Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014
R
eglubundið verður uppákoma vegna
tiltekinna ummæla sem eignuð eru
eða höfð eftir Karli, prins af Wales,
ríkisarfa breska heimsveldisins,
jafnvel í minnisbréfum hans til ein-
stakra ráðherra krúnunnar.
Völdin þynnst með árunum
Stjórnmálaleg staða breska konungsins (eða drottn-
ingar, þegar það á við) er mjög sterk á pappírnum.
Þetta er þannig orðað, þótt breska stjórnarskráin sé
naumast til á pappírnum, eins og frægt er, ef Magna
Carta, sem aðallinn píndi Jóhann landlausa, bróður
Ríkharðs ljónshjarta, til að undirrita árið 1215, er und-
anskilin. Á ýmsu gekk í sambandi þings og kóngs og
héldu þeir ekki allir haus. En frá og með dögum Vikt-
oríu drottningar, sem lengi sat, rétt eins og Elísabet 1.
og Elísabet 2. (Viktoría er langalangamma hennar)
hefur konungsættin smám saman skert hin miklu
völd, m.a. með notkunarleysi og sameiginlegum skiln-
ingi krúnunnar og hinna kjörnu fulltrúa á því hvar
völdin hljóti að liggja í lýðræðisríki.
Þar sem þjóðhöfðingi Bretlandseyja gegnir enn
þjóðhöfðingjahlutverki fjarri heimaslóð, svo sem í
Kanada og Ástralíu, er enginn vafi á að vald hans, á
slíkum slóðum, er eingöngu að formi til. Hefur svo vel
verið farið með það vald af hálfu bústýrunnar í Buck-
inghamhöll að þegnar hennar Ástralar höfnuðu því ný-
lega í þjóðaratkvæðagreiðslu að koma sér upp eigin
þjóðhöfðingja á heimaslóð. Voru þeir þó hvattir mjög
til annarrar niðurstöðu af þáverandi ríkisstjórn lands-
ins og opinber áróður hallaðist mjög í þá áttina en
dugði ekki til. Drottningin, trú vana sínum, sagði ekki
eitt aukatekið orð um þjóðaratkvæðagreiðsluna og
enn síður hefði henni dottið í hug að opna munninn um
efni hennar. Eiginmaðurinn, hertoginn af Edinborg,
þar sem Gullfoss hafði jafnan stutta viðdvöl forðum
tíð, er á hinn bóginn frægur fyrir að áskilja sér rétt til
að dansa á þeirri mjóu línu sem skilur á milli þess sem
má og má ekki. Blaðamenn spurðu hann, þegar þeir
náðu honum á milli bifreiðar og einhverrar móttöku-
nefndar, sem beið hans, hvað honum þætti um ástr-
ölsku þjóðaratkvæðagreiðsluna. „Ef þið viljið losna við
okkur, þá skuluð þið fyrir alla muni drífa í því,“ var
svar Philips og ekki var talið að það hefði spillt fyrir
nei-málstaðnum á kjörstað, nema síður væri. En þar
sem Philip er ekki kóngur og engin hætta á að hann
verði það nokkru sinni, eru það aðeins hinir hneyksl-
unargjörnustu sem amast við frjálslegum orðum hans.
Öðru máli gegnir um krónprinsinn. Karl fer vítt um í
sínum athugasemdum, þótt hann forðist flokkspólitísk
álitaefni. Hann hefur þannig lýst fyrirvörum á erfða-
breyttri ræktun, hefur illan bifur á ýmsum nýmóðins
arkitektum og fullyrt er að hann sé viss um að það
gagnist í blómaræktinni að vikið sé viðfelldnum orðum
að plöntunum í uppvextinum. Víst er að hið gagnstæða
hefur ekki verið sannað og ekki hefur nokkur maður
svo sem séð að sóðakjaftar virki vel á rósir og liljur,
a.m.k. ekki svo marktækt sé. Þær aðfinnslur sem
prinsinn hefur gert við sum meistaraverk nútíma arki-
tekta hafa iðulega hitt í mark. Karl telst til Íslands-
vina, hvort sem hann gerir sér grein fyrir því eða ekki,
því hann var hér oft við veiðar í Hofsá og Þverá/Kjarrá
og var þá sagður hafa notað langar bambusstangir frá
langfeðgum sínum og veitt nægjanlega vel með þeim
búnaði. Ekki eru kunn dæmi um það að Karl prins hafi
sagt eitthvað sem hann mátti ekki hér á landi, enda
veiddi hann aldrei í tungunum, eins og kerlingin sagði.
Enda þótt ströngustu reglur um konungsfjölskyld-
una þýði sjálfsagt að þeim tignarpersónum leyfist ein-
vörðungu að viðhafa innihaldslaust kurteisishjal sé
minnsta hætta á að einhver kjafti frá, þá getur slík
öndverða við öfgatal einnig gengið út í öfgar.
Adolf, Karl og Pútín
En því er þetta efni nefnt að fréttir bárust um það fyr-
ir fáeinum dögum að prinsinum hafi orðið það á (að
Það hefur margur
vígvöllurinn orðið að
bílaplani eða brautarstöð
* Því fer fjarri að framgangaPútíns sé yfir gagnrýni hafin.Það virðist blasa við að hann líti
ekki á sjálfsákvörðunarrétt þjóða
sem heilagan. Því miður er hann
ekki einn um það. En menn „teygja
sig um hurð til lokunnar“ þyki þeim
ekkert minna duga til en Adolf
Hitler til að lýsa gjörðum Pútíns.
Reykjavíkurbréf 23.05.14