Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014 Kvennasönghópurinn „Boudoir“ heldur vor- tónleika á sunnudag klukkan 17 í Fella- og Hólakirkju. Sönghópurinn var stofnaður í haust sem leið af tónskáldinu og kórstjór- anum Julian Hewlett og hefur hópurinn þeg- ar komið víða fram við ýmsar uppákomur. Í sönghópnum eru faglærðar söngkonur, og eingöngu konur eins og nafnið vísar til en orðið „Boudoir“ merkir „kvennadyngja“. Er það fornt franskt orð yfir búningsherbergi sem eingöngu var ætlað konum. Flestar starfa söngkonurnar einnig sem einsöngvarar. Flutt verður fjölbreytt efnis- skrá, allt frá eldri klassískum kórverkum yfir í nútímadægurlög. Hewlett stjórnar og leikur jafnframt á píanó ásamt Judith Thorbergsson. VORTÓNLEIKAR „BOUDOIR“ KONUR SYNGJA Kvennasönghópurinn „Boudoir“ kemur fram á vortónleikum í Fella- og Hólakirkju á sunnudag. Orhan Pamuk hlaut Nóbelsverðlaunin 2006. Safn rithöfundarins og nóbelsverðlaunahaf- ans Orhan Pamuk, Safn sakleysis eða Mu- seum of Innocence, hefur verið útnefnt safn ársins 2014 í Evrópu. Pamuk tileinkaði verð- launin tyrknesku námuverkamönnunum sem létu lífið í mannskæðu slysi í Soma. Safnið, sem var opnað í apríl 2012, er fyrsta safnið sem vitað er til að hafi verið inn- blásið af skáldsögu. Það er staðsett í fjögurra hæða húsi í Çukurcuma-hverfi Istanbúl. Allt að 200 gestir leggja leið sína í safnið daglega og greiða aðgangseyri sem er á bilinu frá 1.000 til 1.500 íslenskar krónur. Þeir sem mæta með eintak sitt af skáldsögu Pamuks, sem safnið er nefnt eftir, greiða hins vegar ekkert svo fremi að þeir leyfi starfsmönnum safnsins að stimpla á aðgöngumiðann sem prentaður er í lokakafla bókarinnar. SAFN ÁRSINS Í EVRÓPU SAFN SAKLEYSIS Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarkona á verkið á sjöundu sýningu Myndlist- arhátíðar 002 Gallerís sem verður opnuð klukk- an 14 í dag, laugardag. Verkið nefnir Hildigunnur „þúfu[njálsgata]barð“. 002 Gallerí er í íbúð og vinnu- stofu Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og raf- virkja, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Á sýn- ingunni setur Hildigunnur fram skynjunar- æfingu fyrir skynsemina, sem ertir tilvistar- stöðvar vitundarinnar, en slíkar æfingar segir hún þroska litróf skynjunarinnar. Titill sýn- ingarinnar vísar til þess að forláta gólfteppi úr íbúð á Njálsgötu fær nýtt hlutverk í gall- eríinu við Þúfubarð. Í verkum sínum beinir Hildigunnur sjónum sínum iðulega að tím- anum og sönnunargögnum um hann, og legg- ur áherslu á fundna hluti, afganga og leifar. HILDIGUNNUR SÝNIR Í 002 NÝTT HLUTVERK Hildigunnur Birgisdóttir Kammerkór Suðurlands kemur fram á tónleikum í Norður-ljósasal Hörpu í dag, laugardag, klukkan 16. Á tónleikunumverða frumfluttar á Íslandi Þrjár Shakespeare-sonnettur eftir breska tónskáldið Sir John Tavener, verkið Islands (Ynysoedd) eftir annað breskt tónskáld, Jack White, og Heilsa þér Kjarval eftir Pál Guðmundsson frá Húsafelli, í útsetningu Snorra Sigfúsar Birg- issonar. Stjórnandi kórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Tvö fyrrnefndu verkin voru frumflutt á tónleikum Kammerkórs Suðurlands í Southwark-dómkirkjunni í Lundúnum í nóvember síð- astliðnum, sem óvænt urðu að minningartónleikum um Sir John Tavener, sem lést þremur dögum fyrir tónleikana. Tónleikarnir vöktu athygli þar í landi og fengu góða dóma í breskum fjölmiðlum. Þessi verk verða nú frumflutt á Íslandi. Verk Páls frá Húsafelli verður einnig frumflutt en það samdi hann við ljóð nafna síns og afa, Páls Guðmundssonar frá Hjálmsstöðum. Verk sitt samdi Jack White fyrir kórinn árið 2013 en hann var valinn til þess af bresku tónlistarsamtökunum Sound and Music sem ein skærasta unga stjarna Breta á sviði tónsmíða um þessar mundir. Tónskáldið, sem er upprunnið í Wales, leggur áherslu á að tengja saman Ísland og Wales í gegnum hljóðblæbrigði vatns. Sungið er á ýmsum tungumálum; fornvelsku, ensku og íslensku, en íslenska hluta verksins samdi Sjón. Á tónleikunum verða einnig flutt nokkur eldri verk Taveners og nýleg verk eftir ung íslensk tónskáld, þau Georg Kára Hilmarsson, Völu Gestsdóttur og Margréti Kristínu Blöndal. Einsöngvarar með kórnum eru sópransöngkonurnar Björg Þór- hallsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Tui Hirv og Margrét Kristín Blön- dal, ásamt Hrólfi Sæmundssyni baríton. Sérstakur heiðursgestur verður heimskunn sópransöngkona, Patricia Rozario, en hún hefur frumflutt fjölda verka eftir Tavener og heillaðist af flutningi Kamm- erkórs Suðurlands á tónleikunum í Southwark-dómkirkjunni sl. haust. Þá syngur með kórnum djúp-bassasöngvarinn Adrian Peacock, sem hefur starfað með kórnum um árabil. Tólf manna barokksveit leikur ennfremur á tónleikunum, skipuð félögum úr Bachsveitinni í Skálholti og Barokk Reykjavík. Þá eru ótaldir tveir kórar sem hlaupa undir bagga í verkinu „Song for Athene“ eftir John Tavener; ungmeyjakórinn sem söng með Megasi í Grafarvogskirkju á nýliðinni föstu og karlakórinn Vox Humana. FLYTJA SHAKESPEARE-SONNETTUR TAVENERS Tónleikar Kammerkórsins Kammerkór Suðurlands á tónleikum á Englandi. Flutningur hans á tón- verkum Sir Johns Tavener hefur vakið mikla athygli. KAMMERKÓR SUÐURLANDS FLYTUR Á LISTAHÁTÍÐ VERK EFTIR TAVENER, WHITE OG PÁL FRÁ HÚSAFELLI. Menning M ér þykir mjög vænt um að geta frumflutt verkið hérna heima,“ segir Anna Þorvaldsdóttir um verk sitt In the Light of Air sem hinn virti bandaríski nútímalistahópur International Contemporary Ensemble (ICE) heimsfrumflytur í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld, sunnudag, kl. 20, en tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík 2014. Í framhaldinu verður verkið m.a. flutt í Atlas Performing Arts Center í Washington DC 29. maí, á Mostly Mozart Festival í New York í ágúst og víðar í Bandaríkjunum næsta vetur. In the Light of Air er fyrsta tónverkið sem Anna semur fyrir ICE, en tónlist- arhópurinn hefur verið iðinn við að leika verk hennar sl. tvö ár og á tónleikum ICE í New York í ágúst mun hópurinn einnig leika Into Second Self fyrir blásara og slagverk og Shades of Silence fyrir strengjatríó og sembal. „Þegar ICE pant- aði verkið hjá mér fékk ég alveg frjálsar hendur m.t.t. til hljóðfæraskipunar og allr- ar tækniúrvinnslu, eina skilyrðið var að þetta væri langt verk sem fyllti heila tón- leika,“ segir Anna, en þess má geta að verkið er 43 mínútur að lengd og fyllir 107 bls. í nótnaskrift. „Ég ákvað að hafa ekki of mörg hljóð- færi til að auðvelda tónleikaferðalög hóps- ins, því ég veit að þau langar að fara víða með verkið“ segir Anna, en verkið samdi hún fyrir hörpu, píanó, víólu, selló, slagverk og rafhljóð sem og ljósainnsetn- ingu. „Ljósainnsetningin er mjög fínleg og í raun bara hluti af andrúmsloftinu í verkinu. Hljóðfæraleikararnir stýra ljós- unum með andardrætti sínum og hljóð- færaleik. Þetta er mín leið til þess að sjóngera hluta af hljóðinu. Tæknimenn úr röðum ICE eru búnir að útbúa ljósakerfi sem hægt er að stýra með þessum sér- staka hætti,“ segir Anna og tekur fram að sérstakur ljósabúnaður fylgi hópnum auk þess sem innsetningin byggist einnig á skrautskúlptúrunum eftir Svönu Jóseps- dóttur sem nefnast „Klakabönd“. „Um er að ræða málmplötur af nokkrum stærðum, allt frá 25 cm að þvermáli upp í rúman metra. Ég nota „Klakaböndin“ sem inn- setningu, en á ákveðnum tímapunkti í verkinu breytast þau í hljóðfæri sem leik- ið er á,“ segir Anna leyndardómsfull. Með kammeróperu í smíðum In the Light of Air byggist upp á fjórum köflum, Luminance - Serenity - Existence- Remembrance, sem saman mynda eina heild, en eru líka hugsaðir sem sjálf- stæðar einingar sem hægt er að flytja einar og sér í framhaldinu. „Verkið er þannig fjórleikur í sjálfu sér. Fyrsti kafl- inn kynnir andrúmsloftið og stemninguna sem er ríkjandi í heildarverkinu. Annar kaflinn er lagrænni og myndar nokkurs konar hljóðaskúlptúra sem leiða áheyr- endur yfir í þriðja kaflann, en þar er líkt og tíminn standi í stað áður en farið er yfir í fjórða kafla sem fer með áheyr- endur á meira flug. Það er mismunandi milli kafla hvaða hljóðfæri eru ráðandi. Hljóðfærin skiptast á að gegna hlutverki einleikara og meðleikara, en hvert hljóð- færi fær eitt aðalsóló, eða megin-fókus, í verkinu öllu.“ Aðspurð segist Anna vera með þónokk- ur verk í vinnslu um þessar mundir. „Af stærri verkunum má nefna að ég er að skrifa kammerverk fyrir norska kamm- erhópinn Bit20 sem frumflutt verður á Englandi í haust og í framhaldinu í Nor- egi. Síðan er ég að vinna að mjög spenn- andi óperuverkefni fyrir fjóra söngvara og kammersamspil sem pantað var af mér að frumkvæði Arnbjargar Maríu Danielsen. Leikstjóri verður Þorleifur Örn Arnarsson og óperan verður frumflutt á nútíma- tónlistarhátíðinni Ultima í Osló haustið 2015, síðan á Myrkum músíkdögum í árs- byrjun 2016 og í framhaldinu í Þýskalandi og víðar,“ segir Anna, en um hljóðfæra- leik í Noregi sér Bit20 og á Íslandi er það Caput-hópurinn sem leikur. „Við erum að skoða mögulega söngvara sem stendur og ljóst að hópurinn verður fjölþjóðlegur,“ segir Anna og vill að svo stöddu ekki gefa mikið upp um söguþráð óperunnar. „Ég get þó sagt að ég notast ekki við þekkta sögu heldur mynda söguþráðinn sjálf í gegnum tónlistina á abstrakt hátt.“ Dásamlegt að vera komin heim Tæp tvö ár eru liðin frá því Anna hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2012. Aðspurð segir Anna ljóst að verðlaunin hafi opnað sér nýjar dyr. „Þó er vissu- lega alltaf erfitt að greina slíkt orsaka- IN THE LIGHT OF AIR EFTIR ÖNNU ÞORVALDSDÓTTUR HEIMSFRUMFLUTT Í HÖRPU Á MORGUN Sjóngerir hluta hljóðsins FRÁ ÞVÍ ANNA ÞORVALDSDÓTTIR HLAUT TÓNLISTARVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS HEFUR HÚN VERIÐ Á FERÐ OG FLUGI VIÐ AÐ FYLGJA VERKUM SÍNUM EFTIR. HÚN SEGIST EKKI EIGA GOTT MEÐ AÐ SEMJA Á FERÐA- LÖGUM, ÞVÍ HÚN ÞURFI AÐ GETA LOKAÐ SIG AF, OG DÁSAMAR BÚFERLAFLUTNINGA HEIM TIL ÍSLANDS Í FYRRA. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is * Ljósainnsetningin ermjög fínleg og í raunbara hluti af andrúmsloft- inu í verkinu. Hljóðfæra- leikararnir stýra ljósunum með andardrætti sínum og hljóðfæraleik. Þetta er mín leið til þess að sjóngera hluta af hljóðinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.