Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 52
Menning
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014
James Lingwood: Það tók hátt í áratug að
gera myndina RIVER OF FUNDAMENT.
Getur þú sagt mér af upphafi hennar?
Matthew Barney: Persónulegt samband
mitt við Norman Mailer myndaðist þegar
hann lék hlutverk Harrys Houdinis í mynd
minni Cremaster 2. Nokkrum árum eftir að
ég kláraði Cremaster-hringinn veittu Frakkar
Mailer heiðursfylkingarorðuna og hann bað
mig að koma með sér þegar hún var afhent.
Þá hafði ég ekki séð hann um árabil. Eftir at-
höfnina fór hann með mig afsíðis og sagði:
„Ég bauð þér ekki til að þú gætir séð mig
taka við viðurkenningu, ég vildi að þú læsir
Ancient Evenings.“ Ég hafði aldrei heyrt um
bókina, en hann útskýrði að hún gerðist í
Egyptalandi til forna og hann hefði á tilfinn-
ingunni að hún myndi höfða til mín, að
kannski leyndist kvikmynd í henni. Mín fyrstu
viðbrögð voru að ég væri ekki að gera kvik-
myndir eins og stæði, en hugmyndin um að
setja langa frásögn á svið vekti áhuga minn.
Ég vissi ekki hvaða mynd þetta gæti tekið á
sig, þótt einhvern veginn væri hugmyndin um
óperu í huga mér. Jonathan Bepler, tón-
skáldið, sem samdi alla tónlistina í Cremaster,
og ég höfðum um nokkurt skeið rætt um að
takast á við óperuhefðina. Þegar ég byrjaði að
lesa bókina fannst mér strax eins og ég væri
með handrit að óperu í höndinum.
JL: Hvernig þróaðist þessi hugsun?
MB: Í fyrstu horfði ég til þess hvernig texti
Mailers er uppbyggður, velti fyrir mér hvern-
ig egypsk goðafræði er notuð með frekar blátt
áfram hætti í Ancient Evenings. Líkt og í
mörgum af verkum Mailers liggja rækilegar
rannsóknir að baki bókinni. Við lesturinn virð-
ist í fyrstu spillingin yfirgengileg og jaðra við
klám, en þegar maður síðan lítur á egypska
goðafræði sést að margt af þessu kemur það-
an. Þarna er mikið svigrúm, en í fyrstu fannst
mér hugmyndin um að takast á við egypska
goðafræði uggvænleg.
JL: Hvernig stóð á því að egypsk goðafræði
kveikti áhuga þinn?
MB: Í Cremaster þrjú er fjallað um goð-
sagnir frímúrarareglunnar, sem tengist
Egyptalandi til forna. Í mínum huga voru frí-
múrarar í þægilegri fjarlægð frá uppsprettu
slíkrar goðafræði, horft í gegnum óskýrari
gátt. Ég hugsaði með mér að í Cremaster 3
hefði ég þegar fengist við efni af þessu tagi,
þannig að ég geymdi það hjá mér um hríð og
fór að venjast þessari áskorun. Þar kom að
mér fannst vandinn við lágkúru efnisins verða
kostur.
JL: Nánast enginn hefur lesið bókina, hún
er ekki með aðgengilegri verkum Mailers.
Hversu lík að uppbyggingu eru RIVER OF
FUNDAMENT og Ancient Evenings?
MB: Almennt talað eru í byggingu mynd-
arinnar hennar eigin innviðir, sem eru gegn-
umgangandi, og af og til er klippt yfir í leikin
atriði, sem eiga sér stað í landslaginu, sér-
staklega í Los Angeles í fyrsta hlutanum, síð-
an Detroit og loks í stórri þurrkví í Brooklyn.
Þessi atriði eru nátengdari endursögninni á
kjarna egypskrar goðafræði. Þetta end-
urspeglar það sem gerist í skáldsögunni, þar
er farið fram og til baka milli innviðanna og
hins staðbundna, og skyndilega er lesandinn
kominn á flug með guðunum í ótrúlegum lýs-
ingum í texta hans, og er síðan settur aftur til
hliðar. Oft er lesandinn staddur á milli
tveggja anda sömu persónunnar, eða persón-
unnar og tvífara hennar, og það er ekki alfar-
ið ljóst sjónarhorn hvers er á ferðinni. Í
myndinni eru þrjár sögupersónur, sem taka
stöðugum breytingum. Myndin fær að láni
þann anda, sem egypsk goðafræði er notuð
með í textanum.
JL: Hversu mikilvægt er fyrir áhorfendur
þína að hafa einhverja þekkingu á hinu flókna
sambandi á milli þessara egypsku guða?
MB: Samband mitt við frásögnina virkar oft
á þann veg að fyrir liggur nokkuð agaður
texti og handrit til að hefja verkefnið. Það
sem gerir bókina Ancient Evenings dálítið
ólæsilega með sínum flóknu og mörgu sam-
böndum gerði hana mjög aðlaðandi í mínum
huga sem burðarvirki. Ég hef mikinn áhuga á
þessum samböndum með frekar óhlut-
bundnum hætti, á að halda sambandinu milli
hinna ýmsu persóna frekar frjálslegu. Þetta
er eitt af því sem fær mig til að koma alltaf
aftur að því að rýna í hinar ýmsu flækjur frá-
sagnarformsins, sambandið milli persóna, sög-
ur, sem að verulegu leyti byggjast á ættfræði
og sifjaspellssamböndum eins og á við um RI-
VER OF FUNDAMENT. Ég hef ekki mikinn
áhuga á að segja frá þeim með hefðbundnum
hætti, mun frekar að segja frá þeim með
hætti myndhöggvarans, sambandinu milli
hluta, milli forma í innsetningu. Það sem gerir
Ancient Evenings dálítið ólæsilega sem texta
gerir hana mjög aðlaðandi sem kerfi fyrir
verkið.
JL: RIVER OF FUNDAMENT fjallar um
ferðalag úr einu ástandi í annað og ferli á
ýmsum stöðum. Þessi hugmynd um ferðalag
umbreytinga endurtekur sig í mörgum verka
þinna.
MB: Vissulega. Þarna er á ferð útskipt-
anleiki landslags og persóna, á ólíku ástandi,
sem er fyrir hendi í tiltekinni persónu og í
breytilegu landslagi, sem mér finnst mjög
heillandi. Þetta er án vafa verk, sem í kjarna
sínum fjallar um umbreytingu.
JL: Það er sláandi hvað vökvar koma víða
við og þarfir líkamans, kynlíf og saur.
MB: Ég held að okkur Mailer gangi ólíkt
til. Mailer virðist altekinn af því að nota for-
kristilega umgjörð til að þurrka út hverslags
siðferðisspurningar, í því samhengi að nota
berorðar kynlífslýsingar, varðandi spurning-
arnar um sifjaspell, sem vekja ákveðna sið-
ferðisspurningu, og ég held að hann hafi viljað
leysa allt þetta upp. Ég hef í raun áhuga á að
nota berorðar kynlífslýs-
ingar sem frumástand.
Eitthvað í þá átt að í
texta Mailers eru lands-
lagið og líkaminn eitt, að
kynlífsþátturinn sé fyrir
mér hluti af landslaginu.
Fosfórvökvinn í jörðinni,
bráðið hraunið, allar vís-
anirnar til breytilegs
landslags.
JL: Og gagntekningin
af hinum líkamlegu þörf-
um? Þetta kemur í kjöl-
farið á notkun þinni á
hinum ýmsu efnum í fyrri verkum þínum, va-
selíni til dæmis. Í RIVER OF FUNDA-
MENT er saur eitt helsta efnið.
MB: Í verkum mínum hef ég löngum lagt
áherslu á mótun, út frá höggmyndinni. Í ár-
anna rás hef ég einkum mótað úr gerviefnum
og eitt af því sem textinn í Ancient Evenings
gerði mér kleift var að útvíkka aðferðir mínar
við höggmyndir til hefðbundnari mótunarefna.
Textinn gefur járnöld til kynna og upphaf
blandaðra málma. Með því að yfirfæra aðferð-
ir mínar við mótun á hin hefðbundnu málm-
efni, sem notuð eru við listsköpun, held ég að
myndist samband á milli hins skítlega orðfær-
is skáldsögunnar og mótunarorðfæris högg-
myndarinnar. Skítur er í raun mótaður hlutur
innan úr líkama manns, úrgangur, sem lík-
aminn þarfnast ekki lengur. Þetta tengist sér-
staklega járngerð og mótun höggmyndarinnar
í stálverksmiðjunni í Detroit í öðrum þætti.
Í textanum er saur lýst sem upphafi og endi.
Til þess að hinn látni geti lifað á ný þarf hann
að fara um Fljót saurs, Fljót dauðans, þetta
frumástand, sem er bæði upphaf og endir.
JL: Hvað um ýmsa aðra vökva? Sæðið, sem
er kvikasilfur.
MB: Það er fallegur kafli í texta Mailers
þar sem hann lýsir ábyrgðarleysi guðanna,
endalausri kynferðislegri bælingu þeirra. Í
hvert skipti sem guð fær sáðlát og það fer
ekki í annan guð verður til nýr sjúkdómur.
Sæði Sets, guðs stormanna, er sérstaklega
eitrað vegna þess að hann er jafnvel enn
ábyrgðarlausari en sumir hinna guðanna. Um
leið tek ég efnislegt orðfæri Ancient Evenings
og beiti því á myndina þar sem er að finna
fjölskyldu höggmynda, sem fylgja grunn-
málminum og fara ofan í hinar ólíku málm-
blöndur hinnar gulu málmfjölskyldu á leiðinni
til gulls, þetta allt vakti áhuga minn.
JL: Hvað er þín persóna í myndinni?
MB: Hún er kölluð Ka Normans. Ka er tví-
farinn. Sálin er í ýmsu ástandi í egypskri
hugsun. Fyrsta ástandið er leyninafn og þegar
maður deyr fer leyninafnið. Þá kemur Kun,
sem er sýn manns á ljósið. Síðan Ba, sem er
hjartað, og þá Kawhich, sem er tvífari manns,
sem birtist rétt áður en maður gleymir öllu.
Ka birtist og segir manni hvar maður hefur
verið og hvað maður hefur gert.
JL: Hvernig tengist þetta sambandi þínu við
Mailer?
MB: Í Cremaster 2 fékk ég mikinn áhuga á
afstöðunni til feðranna, það var mér mik-
ilvægt að Mailer léki Houdini í þeirri mynd.
Og það er mér mikilvægt að John Mailer,
sonur hans, leiki fyrsta Norman í þessari
mynd og að ég leiki tvífara hans. Ég held að
valið í hlutverk í myndinni hafi verið einhvers
konar gullgerðarverkefni fyrir mér.
JL: Nálgaðist þú gerð RIVER OF FUNDA-
MENT með öðrum hætti en fyrri myndir þín-
ar?
MB: Í upphafi hafði ég í huga ákveðin atriði
á ýmsum stöðum og síðan þróaðist þetta yfir í
þessa útgáfu af kvikmyndaóperu. Mér fannst
ég fara vaxandi sem
kvikmyndagerðarmaður í
þessu verkefni.
JL: Hópur þekktra
persóna kemur fyrir í at-
riðunum í húsi Mailers,
Salman Rushdie, Jeffrey
Eugenides, Lawrence
Weiner, Elanie Stritch.
Hvernig fórstu að því að
vinna með þeim?
MB: Það er ekki hægt
að skrifa efni fyrir þetta
fólk, þannig að ég þurfti
að finna leið til að koma
þeim saman og lagði til þemu, sem þau gætu
brugðist við. Ég er ekki mikið fyrir að vinna
með leikurum miðað við að vinna með raun-
verulegu fólki. Samræðurnar eru mjög mik-
ilvægar til að skapa kringumstæður og láta
Norman Mailer koma fram sem persónu. Ég
fæst ekki við að dekstra fram tilþrif hjá leik-
ara. Ég bý til kringumstæður, sem hafa áhrif
á hegðun. Ég er góður í því, frekar en að
veita leikara endurgjöf.
JL: Víkjum að öðru lykilatriði. Bandaríski
bíllinn ferðast í gegnum myndina. Chrysler
Imperial leikur til dæmis mikilvægt hlutverk í
ferðalaginu. Hvers vegna var það óskafar-
artækið?
MB: Að hluta til vegna Cremaster 3.
Fyrstu hundrað síður skáldsögunnar eru eins
og fyrsti hlutinn af Cremaster 3, lýsing í
fyrstu persónu á einstaklingi, sem kemur í
rými, sem kann að vera kunnuglegt en hann
man ekki eftir. Hann er í raun að deyja og
lýsir þeirri tilfinningu og hann fer frá einum
stað á annan og púslar hlutum saman. Þetta
er því örlítið eins og persóna lærlingsins í
Cremaster 3, kemur úr undirheimunum og
birtist í anddyrinu með fimm Chrysler Im-
perial.
Cremaster 3 var því alltaf upphafsreitur
fyrir þetta verkefni. Ég átti enn Chrysler Im-
perial-bíl eftir klessukeyrsluna í þeirri mynd.
Þegar ég áttaði mig á að það yrði ógerningur
fyrir mig að fylgjast með öllum persónunum í
textanum ákvað ég að stilla bílnum upp fyrir
miðju verksins.
JL: Hvað segir RIVER OF FUNDAMENT
um heimsveldi?
MB: Líkt og skáldsagan fjallar hún um
deyjandi heimsveldi. Um leið get ég sagt eftir
að hafa varið nokkrum tíma í Detroit við gerð
seinni hluta myndarinnar að út frá borginni
má skilgreina fegurð rétt eins og hverju öðru
sem ég get hugsað mér, hin lagskipta saga
sést öll í einu. Borgin er eins og opið sár,
maður sér forsögulega tíma, málmauðinn,
framleiðslugóðærið, alla snilligáfuna, auðinn,
hinn stórkostlega arkitektúr miðborgar Detro-
it á þriðja og fjórða áratugnum, hnignunina
þegar dró að lokum 20. aldar og síðan þessa
grasrótarorku, sem er sýnileg í ýmsum hlut-
um borgarinnar í dag. Sem er fallegt. Þannig
að þetta snýst ekki bara um fall, líka um
hringrás.
JL: Sögustaðirnir þrír í myndinni eru í
Bandaríkjunum: Los Angeles, Detroit, New
York, staðir sem gegna ólíku hlutverki í þróun
Bandaríkjanna.
MB: Upprunalega var það ekki þannig í
handritinu. Upprunalega höfðum við í huga
tökustaði í námum í Póllandi og Þýskalandi. Á
þeim tíma var ég að kafa dýpra í textann og
furðaði mig á því hvað hann var bandarískur.
Þar kom að mér varð ljóst að það yrði að
segja söguna í Bandaríkjunum og nota banda-
rískt orðfæri.
JL: Og bandarískar persónur sem hafa
táknrænt gildi gagnvart valdi og karl-
mennsku. Hringrás myndarinnar hefst og lýk-
ur á Hemingway?
MB: Ég las dóm um Ancient Evenings eftir
gagnrýnandann Harold Bloom, sem kristallaði
ákveðna hluti í huga mér. Þar var gefið til
kynna að bók Mailers væri sjálfsævisöguleg
og einn hinna miklu átakaþátta hjá Mailer
hefði verið metnaður hans til að vera Hem-
ingway, en það voru ástæður fyrir því að það
gæti hann aldrei orðið. Bandaríkin, sem Mai-
ler skrifaði fyrir, voru á ólíkum tíma. Þau
þörfnuðust ekki lengur þeirrar tegundar af
skáldsögu. Þau höfðu bíóið, frekar þá nálgun
að ganga alla leið, en hreinleika Hemingways.
Kynslóð Mailers fór að leyfa sér meira
frjálsræði í að fara í heimildarleysi á milli
ólíkra forma og miðla. Það er nokkuð, sem
mín kynslóð erfði. Mailer er samtímis skáld-
sagnahöfundur, stjórnmálamaður, samfélags-
rýnir, frægur, unnandi íþrótta. Þessi flókna
mynd fannst mér áhrifarík. Ágreiningurinn
við persónu föðurins fór að skerpa eðli per-
sónu faraósins í myndinni. Um leið held ég að
ég hafi sérstakan áhuga á sjálfsmorði Hem-
ingways vegna þess að hann tók líf sitt
skammt þar frá sem ég ólst upp í Idaho. Það
var alltaf blettur á húsinu.
JL: Eru Hemingway-atriðin tekin í því húsi?
MB: Já, lokaatriðið er í anddyri hússins þar
sem hann skaut sig og mjög nálægt vatninu
þar sem rauðlaxinn hrygnir og drepst. Mér
fannst það rétta leiðin til að enda myndina.
JL: Maður fær tregaljóð á tilfinninguna. Og
tregaljóð til einhvers konar karlmennsku.
Ferðalag umbreytinga
NÝJASTA VERKIÐ EFTIR MATTHEW BARNEY, MYNDIN RIVER OF FUNDAMENT, VERÐUR SÝNT Á LISTAHÁTÍÐ. BARNEY KEMUR SÉRSTAKLEGA TIL LANDSINS
Í TILEFNI AF SÝNINGUNNI Í LAUGARÁSBÍÓI Á ÞRIÐJUDAG OG MUN KYNNA MYNDINA. EGYPSK GOÐAFRÆÐI ER Í FYRIRRÚMI Í MYNDINNI, EN BANDA-
RÍKIN SÖGUSVIÐIÐ. VERKIÐ ER KVIKMYNDAÓPERA UM RIS OG FALL HEIMSVELDA, KYNLÍF OG SAUR, DAUÐA, ENDURFÆÐINGU OG ENDURHOLDGUN.
BARNEY TALAR UM MYNDINA OG LIST SÍNA Í EINKAVIÐTALI VIÐ MORGUNBLAÐIÐ. JAMES LINGWOOD RÆDDI VIÐ HANN.
* Ég fæst ekki viðað dekstra framtilþrif hjá leikara. Ég
bý til kringumstæður,
sem hafa áhrif á
hegðun. Ég er góður í
því, frekar en að veita
leikara endurgjöf.