Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Síða 48
Náttúran
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014
Ef þér heyrist eitt augnablik, í sveitaferðinni, að það sé verið að sjóða
hafragraut úti í náttúrunni er þetta enginn grautur heldur spóar í ástarleik.
Eins og í sjóðandi graut heyrist í þeim í þeim athöfnum sem eru alltaf jafn
ástúðlegar þótt þeir skipti helst aldrei um maka. Svo flautar hann marg-
víslega að auki.
Svona þekkirðu spóann: Það er fremur auðvelt að þekkja spóann. Ef
þú sérð háfættan fugl með langt, íbjúgt nef, er líklegt að um spóa sé að
ræða. Spói er dekkri á baki en neðri hluta, módröfnóttur og en á höfði
hans er mynstrið fíngerðara.
Svona þekkirðu hreiðrið: Hreiður spóa er
áberandi en einfalt. Það er sinuklædd laut ná-
lægt mosaþúfu og óhulið. Spóinn verpir víða
en það skemmtilega við ungana er að þeir
fara snemma á stjá og nenna lítið að vera
í hreiðrinu en eru þess í stað að tína
upp í sig skordýr í næsta ná-
grenni svo það er sjón að
sjá.
Það er nokkuð algengt að fólk rugli þessum fuglum
saman; svartþresti og stara, eða starra eins og hann er
líka kallaður.
Svona þekkirðu fuglana: Svartþrösturinn er alveg
svartur, með gulan gogg. Kvenfuglinn er þó ívið brúnni
og ljós að neðan. Þeir eru með rákir á bringu og
brjósti. Horfið fyrst á fæturna. Svartþrösturinn er með
dökka fætur en starinn er með rauðbrúna fætur. Þá er
fjaðurhamur starans á sumrin ljósdílóttur.
Svona þekkirðu hreiðrið: Ef þú rekst á hreiður í
gasgrillinu þínu eða hitalampanum gæti þetta
vel verið hreiður svartþrastar. Hreiður
starans er líka að finna í mannabústöð-
um, undir þakskeggjum, veggjum
og er mun draslaralegra en
hreiður svartþrastarins
sem er grófgert og
úr alls kyns
efni-
við.
EKKI RUGLA ÞESSUM SAMAN:
SVARTÞRÖSTUR OG STARI
Hin eina sanna lóa, persónugervingur vors og sumars, er heiðlóa. Í sumar ættu lesendur að
geta séð hana í fjörum og móum.
Svona þekkirðu hana: Að ofan er hún dökk með gulum dílum. Neðri parturinn er svartur
og hvítur og vangar eru svartir. Milli gulu dílanna og þess svarta að neðan er eitt sem er ein-
kennandi fyrir hana og gott hjálpartæki til að þekkja hana: Hvít s-laga rönd. Fæt-
urnir eru gráir og goggur afar stuttur og svartur.
Svona þekkirðu hreiðrið: Laut eða dæld í lyngmóa sem lætur lítið yfir
sér, fóðruð með grasi og laufi. Varp var að hefjast og mætti rekast á egg,
grámosagræn eða ljósgræn með svörtum rákum í þessum hreiðrum
næsta mánuðinn. Um miðjan júní mætti fara að sjá unga í þessum
hreiðrum og þeir fljúga á brott 1.-2. vikuna í júlí. Farið því varlega
úti í móa. Ef þið viljið kasta kveðju á lóuna skulið þið gera
það áður en júlí endar, þá kveður hún landið í bili.
Morgunblaðið/Ómar
GLEÐIGJAFINN EINI: LÓAN
Morgunblaðið/Ómar
ELSKAR ÚT LÍFIÐ: SPÓINN
Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ómar
Þekktu
fuglana þína
og hreiðrin
VIÐ KÖNNUMST ALLT OF MÖRG VIÐ ÞAÐ AÐ GETA EKKI
SVARAÐ EINFÖLDUSTU SPURNINGUM BARNA OKKAR Í
SUMARFRÍINU SEM BENDA Á HINN OG ÞENNAN FUGLINN
OG SPYRJA OKKUR HVER SÉ HVAÐ OG HVAÐ HANN GER-
IR. ÞÁ REKUR HREIÐUR KANNSKI Á FJÖRUR OKKAR OG
ENGINN VEIT NEITT. HÉR ERU NOKKRIR FUGLAR SEM
BORGARBÖRN OG AÐRIR SEM VITA EKKI NÓG UM EN
ÆTTU AÐ VITA MEIRA ÆTTU AÐ LESA UM.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is