Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Qupperneq 47
sögn) í tveggja manna tali að líkja framgöngu Pútíns forseta Rússlands í Úkraínu við aðfarir Adolfs Hitlers. Nú liggur fyrir opinberlega að hafi Karl prins orðað hugsun sína svo, þá er hann í hópi fjölmargra annarra í þeim efnum. Stjórnmálamönnum í Evrópu hefur, fleiri en einum, orðið þetta sama á og eru þar á meðal menn í æðstu stöðum. McCain öldungadeildarþing- maður og fyrrum forsetaefni í Bandaríkjunum hefur ítrekað haldið þessu sama fram. Það hafa fleiri starfs- bræður hans einnig gert. Þetta er hvimleitt. Það er engu líkara en í slíkum ummælum og öðrum álíka, þar sem Hitler er sífellt oftar viðmiðið, fari fram eins kon- ar endurhæfing á fyrirbærinu Adolf Hitler og endur- mat á verkum hans. Svo notaðar séu líkingar úr nú- tímanum þá kemur Adolf Hitler út úr þessu eins og hann hafi gengið í gegnum flókið afskriftarferli. Ekki er verið að gefa til kynna að Adolf sé þar með orðinn fær í nýjan slag. Það eru vissulega senn liðin 70 ár frá persónulegum endalokum Hitlers, við hlið hrúgaldsins af hinni glæstu kanslarahöll hans. En Hitler er enn hluti af samtímasögu mannkynsins. Hann hefur ekki sömu fjarlægð og Gengis Kahn eða Kaligula. Og í þeirri sögu er hann eitt helsta af örfáum pólitískum skrímslum. Það er ekki Pútíns vegna eingöngu sem með öllu er óviðeigandi að líkja Rússlandsforseta við Hitler. Það er óviðeigandi gagnvart fórnarlömbum hins síðast- nefnda og nánast heimsbyggðinni allri. Það má jafnvel segja að fordæming á þessum samanburði sé Pútín með öllu óviðkomandi. Og með henni er auðvitað ekki verið að bera blak af honum. Rök Rússlandsforseta Hins vegar er ekkert að því að ræða málið út frá sjón- arhóli Pútíns og raunar nauðsynlegt, þó ekki væri nema umræðunnar vegna, að gera það. Frjálsir dóm- stólar í frjálsum löndum ganga út frá því að mál séu rakin frá báðum (öllum) hliðum fyrir framan þá sem kveða eiga upp dóm, vonandi réttan, en oft endan- legan. Dómstóll götunnar vill aldrei lúta þeim lög- málum, það er ekki í eðli hans og til hans eru engar kröfur gerðar. En „úrskurðir“ hans geta, engu að síð- ur, verið þungbærir og iðulega fæst þeim ekki áfrýjað. Það er þá oftast vegna þess að nýtt mál er komið á dagskrá þess vonda dómstóls og fyrri mál hans koma honum ekki lengur við. Pútín hélt ræðu í Pétursborg í gær. Hann vildi aug- ljóslega rétta sinn hlut í umræðunni. Það er ekkert að því að hlusta á rök forseta Rússlands í málinu. Þótt honum sé aftur og aftur líkt við Adolf Hitler er ekki vitað til þess, að hann hafi enn gefið fyrirmæli um að lífláta einn einasta mann, þótt það sé ekki útilokað. Pútín er lýðræðislega kjörinn forseti Rússlands. Því er haldið fram að hann hafi safnað að sér meiri völdum en lýðræðislega kjörnir valdamenn annars staðar hafi freistast til. Hitler fékk lýðræðislegt umboð til að gera tilkall til valda og notaði fyrsta tækifærið til að koma lýðræð- isskipulaginu í Þýskalandi fyrir kattarnef. Þeir sem lesið höfðu hina ruglingslegu og torlesnu „Bar- áttubók“ hans og kusu hann þrátt fyrir það í kosn- ingum tóku, ekki bara óbeint heldur beint, þátt í því með honum að binda enda á lýðræðið í því landi. Ekk- ert bendir enn til að Pútín sé lagður upp í slíkan leið- angur. Rök Pútíns, eða eftir atvikum áróður hans, komust glöggt til skila í ræðu hans í Pétursborg. Hann segir að Viktor Yanukovych forseti hafi setið réttkjör- inn í sínu embætti. Hann hafi haft fullt lagalegt umboð til að hafna, fyrir sitt leyti, samningsdrögum um nán- ara samstarf við Evrópusambandið. Hann hafði jú svipað neitunarvald og það sem Bandaríkjaforseti fer með. Ekki er óalgengt að kjörinn forseti Bandaríkj- anna hafni tugum lagafrumvarpa sem rétt kjörinn meirihluti bandaríska þjóðþingsins hefur samþykkt. Þá er ekki spurt um hvort mál séu „góð“ eða „slæm“ heldur aðeins um það, hvort synjun forseta sé innan ramma laganna. Pútín segir að vegna mótmæla í Kiev hafi Yanukovych, forseti Úkraínu, samþykkt að efna til nýrra forsetakosninga í landinu í desember nk., löngu áður en kjörtímabili hans lyki. Samkomulagi um þetta hafi verið komið á með atbeina ESB, Bandaríkj- anna og Rússa og Yanukovych og talsmönnum mót- mælenda. Örfáum klukkutímum síðar hafi ekkert ver- ið gert með þetta samkomulag og þingið hafi rekið Yanukovych frá völdum, sem það hafði þó enga form- lega heimild til að stjórnlögum ríkisins. Rétt svo langt sem það nær Atburðarásin sem Pútín lýsir er í meginatriðum rétt. Aðkoma ESB og ekki síður Bandaríkjanna, sem voru staðin að því að velja sjálf nýja forystu í Úkraínu úr hópi leiðtoga mótmælenda, var svo sannarlega ekki gallalaus. En margt bendir á hinn bóginn til að atburð- irnir hafi ekki lengur lotið neinni stjórn, þegar þarna var komið. Úkraínuforseti flúði land eftir að skotið var á bifreiðar sem fluttu hann og fjölskyldu hans. Ekki hefur verið sannað með óyggjandi hætti hverjir það gerðu eða hverjir það voru sem skutu úr launsátri á vopnlitla mótmælendur. Þótt leiðtogar mótmælenda ráði nú her og lögreglu í Kiev og vesturhluta landsins hafa þeir ekki náð að handsama leyniskytturnar. Færa má rök fyrir því að Pútín, þótt valdamikill sé heimafyrir, hefði aldrei getað staðið það af sér að „svara ekki kalli“ íbúa Krímskaga, þótt málum sé blandið hvernig það kall var komið til. Íbúasamsetning á skaganum og sögulegar tengingar hans við Rússland í hundruð ára hafi verið óviðráðanlegt stjórnmálalegt dæmi. Pútín hefur enn ekki farið með her sinn inn í Austur- Úkraínu, þótt þar yrði hernaðarleg fyrirstaða ekki mikil. Hann segist munu virða forsetakosningar þar í landi í maí, þótt til þeirra hafi verið stofnað með ósköp- um að hans mati. Á það mun reyna. Því fer fjarri að framganga Pútíns sé yfir gagnrýni hafin. Það virðist blasa við að hann líti ekki á sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða sem heilagan. Því miður er hann ekki einn um það. En menn „teygja sig um hurð til lok- unnar“ þyki þeim ekkert minna duga til en Adolf Hit- ler til að lýsa gjörðum Pútíns. Hitler er í fremstu röð stríðsglæpamanna, gyðingamorðingi og er þá ekki allt talið. Þetta veit McCain og þetta veit Karl prins. En afskaplega hlýtur það á hinn bóginn að gleðja prins- inn, að Ríkharður þriðji, sem varð seinastur kónga Englands til að falla í bardaga, skuli nú, eftir 530 ár frá þeim atburðum, eiga vígða mold vísa í dómkirkjunni í Leicester, eftir að hafa verið grafinn upp undan því ömurlega bílaplani hins opinbera, í umhverfi sem að- eins nútímalegir arkitektar hefðu getað skapað. Morgunblaðið/Kristinn 25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.