Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014 Matur og drykkir Bara henda öllu á pönnuna og svo þarf rétt- urinn að sjóða í um klst. 400 g lamba- eða nautahakk (ég nota oftast lífrænt lambahakk) 1 msk. sítrónusafi 50 ml vatn 1 msk. smjör 1-2 laukar (og má nota blaðlauk) 4 hvítlauksrif 2 lárviðarlauf 1 msk. paprikukrydd 1 msk. oregano 1 msk. basil (eða marjoram) 1 tsk. sjávar- eða himalayasalt ½ tsk. pipar 4-6 íslenskar og/eða lífrænar gulrætur 6 íslenskir þroskaðir tómatar eða 1 krukka 400-500 ml maukaðir tómatar 3-4 msk. lífræn tómatpúrra 1 msk. kókos-pálmasykur (má sleppa) 50-100 ml rjómi, kókosmjólk, rjóma- ostur eða sýrður rjómi (má sleppa) Ef ykkur finnst þurfa að styrkja betur í lokin getið þið bætt við ½ msk. af grænmetiskrafti. Aðferð: Kreistið sítrónusafann yfir kjötið. Setjið smjör, vatn og hakk á pönnu. Skerið laukinn og hvítlaukinn og bætið við hjá hakkinu. Steikið allt saman og bætið krydd- inu við jafnóðum. Skolið gulrætur og tómata og skerið í munnbita og bætið við á pönn- una. Setjið afganginn af innihaldsefnunum (mínus rjóma, kókosmjólk, rjómaostur, sýrður) út á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í um klukkustund. Í lokin bætið þið við rjóma, kókosmjólk eða sýrðum rjóma. Viðbót: Við borðum spelt spaghettí með þessum rétti með gæða ólífuolíu og sjávar- eða himalayasalti. Einnig sker ég eitthvað grænmeti í bita eða strimla (t.d. gúrkur og gulrætur) og býð upp á með. Einnig má bjóða upp á íslenskt kál. Bætið við því græn- meti sem ykkur hentar í réttinn og athugið að hægt er að kaupa glútenlaust pasta. H in einlæga og glaðlynda Ebba Guðný hefur haldið fyrirlestra víða um hollt mataræði fyrir alla fjöl- skylduna og auk þess hefur hún gefið út bækur sem innihalda uppskriftir og fróðleik um hollan mat fyrir ungabörn og aðra fjölskyldumeðlimi. Ebba var með matreiðslu- þætti á RÚV fyrir stuttu sem nefndust Eldað með Ebbu og hefur nú gefið út bók með upp- skriftum úr samnefndum þáttum. Hún segist þó ekki alltaf hafa borðað hollan og lífrænan mat en breytti um mataræði af ástæðu. „Ég er alin upp á hreinum mat, mamma og pabbi elduðu matinn frá grunni og reyndu að hafa gæði í fyrirrúmi. Það var alltaf kvöld- matur heima,“ segir Ebba. „Ég breytti um mataræði af því að smám saman áttaði ég mig á því að ef ég borðaði ennþá hollara, meira grænmeti og meira úr jurtaríkinu, minna eða ekkert ger og minni eða engan sykur og meira lífrænt, liði mér betur bæði andlega og líkamlega og yrði þannig ánægðari með sjálfa mig. Einu sinni var ég alltaf í megrun, á kolvitlausum forsendum. Ég forð- aðist fitu, sem er algjör vitleysa, og var bara alveg í ruglinu. Þetta endaði með ósköpum. Það var mikið frelsi að brjótast út úr þessu og byrja að borða svona eins og ég sýndi í þáttunum.“ Ebba hætti að velta fyrir sér ka- loríum og kílóafjölda og í dag segist hún ekki telja kaloríur heldur reyni að hlusta heldur á líkamann. „Ég borða þegar ég er svöng, ekki of mikið í einu og nóg af góðri lífsnauðsyn- legri fitu. En þetta tekst ekki alltaf. Ég geri mitt besta og reyni að vera ánægð með mig. Það er þó oft erfitt, því maður er oft svo gagnrýninn á sjálfan sig og óvæginn. Það er ennfremur svo slæmt að bera sig saman við aðra og maður á alls ekki að gera það því við erum jú öll einstök, einstaklega frábær. Þetta kemur allt með æfingunni og ég er að æfa mig í þessu öllu,“ segir Ebba kát. Einfalt og gott að elda súpur Henni þykir skemmtilegt og einfaldast að elda súpur þar sem öllu er hent í pottinn og leyft að malla þar í rólegheitum. „Það er fer- lega þægilegt fyrir upptekna og þreytta for- eldra til dæmis, að elda súpu. Maturinn er bara tilbúinn eftir hálftíma og á meðan sýður í pottinum er hægt að ganga frá og hugsa um heimilið, eða jafnvel leggja sig á eldhúsgólf- inu,“ segir hún og hlær. „En annars er yf- irleitt gaman að elda mat þegar maður hefur tímann með sér, reynir að njóta augnabliks- ins, kveikja á kertum og jafnvel notalegri tón- list. Ekki er allt á hvolfi í kringum mann og ljúft kvöld framundan. Helgarkvöldin eru oft tilvalin í það. Ég þykist vera snillingur í að elda lambahrygg og gera sósu með frá grunni úr soðinu. Það er uppáhaldsmaturinn minn, hugsa ég. Kannski að maður sýni þessa sósu í næstu þáttaröð?“ Hafði gaman af þáttagerðinni Aðspurð hvort sé von á næstu þáttaröð segist Ebba áhugasöm. „Mér fannst reglulega gam- an að búa til þættina fyrir RÚV og lagði ég allan hug minn og hjarta í þá sem og leik- stjórinn, Sævar Sigurðsson, frændi minn. Við unnum handritin saman og uppbygginguna og erum miklir vinir. Hann skilur mig og ég hann. Hann er aldrei pirraður eða fúll og svo einstaklega vandvirkur og snjall, hættir ekki fyrr en hann er fullkomlega ánægður með út- komuna. Ég er ótrúlega þakklát að hafa feng- ið að vinna með honum og sama á við um alla hina sem að þáttunum komu. Dásamlegt fólk, fagmenn fram í fingurgóma,“ segir Ebba. Hún segir að allir geti orðið færir í eldhús- inu, það eina sem þurfi til er góður ásetn- ingur og gott hráefni. „Það geta allir gert góðan mat, þetta er ekkert mál. Gott er að hafa tímann með sér þegar maður er að elda eitthvað í fyrsta skipti og muna jafnframt að ef eitthvað mistekst þá má ekki gefast upp. Það kemur fyrir alla inn á milli að elda mat sem þykir ekki ýkja stórkostlegur,“ segir Ebba að lokum hress í bragði. EBBA GUÐNÝ HEFUR ÁHUGA Á AÐ GERA FRAMHALD AF MATREIÐSLUÞÁTTUM SÍNUM Hætti að telja kaloríur og kíló MATREIÐSLUÞÆTTIR EBBU GUÐNÝJAR Á RÚV OG BÆKUR HENNAR HAFA VAKIÐ ATHYGLI ENDA ER EBBA GUÐNÝ GÓÐ FYRIRMYND ÞEGAR KEMUR AÐ HOLLU MATARÆÐI. HÉR DEILIR HÚN GÓMSÆTRI UPPSKRIFT AÐ GÓMSÆTU BOLOGNESE MEÐ LESENDUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ebba Guðný með börnum sínum Hönnu og Hafliða. Bókin hennar Eldað með Ebbu er kom- in út með uppskriftum úr samnefndum þáttum. Bolognese með líf- rænu lambahakki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.