Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 27
Frá pallinum er útsýni bæði yfir hafið og frumskóginn. Í frumskóginum nálægt Quepos í Costa Rica er afar óvenjulegt hótel. Hótelið Boeing 727 var hannað út frá gamalli Bo- eing 727-flugvél frá árinu 1965. Flugvélin, sem áður var staðsett í San Jose, var flutt í nokkrum pörtum milli landa og komið fyrir í frumskóginum og breytt í svítu. Í flugvélinni má finna tvö baðherbergi með bað- kari, eldhúsaðstöðu, palli með útsýni yfir hafið og 360 gráðu útsýni yfir skóginn í kring. Mikið var lagt í hót- elsvítuna en allar innréttingar eru handgerðar. HÓTELSVÍTA Í HÁLOFTUNUM Flugvélahótel í frumskóginum Hótelsvítan er byggð úr gamalli Boeng 727-flugvél frá árinu 1965. 25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Ertu að gera upp ga malt hús? Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 VIÐ BYGGJUM Á LANGRI HEFÐ Líttu við – sjón er sögu ríkari Eigum úrval af alls kyns járnvöru. Hurðahúnar, glugga- og hurðalamir, stormjárn, læsingar, útiljós o.fl. Sérpöntunarþjónusta á hurðarhúnum, raflagnaefni o.fl. HUGMYNDASMIÐJA FYRIR BÖRN Innblásið af arabískum setustofum Nýlega var hugmyndasmiðja barna á Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum uppgerð en Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hönnuður endurhannaði rýmið. Herbergið er innblásið af arab- ískum setustofum og börnunum gefst þar kostur á að leika sér, skapa og rannsaka í þessu skemmtilega rými. Listamaðurinn Huginn Þór Arason sá um að saga út abstrakt mynstur sem prýðir veggi rýmisins. „Hug- myndin var að búa til rými sem myndi örva skapandi hugsun. Ég vildi ekki hafa borð heldur eru þetta djúpir bekkir þar sem börnin geta verið í hvaða stell- ingu sem þeim hentar og ég vildi ekki leggja áherslu á teikningu heldur fleiri skapandi þætti. Þarna er fullt af bókum þannig að þetta er nokkurskonar inn- blástursbókasafn. Börnin geta því notið þess að gera það sem þeim sýnist. Þetta rými er hug- myndasmiðja og er opið alla daga og aðgangur inn í smiðjuna er ókeypis,“ segir Guðfinna Mjöll.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.