Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 38
græjan sem kemur
og fer?
Það sem mér
fannst rosalega
áhugavert við að
nota svona tæki var hvernig það
fylgdist með svefninum. Ég sá t.d.
að svefninn hjá mér var góður en
fyrir fólk með svefnvandamál er
þetta líka mjög sniðugt. Það er
gott að vita hvernig maður sefur
en svo þarf fólk að vita hvað það
á að gera við þær upplýsingar.“
Guðríður segir að margir kepp-
endur í Biggest Loser hafi notað
svona armbönd og líkað vel. „Þeim
fannst hvetjandi að sjá hverja ein-
ustu tölu á bak við hvert einasta
skref.
En ef þetta hjálpar viðkomandi
að standa upp úr stólnum og halda
af stað til betra lífs þá er þetta
gott mál.“
Einkaþjálfari allan daginn
Bragi Gunnlaugsson, verkefnastjóri
hjá Vodafone, hefur notað svona
armband í töluverðan tíma.
„Ég er með Jawbone UP á mér
og það finnst mér frábært tæki.
Maður stimplar inn markmið sín og
Ódýrt: AGAiT
Verð: 24.900 krónur
Fæst í: Rafha
Aðeins um: Einföld í notkun, hljóðlát og
lítil og nett. Aðeins sjö cm á hæð. Hentar
í allt að 60 fermetra rými
Miðlungs: Samsung Navibot
Verð: 64.995
Fæst í: Elkó
Aðeins um: HEPA10 sía, átta
nemar, 90 mínútna notkun á fullri
hleðslu. 70 desibela hljóðstyrkur
sem er svipað eins og hringitónn.
Dýrt: iRobot Roomba 780
Verð: 119.995
Fæst í: Byggt og Búið
Aðeins um: Snertiskjár, átta cm á hæð,
nýjasta vélin frá iRobot. Nýtt og end-
urbætt burstakerfi sem tekur betur upp
hár, ló og hnökra. Gerð fyrir að þrífa öll
gólf; parket, teppi og mottur.
ÓDÝRT, MIÐLUNGS, DÝRT
Ryksuguvélmenni
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014
Græjur og tækni
Facebook tilkynnti í vikunni nýjustu upp-
færslu sína. Nú er hægt að skrifa stöðu-
færslu í gegnum símann, þegar til dæmis er
verið að hlusta á eftirlætislagið eða horfa á
uppáhaldssjónvarpsþáttinn. Mun forritið þá
þekkja lagið eða þáttinn og spila eða sýna
vinum viðkomandi 30 sekúndna bút af því
sem er verið að hlusta eða horfa á.
Facebook með nýja uppfærslu
K
læðanleg tækni er eitthvað
sem koma skal. Slíkri
tækni var spáð mikilli vel-
gengni á stærstu raftækja-
sýningu heims, CES í Las Vegas í
febrúar síðastliðnum.
Armböndin, sem kölluð eru
snjall-, heilsu- eða lífsstílsarmbönd,
tengjast beint við snjallsímann og
því fást flest slík armbönd í síma-
búðum landsins. Þau kosta frá 14 og
upp í 30 þúsund og fylgist armband-
ið með líkamsstarfseminni.
Armbandið skráir alla hreyfingu,
telur kalóríur, lærir á hreyfigetuna
þína og býr til persónubundið mark-
mið fyrir hvern dag. Það fylgist
einnig með svefnvenjum og hægt er
að láta það titra ef kyrrseta fer yfir
15 mínútur í einu. Það er alltaf
kveikt á armbandinu og því er öll
hreyfing notandans skráð. Raf-
hlaðan dugir yfirleitt í kringum viku
til tíu daga.
Ef markmiðum dagsins er náð
aðlagar armbandið markmiðið fyrir
næsta dag. Í raun hjálpar armband-
ið viðkomandi að komast skrefi nær
betra formi.
Eins og með allt snjallt er hægt
að deila svo upplýsingum um árang-
ur dagsins, vikunnar eða mánaðar-
ins á vefinn og hægt er að keppa
við aðra notendur eða vera bara í
keppni við sjálfan sig.
Of mikil tækni
Guðríður Erla Torfadóttir, einka-
þjálfari úr sjónvarpsþjáttunum
Biggest Loser, hefur prófað að
vera með svona armband og þar
sem hún segist ekki vera nógu
tæknivædd til að nota svona tæki
þá sé þetta eitthvað sem sé ekki
fyrir hana. Hún mæli árangurinn í
bættri getu frekar en á tölvuskján-
um. „Þegar við vorum í þáttunum
fengum við svona armband og
persónulega sá ég ekki tilgang-
inn í að nota það dagsdaglega.
Ég veit hinsvegar um fullt af
fólki sem er að nota svona og ég
held að þetta sé gott fyrir fólk sem
er að byrja að hreyfa sig
og fyrir þá sem eru
tæknivæddir. En er
þetta ekki bara enn ein
Heilsan fest
á höndina
SNJALLARMBÖND ERU NÚ ÞEGAR ORÐIN MJÖG VINSÆL
MEÐAL ÞEIRRA SEM VILJA SKOÐA TÖLURNAR BAK VIÐ HEILS-
UNA. ARMBÖNDIN HVETJA NOTANDA TIL HREYFINGAR OG
SKRÁ HVERT SKREF, HVERT SLAG OG JAFNVEL SVEFN.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Vívofit
22.900 krónur.
Garmin búðin
Nike Fuel SE
29.900 krónur.
Nova
Bragi Gunnlaugsson hefur
notað snjallarmband og
segir það hvetja sig áfram.
reynir að ná þeim. Ef það tekst
ekki þá fæ ég tölvupóst þar sem ég
er hálfpartinn skammaður en á
sama tíma virkar það á mig sem
hvetjandi.
Ég hjóla töluvert og þetta hefur
hjálpað mér á þeim vettvangi. Þetta
er eins og að vera með einkaþjálf-
ara með sér – alltaf.“
Hann segir að þetta sé ekki svo
flókið. „Maður stimplar inn í byrjun
kyn, hvað maður er gamall og
hversu þungur maður er. Svo slær
maður inn markmiðinu sem maður
ætlar að ná og svo sér bara græjan
um rest.“
Flest armböndin eru mjög létt og
segja notendur að þetta sé eins og
að vera með armband inn á tón-
leika. Þetta venjist óvenju fljótt.
Bragi segir að hægt sé að stilla
hvaða upplýsingar viðkomandi deilir
á netið, hvort það sé allt eða ekkert
en spurningar hafa vaknað hvort
þetta sé árás á einkalífið. Að fólk
deili því að það sé að stunda hreyf-
ingu þegar það á að vera lagst til
hvílu. Að viðkomandi hafi verið að
eyða 350 kalóríum klukkan hálftólf
að kvöldi til. Slíkt á heima í svefn-
herberginu, ekki á veraldarvefnum.
Guðríður Erla mælir árang-
urinn í bættri getu frekar en að
sjá hann á tölvuskjánum. Polar
Loop
19.900
krónur.
Nova
Morgunblaðið/Þórður Fitbit Flex 14.900
krónur. Síminn
Jawbone
UP 22.900
krónur.
Vodafone
Ebay tilkynnti þjófnað á fimmtu-
dag en hann átti sér stað í lok
febrúar eða byrjun mars. Tölvu-
hakkararnir komust yfir 145
milljónir reikninga og það gerir
þetta að öðrum stærsta tölvu-
glæp sögunnar. Tölvuhakkarar
komust yfir 152 milljónir reikn-
inga viðskiptavina Adobe tölvu-
fyrirtækisins í október 2013.
Engar upplýsingar um kred-
itkortanúmer láku hins vegar út
en engu að síður bað Ebay not-
endur sína að breyta lykilorðum.
„Fólk verður að fara að gera
sér grein fyrir því að tölvuinn-
brot eru mjög algeng og það
verður að hætta að nota alltaf
sömu lykilorðin,“ sagði tölvu-
öryggissérfræðingurinn Trey
Ford í samtali við Reuters
fréttastofuna.
Í tilkynningu frá Ebay kom
fram að hakkararnir hefðu kom-
ist inn á innra net fyrirtækisins
eftir að hafa sent nokkrum
starfsmönnum tölvupóst sem
innihélt vírus. Ljóst væri að
allavega einn starfsmaður, jafn-
vel fleiri, hefði smellt á óæski-
lega vefslóð sem honum hafði
verið send með tölvupóst.
Brotist inn hjá Ebay
145 MILLJÓNUM LYKILORÐA
VAR STOLIÐ AF EBAY Í
NÆST STÆRSTA TÖLVUINN-
BROTI SÖGUNNAR.
Tölvuhakkar réðust á innra net Ebay fyrirtækisins og náðu að komast yfir
145 milljónir reikninga – jafnvel þótt þeir hefðu verið dulkóðaðir.
AFP