Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 17
Harmleikur » BBC sagði frá því í gær- kvöldi að um borð í vélinni hefðu verið 154 hollenskir far- þegar, 27 Ástralar, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóð- verjar, 4 Belgar, 3 Filippseying- ar og einn Kanadamaður. » Átökin í austurhluta Úkraínu hafa ekki komið í veg fyrir flug yfir svæðið en nokkur flug- félög, þ.á m. Lufthansa, British Airways, Air France og Delta tilkynntu í gær að vélar þeirra myndu ekki fljúga inn í úkra- ínska lofthelgi á næstunni. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Allt bendir til þess að Boeing 777- 200 vél Malaysia Airlines, sem hrap- aði í austurhluta Úkraínu á leið sinni frá Hollandi til Kuala Lumpur í Malasíu í gær, hafi verið skotin nið- ur. Um borð voru 280 farþegar og 15 manna áhöfn en litlar líkur eru taldar á að nokkur hafi komist af lif- andi. Hörð átök hafa geisað milli úkraínska hersins og aðskilnaðar- sinna í Donetsk-héraði, þar sem flugvélin fórst, en hvorugur aðili vill kannast við að bera ábyrgð á harm- leiknum. Flug MH17 tók af stað frá Schip- hol-flugvelli í Amsterdam kl. 10.15 að íslenskum tíma. Um fjórum klukkustundum síðar rofnaði sam- band við vélina, þar sem hún var stödd yfir austurhluta Úkraínu, um 50 km frá landamærunum að Rúss- landi. Sjónarvottar sögðust hafa heyrt háværa sprengingu og í kjöl- farið hefði vélinni rignt niður í pört- um. Blaðamenn lýstu því hvernig lík lágu á víð og dreif innan um brenn- andi brakið; sum ennþá spennt við flugvélasætin, önnur sundurtætt. Petro Porosénkó, forseti Úkraínu, sagði í tilkynningu í gær að hann hefði sett sig í samband við for- sætisráðherra Hollands, Mark Rut- ter, og sagst vilja vekja athygli á því að úkraínsk stjórnvöld vildu ekki tala um harmleikinn sem atvik eða stórslys heldur hryðjuverk. Leiðtog- ar uppreisnarmanna í Donetsk neit- uðu hins vegar sök og sögðust ekki búa yfir vopnum sem gætu skotið niður vél í þeirri hæð sem MH17 var í þegar hún hrapaði. Samkvæmt AFP er þó hugsanlegt að aðskiln- aðarsinnarnir hafi ruglað vélinni saman við úkraínska herflutningavél og skotið hana niður með rússnesku eldflaugakerfi sem þeir komust yfir fyrr um daginn. Vísar fréttastofan í færslur á samskiptasíðum leiðtoga hins svonefnda Alþýðulýðveldis Do- netsk máli sínu til stuðnings. Forseti Alþýðulýðveldisins, Alex- ander Borodai, sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn að samþykkja nokkurra daga vopnahlé í ljósi harmleiksins og þá hafði forsætis- ráðherra Malasíu, Najib Razak, eft- ir Porosénkó að forsetinn væri tilbú- inn að semja við uppreisnarmenn um mannúðaraðgang að svæðinu þar sem vélin hrapaði. Hvorugur aðilinn segist hafa valdið harmleiknum  Heyrðu sprengingu og síðan rigndi vélinni niður í pörtum  Hræðileg aðkoma AFP Brak og brunarústir Aðskilnaðarsinnar, sem ráða yfir svæðinu þar sem farþegaþotan fórst, og íbúar í nágrenninu unnu að björgunarstörfum í gær. Litlu var þó að bjarga þar sem talið er að allir innanborðs hafi farist. Flugvél hrapar Malasísk þota af gerðinni Boeing 777-200 hrapaði með 295 manns um borð Donetsk DONETSK LUGANSK 50 km KÆNU- GARÐUR ÚKRAÍNA RÚSSLAND RÚMENÍA HVÍTA-RÚSSL. PÓ LL A N D Shaktarsk Amsterdam HOLLAND MALASÍA Kuala Lumpur FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Komdu með á Ólafsvöku í Færeyjum NETVE RÐ 27.800* Brottfö r: Frá Sey ðisfirð i 24. jú lí Frá Fæ reyjum 30. júlí *1 fullorðinn, fram og til baka til Færeyja, svefnpokapláss. Stjórnvöld í Egyptalandi reyndu í gær að binda enda á blóðsúthelling- arnar á Gaza-svæðinu. Fregnir hermdu að Ísraelar og leiðtogar Hamas-samtakanna hefðu samþykkt vopnahlé, sem átti að taka gildi í nótt, en þær voru dregnar til baka. Avigdor Lieberman, utanríkis- ráðherra Ísraels, og talsmaður Hamas sögðu að fréttirnar væru ekki réttar en viðræðunum yrði haldið áfram. Fréttaveitan AFP hafði eftir stjórnmálaskýrendum í Kaíró að Egyptar hefðu reynt án ár- angurs að fá Hamas-samtökin til að fallast á tafarlaust vopnahlé án nokkurra skilyrða en síðan hafið við- ræður sem miðuðu að því að Ísraelar kæmu með einhverjum hætti til móts við kröfur samtakanna. Fundu flugskeyti í skóla Alls hafa 237 Palestínumenn beðið bana í loftárásum Ísraelshers á Gaza-svæðið síðustu níu daga. Ísr- aelar segja að markmiðið með hern- aðinum sé að stöðva flugskeytaárás- ir Hamas á Ísrael. Þeir hafa einnig sakað Hamas-samtökin um að nota óbreytta borgara sem skildi með því að fela vopn í íbúðarbyggingum, skólum og á sjúkrahúsum. Palestínuflóttamannahjálpin (UNRWA) kvaðst í fyrradag hafa fundið 20 flugskeyti í mannlausum skólum á Gaza og sagði að fordæma bæri þá sem feldu vopn í skólabygg- ingum. AFP Sorg Palestínumenn syrgja fjögur börn sem létu lífið í loftárás á Gaza. Reynt að koma á vopnahléi  Vilja koma til móts við kröfur Hamas Stjórnvöld í Rússlandi mótmæltu í gær hertum refsiaðgerðum Banda- ríkjanna og Evrópusambandsins gegn landinu vegna meintrar aðstoð- ar Rússa við aðskilnaðarsinnaða uppreisnarmenn í Úkraínu. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í fyrradag refsiaðgerðir sem beinast gegn rússneskum fjár- málafyrirtækjum, olíufyrirtækjum og vopnaframleiðendum. „Við ætlum ekki að sætta okkur við kúgun með hótunum og áskiljum okkur rétt til að grípa til refsiað- gerða,“ sagði í harðorðri tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Vladímír Pútín Rússlandsforseti mótmælti einnig aðgerðum Banda- ríkjastjórnar og sagði þær hafa „mjög alvarlegar afleiðingar“ fyrir samskipti ríkjanna. „Ég er fullviss um að þetta skaðar langtímahags- muni Bandaríkjanna, bandarísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Úkraínumenn fagna Stjórnvöld í Úkraínu fögnuðu refsiaðgerðunum, meðal annars ákvörðun Evrópusambandsins um að stöðva fjármögnun Fjárfestingar- banka Evrópu og Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu á verkefnum í Rússlandi. Rússneska utanríkis- ráðuneytið sagði að Evrópusam- bandið hefði beygt sig undir kúgun Bandaríkjanna í málinu. Leiðtogar Bandaríkjanna og Evr- ópusambandsins segja að markmiðið með aðgerðunum sé að fá Rússa til að knýja aðskilnaðarsinnana til að hætta þriggja mánaða uppreisn sem hefur kostað 600 manns lífið. Refsiaðgerðirnar urðu til þess að tvær helstu hlutabréfavísitölur kauphallarinnar í Moskvu lækkuðu um 2,7% og 4,0%. bogi@mbl.is „Sættum okkur ekki við kúgun“  Rússar mótmæla refsiaðgerðum AFP Átök Björgunarmenn í rústum húss eftir flugskeytaárás í A-Úkraínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.