Morgunblaðið - 18.07.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.07.2014, Qupperneq 4
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Atvinnuleysi meðal háskólamennt- aðra hefur lítið breyst í sumar frá fyrra ári en störfum fyrir iðnmennt- aða fjölgar hins vegar hratt. Þetta má lesa út úr greiningu Vinnumálastofnunar á atvinnu- leysinu í júní. Segir þar að 545 ein- staklingar sem lokið hafa iðnnámi hafi verið án vinnu í júní, borið sam- an við 820 í fyrra. Það er fækkun um 34% á einu ári. Staðan er önnur hjá háskólamenntuðum. Alls 1.431 ein- staklingur með slíka menntun var án vinnu í júní sl. en 1.546 í júní í fyrra- sumar. Það er um 7% fækkun. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá VMST, telur aðspurður að margir sem lokið hafa grunnnámi í háskóla eigi erfitt með að fá vinnu, t.d. verk- fræðingar og tölvunarfræðingar. Gjarnan sé nú krafist meistaraprófs. Meiri hreyfing á vinnumarkaði Hann segir þá breytingu hafa orð- ið á vinnumarkaði frá því í fyrrasum- ar að nú sé meiri hreyfing á fólki milli starfa. Það staldri skemur við á atvinnuleysisskrá en áður. Það bendi til aukins framboðs starfa. Afar lítið atvinnuleysi er á lands- byggðinni eða 2,5% að meðaltali, samkvæmt skilgreiningu Vinnu- málastofnunar. Karl telur aðspurður líklegt að skortur sé orðinn á starfsfólki í viss- um greinum. Alls eru 1.593 skráðir án vinnu á landsbyggðinni en til samanburðar er vinnuafl þar áætlað 63.720 einstaklingar. Á höfuðborgar- svæðinu eru 4.124 án vinnu og sam- svarar það 3,6% atvinnuleysi. Lands- meðaltalið er 3,2%. „Þetta er að verða mjög lítið at- vinnuleysi og nálgast það sem var í kringum 2002-2004“ segir Karl. „Og það er minna en lengst af á tíunda áratug síðustu aldar. Það var þannig mikið atvinnuleysi á árunum 1993- 1996 og fór ársmeðaltalið þá hæst í 5%.“ Að sögn Karls hefur atvinnuleysi á landsbyggðinni verið minna en á höfuðborgarsvæðinu alla þessa öld, ef undan eru skilin árin 2006-2008, þegar þetta snerist við vegna spennu á vinnumarkaði á suðvesturhorninu. Breyttist árið 1995 Fram til ársins 1995 var að jafnaði meira atvinnuleysi á landsbyggðinni en á suðvesturhorninu og telur Karl eflaust margar skýringar á því, t.d. að mikið árstíðabundið atvinnuleysi í fiskveiðum og fiskvinnslu víða á landsbyggðinni hafi farið minnkandi á árunum 1990-2000. „Þá virðist samdráttur í iðnaði og almennt aukin samkeppni erlendis frá eftir aðildina að EES-svæðinu árið 1994 hafa átt hlut að máli að atvinnuleysið varð á þessum tíma að jafnaði meira á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni,“ segir Karl um þróunina. Margir falla af skránni Spurður hversu margir hafa verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur segir Karl að hlutfall þeirra af fólki á at- vinnuleysisskrá sé nú 25-28%, borið saman við 35-40% á árunum 2011 og 2012. „Hlutfallið hefur lækkað bæði vegna þess að fólk hefur verið að klára bótarétt sinn og svo hefur starfsþjálfunarúrræðum sérstaklega verið beint að þessum hópi.“ Hann áætlar að 80-100 manns hafi klárað bótarétt sinn og því fallið af atvinnuleysisskrá hjá Vinnumála- stofnun á mánuði á árunum 2012 og 2013, eða frá um 1.900 til 2.400 eftir því með hvorri tölunni er margfald- að. „Það má áætla að fjöldinn sé svip- aður á þessu ári,“ segir Karl. Má af því ráða að frá ársbyrjun 2012 og fram á mitt þetta ár hafi um 2.500-3.000 manns fallið af atvinnu- leysisskrá, eftir að hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta. Karl bendir á að þátttaka fólks í þessum hópi í átaksverkefnum á vinnumarkaði eigi þátt í að hlutfall þess af heildarfjölda atvinnulausra hafi farið lækkandi, en fjölmargir þeirra sem voru langt komnir með bótarétt sinn fengu vinnu í gegnum slík átaksverkefni. Atvinnuleysið er á undanhaldi  Hlutfall atvinnulausra á landsbyggðinni er að meðaltali 2,5%  Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir nú „mjög lítið“ atvinnuleysi á Íslandi  Atvinnuleysi hjá iðnmenntuðum er 34% minna en í fyrra Morgunblaðið/Þórður Glatt á hjalla Það lá vel á þessum iðnaðarmönnum í Helgafellslandinu í Mosfellsbæ þegar ljósmyndara Morgun- blaðsins bar að garði fyrr í vikunni. Áformað er að byggja 300 íbúðir í Helgafellslandi á næstu tveimur árum. Þúsundir án vinnu » Samkvæmt talningu Vinnu- málastofnunar voru 5.717 ein- staklingar án vinnu í júní. » Af þeim voru 2.540 karlar og 3.177 konur. » Til samanburðar voru 6.935 án vinnu í júní í fyrrasumar, skv. sömu skilgreiningu. » Af þeim voru 3.195 karlar og 3.740 konur og er fækkunin á atvinnuleysisskránni því áþekk hjá kynjunum. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Samkvæmt Vinnumálastofnun voru alls 6.053 án vinnu í lok júní. Af þeim hafði 2.701 lokið grunn- skólanámi en ekki öðru námi, en til samanburðar voru 3.283 í þeim hópi án vinnu í sama mánuði í fyrra- sumar. Alls 622 með framhaldsnám ýmiss konar voru án vinnu í júní, 689 í júní í fyrrasumar. Alls 545 sem höfðu lokið iðnnámi voru at- vinnulausir í júní en 820 í júnímán- uði árið áður. Þá voru 754 sem höfðu lokið stúdentsprófi atvinnulausir í júní en þeir voru 933 fyrir ári. Loks var 1.431 sem lokið hafði háskólanámi án vinnu í júní en þeir voru 1.546 í sama mánuði 2013. Atvinnuleysi í þeim hópi hefur því lítið breyst. Mismunandi breyting milli ára TENGSL MENNTUNAR OG ATVINNULEYSIS Stúdentshúfa. Þó svo að rigningin hafi verið ráð- andi í borginni í júlímánuði, hafa þurrir dagar þó komið á stangli eins og Trausti Jónsson veðurfræð- ingur orðar það. Skipt er á milli úr- komusólarhringa kl. 9 að morgni og úrkoman sem mælist þá og kl.18 daginn áður er lögð saman og bók- uð á síðari dagsetninguna. Fjórir dagar hafa verið þurrir í Reykjavík það sem af er mánuð- inum, þ.e. 5., 6. og 8. og 14. júlí. Úr- komudagar hafa hins vegar verið þrettán, en í fyrra voru þeir fjórtán á sama tímabili, skv. upplýsingum Trausta. Flestir hafa úrkomudagar 1. til 17. júlí verið fimmtán síðustu 66 árin, 1955 og 1989. Í júlí árið 1955 voru úrkomudagar 29, en geta ekki orðið fleiri en 27 í ár ef rignir alla daga það sem lifir af mán- uðinum. aij@mbl.is Fjórir þurrir dagar í borginni í júlímánuði DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 IanaReykjavík ÚTSALA Meiri afsláttur 40-50% Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rannsókn lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu á upptökum eldsvoðans í Skeifunni 11 í Reykjavík, sem varð sunnudags- kvöldið 6. júlí sl., er lokið. Nið- urstaða hennar er að sjálfsíkveikja hafi orðið vegna hita og oxunar í húsnæði Fannar. Tveir sérfræðingar frá Mann- virkjastofnun komu einnig að rannsókn málsins. Annar þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fagstjóri eldvarna. „Það fara þarna af stað ákveðin efnahvörf og gerjun sem myndar hita. Þegar hitinn kemst svo ekki í burtu magnast hann upp þar til það fer að loga í þessu,“ segir Guðmundur en eldsupptök voru í og við þvottagrindur. Aðspurður segir hann sjálfs- íkveikjur nokkuð algengan tjón- vald, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. „Ef tekkolía er t.a.m. borin á viðarhúsgögn og tuskurnar síðan teknar og pakkað saman áður en þær enda í rusla- fötunni getur það valdið íkveikju.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir bruna á borð við þann sem átti sér stað í Skeifunni kveð- ur Guðmundur já við. „Það hefði m.a. verið hægt að láta þvottinn kólna vel áður en hann er brotinn saman eða gæta þess að honum sé ekki pakkað of þétt saman.“ Fönn leitar að húsnæði Vinnslurými þvottahússins Fannar er rústir einar eftir elds- voðann og segir Hjördís Guð- mundsdóttir hjá Fönn það enn vera óljóst hvar nýtt vinnslurými komi til með að vera staðsett í framtíðinni. „Staðsetningin er núna stóra málið hjá okkur en einnig erum við að skoða nýjar vélar og græjur,“ segir hún. Spurð hvort starfsmenn Fannar séu byrjaðir að leita að hentugu húsnæði undir vinnslurýmið ann- ars staðar kveður Hjördís já við. „Við vinnum nú hörðum höndum að því enda verðum við að finna stað til þess að geta byrjað eðli- legan rekstur á ný. Það verður ekki gert hér næstu mánuði,“ seg- ir hún. Ekki óalgeng eldsorsök  Starfsmenn þvottahússins Fannar leita nú að hentugu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu undir vinnslurými sitt Morgunblaðið/Árni Sæberg Fönn Vinnslurými þvottahússins er rústir einar eftir eldsvoðann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.