Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 35
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Allskonar gjafir á óskalistann ykkar Kláraðu listann Brúðhjón sem gera óskalista fá 10% afslátt af öllum vörum hjá okkur í 6 mánuði eftir brúðkaupið DÚKA www.duka.is KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Almennt hreinlæti þarf að viðhafa við alla matargerð og skiptir þá ekki máli hvort við eldum aðeins ofan í okkur sjálf eða fyrir alla fjölskylduna eða fleiri. Sýkla er víða að finna og hættan á að matvæli innihaldi sýkla er því alltaf fyrir hendi. Þess vegna er ekki nóg að þvo hendurnar bara áður en við meðhöndl- um matvæli heldur þarf einnig að þvo sér milli þess sem ólíkur matur er meðhöndl- aður. Þá á ekki að þurfa að segja fólki að þvo sér um hendurnar eftir salernisferðir. Þegar unnið er með alifuglakjöt og annað hrátt kjöt þarf að passa það sérstaklega að kjötið og áhöldin sem notuð eru, hvort sem það eru skurðarbretti eða hnífar, komist ekki í snertingu við annað hráefni. Þetta á líka við um geymslu matvæla og þarf að passa það sérstaklega að hrátt kjöt og alifuglakjöt kom- ist ekki í snertingu við aðrar vörur t.d. græn- meti. Halda þarf áhöldum og eldhúsborði hreinu ef koma á í veg fyrir að sjúkdómavaldandi bakteríur flytjist úr hráum mat yfir í tilbúinn mat. Þetta á líka við þegar matur er grillaður en aldrei skal nota sama disk undir hráa kjöt- ið þegar það er borið út í grill og tilbúið kjöt eða annan mat af grillinu nema diskurinn sé vel þveginn á milli. Borðtuskan getur hæglega breyst í bakt- eríubæli. Því þarf að þvo hana reglulega í a.m.k. 60° heitu vatni eða leggja í klór og aldrei á að nota hana á gólfið. Hreinlæti í eldhúsinu Hreinlæti við matargerð er mikilvæg ef koma á veg fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríur í mat. Morgunblaðið/Golli Grilllyktin er í loftinu enda veðrið búið að vera einstaklega gott á höf- uðborgarsvæðinu í maí. Gott er að setja eitthvað hollt og gott á grillið og er þá tilvalið að grilla eggaldin en það er bæði auðvelt og fljótlegt. Takið 1. stk. eggaldin og skerið langsum í rúmlega 1 cm þykkar sneiðar. Berið síðan á góða mar- ineringu sem gæti t.d. verið í 5 skeiðar af ólívuolíu, 2 skeiðar bal- samedik, 1 hvítlaukslauf sem er kramið vel og 1 skeið af rósmaríni. Önnur krydd koma auðvitað til greina og síðan setur fólk salt og pipar eftir eigin smekk. Eftir veðurblíðuna í maí má fullyrða að grilltíminn sé hafinn. Morgunblaðið/Golli Hollusta og góðgæti Forréttir þurfa ekki að vera flóknir eða tímafrekir í undirbúningi. Þegar von er á gestum er tilvalið að skera avókadó í tvennt og kreista smá sí- trónusafa yfir. Síðan er sett rækja í holuna sem steinninn skilur eftir sig og sýrðum rjóma bætt við. Blanda má sýrða rjóman með kryddum eins og grískri dressingu til að bæta bragðið. Fljótlegur forréttur sem flestum finnst góður og er auk þess hollur og litríkur. Avókadó er bæði hollt og gott með rækju og sýrðum rjóma. Morgunblaðið/Kristinn Auðveldur forréttur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.