarinnar og segir það
mjög mikilvægt að skoða nánar hversu vel
rafrettan reynist sem kostur til að hætta
að reykja. „Hún gæti haft áhrif á líf millj-
óna manna. Við verðum að komast að hinu
sanna.“
Rannsóknin var nýlega birt í vísinda-
tímaritinu Addiction og byggist á athugun
á árangri fólks sem náði að hætta að
reykja í 12 mánuði eða lengur frá júlí 2009
til febrúar 2014 en á síðustu misserum hef-
ur orðið áberandi aukning í notkun raf-
rettna sem hjálpartækis til að hætta að
reykja.
Reyndar kom einnig í ljós sá áhugaverði
punktur að þeim sem hættu skyndilega al-
veg að reykja gekk betur til lengri tíma
litið en þeim sem reyndu að draga smátt
og smátt úr reykingunum, þ.e. fjölda sígar-
ettna sem þeir reyktu daglega.
Þegar niðurstöður rannsóknarinnar höfðu
verið leiðréttar með tilliti til mismunandi
bakgrunns, aldurs og annarra breytna, kom
hins vegar í ljós að þeir sem notuðu raf-
rettur voru 60% líklegri til að takast að
hætta að reykja en þeir sem notuðu nikó-
tínlyf í öðru formi eða viljastyrkinn ein-
göngu.
„Þetta er bara eitt stykki í púslið og
ekki endanleg lausn,“ segir West prófessor.
„Þetta getur líka verið mismunandi milli
landa. En ef æ fleiri Bretar fara að nota
rafrettur til að hætta að reykja sjáum við
fram á mikinn ávinning í lýðheilsu.“
Þá segir West ýmsan misskilning uppi
um rafrettur og markaðssetninguna á þeim,
til dæmis þann að tóbaksframleiðendur sjái
sér hag í að notkun rafrettunnar aukist,
því það muni leiða til aukinnar notkunar á
tóbakssígarettum og fjölga reykingamönn-
um. „Vinsældir rafrettunnar eru ekki gleði-
tíðindi fyrir tóbaksframleiðendur, þeir vilja
gjarnan losna við þær. Þeir selja tóbak og
vilja fá að halda því áfram.“
Lyfjafyrirtæki tapa á rafsígarettum
Þá eru lyfjafyrirtæki sem selja nikótínlyf
meðal harðra andstæðinga rafrettna. „Salan
er að minnka hjá þeim vegna aukinnar sölu
á rafrettum svo þeim er mikið í mun að
sýna fram á að rafrettur séu ekki árang-
ursríkur eða skaðlaus kostur til að hætta
að reykja,“ segir West.
Fyrirtækin sem framleiða rafrettur eru
hins vegar mun minni en tóbaks- og lyfja-
framleiðendur, og ekki eins fjársterk, og
hafa því átt á brattann að sækja við að
koma framleiðslu sinni á markað og fá já-
kvæða umfjöllun.
West skilur vel ótta andstæðinga rafrett-
unnar við að vísindamenn geti ekki gætt
hlutleysis fái þeir fjárstyrki frá framleið-
endum lyfjanna sem þeir prófi. „En ég hef
aldrei og mun aldrei taka við peningum frá
neinum rafrettuframleiðanda,“ fullyrðir
hann. Hann viðurkennir hins vegar að
deildin hans hafi fengið styrki frá lyfjafyr-
irtækjum, sem m.a. framleiði nikótínlyf, en
verið sé að endurskoða slíkar styrkveit-
ingar. „Ég verð að geta tjáð mig um raf-
rettur án þess að það líti á nokkurn hátt
út fyrir að ég hafi hagsmuna að gæta.“
Sumir myndu segja að West og rann-
sóknarteymi hans hefðu þegar sannað hlut-
leysi sitt með því að birta niðurstöður sem
séu lyfjafyrirtækjunum í óhag. Hvað sem
því líður þá stendur eftir sú spurning hvort
neikvæð umfjöllun um rafrettuna hingað til
sé frekar byggð á áhrifum fjársterkra lyfja-
og tóbaksframleiðenda en vísindalegum
staðreyndum.
RAFSÍGARETTAN VIRÐIST VERA ORÐIN FÖST Í SESSI
Áfangasigur
fyrir rafrettuna?
Lyfjastofnun skilgreinir nikótínfyllingar í rafsígarettur sem lyf og því þarf markaðsleyfi frá stofn-
uninni ef hefja á innflutning og sölu hérlendis. Enn sem komið er er því einungis heimilt að
selja rafrettur og nikótínlausan bragðvökva til áfyllingar hér á landi.
AFP
ÞRÁTT FYRIR AUKNAR VINSÆLDIR RAFSÍGARETTNA HAFA ÞÆR ALMENNT
FENGIÐ NEIKVÆÐA UMFJÖLLUN Í FJÖLMIÐLUM OG HAFA EVRÓPURÍKI
STIGIÐ VARLEGA TIL JARÐAR Í AÐ SAMÞYKKJA NOTKUN ÞEIRRA TIL JAFNS
VIÐ NIKÓTÍNLYF. VIÐAMIKIL BRESK RANNSÓKN ÖGRAR NIÐURSTÖÐUM
BANDARÍSKRA RANNSÓKNA EN Í BANDARÍKJUNUM HAFA TÓBAKS-
FRAMLEIÐENDUR STERK ÍTÖK OG STUNDA FYRIRFERÐARMIKINN LOBBÝ-
ISMA TIL AÐ REYNA AÐ FÁ RAFRETTUR BANNAÐAR.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com
Harðfiskur er góður próteingjafi og sérstaklega gott millimál fyrir þá sem þurfa að stelast í
ískápinn milli máltíða. Þá er harðfiskurinn unninn úr línufiski og geta neytendur því fullvissað
sig að veiðiaðferðin uppfylli ýtrustu skilyrði um vistvænar veiðar. Þá er fátt sem jafnast á við
harðfisk með klípu af íslensku smjöri.
Harðfiskur gott millimál