Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 ✝ Snorri Þor-steinsson fædd- ist á Hvassafelli í Norðurárdal hinn 31. júlí 1930. Hann lést 9. júlí 2014 á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands á Akranesi. Foreldrar Snorra voru Þorsteinn Snorrason bóndi, f. 28.8. 1892 á Laxfossi, Stafholtstungum, d. 2.8. 1978, og Sigurlaug Gísladótt- ir, f. 6.1. 1891 í Hvammi í Norður- árdal, d. 5.6. 1974. Bróðir Snorra er Gísli Þorsteinsson, f. 15.12. 1935. Snorri var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, f. 14.12. 1935, d. 1.11. 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sölvason versl- unarmaður, f. 3.2. 1910, d. 17.6. 1995, og Undína Sigmundsdóttir, f. 6.6. 1912 í Vestmannaeyjum, d. 19.5. 1981. Snorri og Eygló voru barnlaus en Eygló átti dótturina Margréti með fyrri manni sínum Guðjóni Sigurbjörnssyni lækni. Snorri ólst upp á Hvassafelli og bjó þar þangað til hann tók við starfi fræðslustjóra þá flutti hann í Borgarnes. Hann lauk stúdents- arflokksins á árunum 1949-1971, sat í stjórn FUF í Borgarfirði og var formaður FUF í Mýrasýslu. Hann sat í stjórn SUF og í mið- stjórn Framsóknarflokksins og var formaður kjördæm- issambands framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi. Hann sat í fyrstu stjórn Kennarasambands Vesturlands og í stjórn Félags fræðslustjóra, hann var einnig fyrsti formaður Sambands versl- unarskólakennara. Var formaður Þroskahjálpar á Vesturlandi og í svæðisstjórn um málefni þroska- heftra. Sögufélag Borgarfjarðar var Snorra einkar hugleikið og var hann formaður þess á árnum frá 2000-2014, félagið gaf út Borg- firskar æviskrár ásamt Borgfirð- ingabók og íbúatali. Snorri var fé- lagi í Rótarý-klúbbi Borgarness og var forseti klúbbsins 2014- 2015. Hann gegndi embætti um- dæmisstjóra 1999-2000. Eftir hann liggja bækurnar „Sparisjóður í 90 ár. Saga Sparisjóðs Mýrasýslu 1913-2003“ frá 2004 og „Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1880-2007“ frá 2009 Snorri skrif- aði greinar um bókmenntir og sagnfræði, leikþætti, kennsluefni o.fl. Útför Snorra fer fram frá Borg- arneskirkju í dag, 18. júlí 2014, kl 11. prófi frá MR 1952. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands í uppeldisfræði, ensku og íslensku og lauk þaðan BA- prófi í íslensku og sögu svo og kennsluréttinda- prófi í uppeldis- og kennslufræðum. Auk þess sótti hann ýmis námskeið hér- lendis og erlendis. Frá 1949 var hann farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð. Þá kennari og síðan yfirkennari við Samvinnuskólann í Bifröst. Hann var lengst af fræðslustjóri Vesturlands- umdæmis og síðar forstöðumaður Skólaskrifstofu Vesturlands. Fyrstu árin sem fræðslustjóri var hann jafnframt framkvæmda- stjóri heilsugæslustöðvar Borg- arness. Snorri var virkur í fé- lagsmálum og sinnti mörgum ár- byrgðarstörfum sem hér verður einungis tæpt á. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Baulu og UMSB á árunum 1949-1958. Hann tók þátt í störfum Framsókn- Á þeim fáu dögum sem liðnir eru frá andláti Snorra bróður míns hefur hugurinn leitað til bernskuáranna. Ég fæddist 15. des. 1935, daginn áður gekk stór- viðri yfir landið og fórust margir sjómenn. Frá því var sagt í út- varpi og það heyrði hinn fimm ára gamli bróðir minn og spurði for- eldra okkar hvort svona margir hefðu orðið að deyja vegna þess að litli bróðir kom í heiminn. Það hefur verið þessum fimm ára snáða blendin ánægja að vera sendur að heiman strax eftir að þessi litli, skrítni og grenjandi bróðir kom í heiminn. Á móti kom að ferðinni var heitið til ömmu og föðursystkina á Laxfossi, þar var gott að vera. Jólin voru á næsta leiti og að sjálfsögðu var gefið lof- orð um að hann yrði kominn heim fyrir hátíðina. Það var eitt verk- efni sem sá stutti fól pabba áður en hann fór að heiman. Hann hafði komið sér upp kerfi til að telja nið- ur dagana til jóla og því mátti ekki raska. Upp á skáp hafði hann rað- að tindátum og þangað kallaði hann pabba og gaf fyrirmæli um að það ætti að fella einn á dag, ekki gleyma því og ekki fella tvo í einu. Svo var hann farinn niður á veg og var sendur einn með mjólk- urbílnum að Laxfossi. Enginn sími var á þessum árum og því ekki hægt að láta vita um ferðir hans. Hann bjargaði sér sjálfur úr bílnum og til bæjar. Eitthvað hafa foreldrar okkar rætt þessa kennslustund í meðferð tindát- anna því ég hafði komið mér upp svo sterkri mynd af þessu í hug- anum að á tímabili hélt ég að ég myndi eftir þessum fyrsta ævidegi mínum. Ég hlaut að sjálfsögðu nokkrar háðsglósur fyrir það en sé þetta samt fyrir mér enn í dag. Bernskuár okkar á Hvassafelli voru góð og skemmtileg. Við fór- um eins og aðrir á þeim tíma snemma að reyna að hjálpa til en lékum okkur samt mikið. Hamr- arnir fyrir ofan bæinn höfðu sér- stakt aðdráttarafl á Snorra sem vissi ekki hvað lofthræðsla var. Níu ára gamall klifraði hann, í óleyfi að sjálfsögðu, upp hamrana þar sem ekki var vitað til að áður hefði nokkur farið. Upp komst hann en hundurinn sem fylgdi honum sneri heim til bæjar. Snorri var töluvert uppátækja- samur sem barn og ég man eina tilraun sem hefði getað farið illa, hefði hún heppnast. Okkur bræðrunum kom vel saman. Einhvers staðar stendur „það eru ekki bræður sem rífast ekki“ og auðvitað rifumst við stundum enda báðir skapstórir og bráðlyndir. Sá munur er þó á okk- ur að Snorri tamdi sitt skap mjög fljótt sem ég aftur á móti gerði aldrei. Ég get þó óhikað sagt að það hafa ekki verið mörg kvöld sem við höfum gengið til hvílu ósáttir við hvor annan. Einn er sá hlutur sem ég vil sérstaklega minnast á en það er hversu létt hann átti með að semja gamanmál hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli. Það efni var mikið notað á þorrablótum Norðdælinga og víðar. Á minningu um samfylgd okkar bræðra í 78 ár ber engan skugga en hún einkennist öðru fremur af því að hann var veitandi og ég þiggjandi. Kannski ber fundum okkar saman á öðru til- verustigi, það væri gaman. Blessuð sé minning þín. Gísli Þorsteinsson. Það er ekki létt verk að skrifa stutta minningargrein um Snorra föðurbróður okkar. Það er líka eitthvað skrítið að nota orðið „stuttort“ í tengslum við Snorra. Það skipti engu máli frá hverju hann var að segja, við fengum aldrei „stuttu útgáfuna.“ Enda grínaðist hann með það sjálfur að honum þætti best að ná okkur þegar við værum niðursokkin í einhver verk þá gæti hann þulið yfir okkur ævisögu sína án þess að við veittum því of mikla eftirtekt. Húmorinn hans var einstakur. Fá- ir hafa fengið okkur til að hlæja jafn dátt og líklega notum við ekki meira af beinum tilvitnunum í nokkur annan en hann þegar við tölum saman. Minningar okkar um Snorra frá barnæskunni á Hvassafelli eru margar. Skrifstofan hans í húsi afa og ömmu, lyktin af bókum, frauðplast Geirfuglinn og stóri kuðungurinn með sjávarhljóðun- um, blár Ópal sem hann var óspar á, Útvarp Matthildur og allar gát- urnar. Heyskapurinn er líka ógleymanlegur. Snorri sat á trak- torunum frá morgni til kvölds. Það var ekki erfitt að vita hvar hann var staddur því söngur hans náði næstum að yfirgnæfa vélar- hljóðin og hann sló taktinn á stýr- ið. Hugur hans átti til að reika og því lenti hann oftar en aðrir í því að vélarnar flæktust í girðingum eða fóru yfir grjót, við lítinn fögn- uð föður okkar sem sá um viðgerð- irnar. Það þurfti ekki að hvetja börn og ungmenni á bænum til að fara með Snorra að gera við girð- ingarnar þar naut hann sín spaug- andi og segjandi sögur umkringd- ur litlum lærisveinum og meyjum. Áhrif Snorra á líf okkar voru mikil og góð. Hann sýndi því sem við tókum okkur fyrir hendur áhuga og ekki skorti á stuðning hans og hvatningu. Það var gott að geta sagt honum það og þakkað fyrir okkur á meðan að hann lifði og gat meðtekið. Þegar ljóst var að lífsgöngu hans væri að ljúka sýndi Snorri styrk sinn og reisn. Hann hófst strax handa við að ganga frá því sem honum fannst hann þurfa að ljúka en tíminn var styttri en okkur öll grunaði. Um dauðann, lífshlaupið og trúna á Guð sem hafði svo oft verið honum haldreipi í lífinu ræddi hann af hispursleysi. Hann tók því sem að höndum bar og talaði ávallt með þakklæti og hlýju um alla þá sem að umönnun hans komu þó að ef- laust hafi ekki alltaf verið auðvelt fyrir jafn sjálfstæðan mann og Snorri var að þurfa að þiggja þá aðstoð. Stundirnar með Snorra þessa síðustu mánuði lífs hans voru ljúfsárar en viðhorf hans og það hvernig hann tókst á við þau erfiðu verkefni sem fylgja lífslok- um gerðu þær að dýrmætum minningum og lærdómi. Elsku frændi, við munum halda áfram að leggja stund á eitthvert „fíflarí,“ passa okkur á að „for- djarfa ekki meiningunni“ og „náttera hlutina með okkur“. Takk fyrir öll orðin og sposka svipinn sem fylgdi þeim. Takk fyr- ir faðmlögin og handaböndin sem voru svo þétt að þau entust út dag- inn. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur og kenndir. Þorsteinn, Sigurlaug, Ingi- björg, Anna Bryndís og börn. Vorið 1959 var ég að ljúka landsprófi og þurfti að taka ákvörðun um hvert skyldi stefna í áframhaldandi námi. Um þetta leyti var í Iðnskólanum í Reykja- vík kynning á námsmöguleikum fyrir unglinga á mínum aldri. Þar vakti einkum athygli mína kynn- ing Einars Ólafssonar í Lækjar- hvammi á námi í Bændaskólanum á Hvanneyri og kynning Örlygs Hálfdánarsonar á Samvinnuskól- anum í Bifröst. Nokkru síðar var Snorri Þorsteinsson, kennari við Samvinnuskólann á ferð í Reykja- vík og kom eins og venja var í heimsókn til Ragnheiðar ömmu minnar, sem var móðursystir hans. Ég notaði tækifærið og spurði þennan frænda minn spjör- unum úr varðandi Samvinnuskól- ann og námið þar. Þar með var teningnum kastað. Ég ákvað að sækja um skólavist í Bifröst og þreyta inntökupróf í skólann þá um haustið. Reyndist vera einn í hópi þrjátíu og tveggja nýrra nemenda sem fengu skólavist og hófu nám í byrjun október þetta haust. Snorri Þorsteinsson var í hópi þeirra kennara sem hófu störf við Samvinnuskólann haust- ið 1955 þegar skólinn var fluttur frá Reykjavík upp að Bifröst í Borgarfirði. Það hefur verið mikil áskorun fyrir hann, 25 ára gaml- an, að takast, ásamt fámennu kennaraliði undir forystu séra Guðmundar Sveinssonar, skóla- stjóra, á við það verkefni að skapa það uppbyggilega skólastarf sem framundan var á nýjum stað. Kennslugreinar Snorra voru á þessum tíma einkum íslenska og enska auk þess að kenna nemend- um undirstöðuatriði í fundarsköp- um og fundarstjórn og þjálfa þá í ræðumennsku. Ég hygg að ég geti mælt fyrir munn okkar margra sem stunduðum nám í Samvinnu- skólanum á þessum árum, að þar var lagður góður grunnur fyrir lífsstarf margra, sem reynst hefur okkur afar hagnýtt á starfsævinni. Við tveggja ára dvöl í Bifröst mynduðust persónuleg tengsl og vinátta nemenda og kennara, sem áttu eftir að endast ævilangt og víst er að Snorra var í mun að fylgjast með fyrrverandi nemend- um sínum eftir að skólavist þeirra lauk. Eftir að hafa starfað sem kennari og síðar yfirkennari við Samvinnuskólann í 19 ár lét hann af störfum þar árið 1974. Við tók starf sem fræðslustjóri á Vestur- landi þannig að segja má að hann hafi varið starfsævi sinni við fræðslustörf í sínu fæðingarhér- aði. Eftir að hann lauk starfi sem fræðslustjóri var hann afkasta- mikill við ritstörf og skráði meðal annars heimildarit um fræðslu- starf í Mýrasýslu 1880 til 2007. Eftir að skólavistinni í Bifröst lauk hef ég m.a. fyrir frændsemi sakir átt þess kost að njóta þekk- ingar Snorra og ánægjuleg og eft- irminnileg er leiðsögn hans með okkur systkinunum frá Hjalla í Kjós og fylgdarliði okkar fyrir réttum tveimur árum, þegar við fórum um Borgarfjarðarhérað í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu móður okkar, sem fædd var á Glitsstöðum í Norðurárdal. Snorri missti mikið þegar Eygló eiginkona hans lést í nóvember 2012, en þau voru afar samrýmd og nutu þess meðal annars að ferðast saman bæði erlendis og hérlendis. Ég minnist Snorra frænda míns með hlýhug og virð- ingu og sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur. Hermann Hansson. Fallinn er frá heiðursmaðurinn Snorri Þorsteinsson frá Hvassa- felli, áður kennari við Samvinnu- skólann á Bifröst og fræðslustjóri Vesturlands um árabil. Leiðir okkar Snorra lágu sam- an í gegnum störf fyrir Rótarý- hreyfinguna á Íslandi en hann gegndi embætti umdæmisstjóra starfsárið 1999-2000. Það féll í minn hlut að taka við því embætti af honum og var það mér dýrmæt reynsla að kynnast honum og njóta leiðsagnar hans við undir- búning starfsins. Það var ósjaldan sem ég leitaði til hans með spurn- ingar og íhugunarefni. Oftar en Snorri Þorsteinsson ✝ Hjartans þakkir sendum við ættingjum og vinum sem sýndu okkur stuðning, hlýhug og samúð í veikindum og við fráfall ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, EÐVARS Ó. ÓLAFSSONAR. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki á deild B-2, Landspítalanum í Fossvogi, MND-teyminu, starfsfólki á líknardeild í Kópavogi, starfsfólki á Sólvangi, MND-félaginu, Lögreglukórnum og Fjallafreyjunum. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Ólöf Eva Eðvarsdóttir, Trausti Jóhannsson, Hrund Eðvarsdóttir, Þorsteinn G. Aðalsteinsson, Gerður Eðvarsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, afabörn og langafabörn. ✝ Kæru ættingjar og vinir. Þökkum af alhug samúðarkveðjur, aðstoð og hlýhug vegna andláts og útfarar STEINUNNAR THORARENSEN Hulduhlíð 11, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk blóðskilunardeildar og nýrna- og hjarta- deildar Landspítalans við Hringbraut. „Guð og góðir englar gæti ykkar,“ eins og hún sagði svo oft. Ólafur Grétar Óskarsson, Margeir Ólafsson, Ólafur Agnar Thorarensen, Axel Thorarensen, Hilde Hundstuen, Grétar Fannar Ó. Thorarensen, Vigdís Erna Þorsteinsd., barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og bróður, JÓNS HALLDÓRSSONAR, Kambshól, sem andaðist þriðjudaginn 27. maí. Guð bessi ykkur öll. Jóhanna Þórarinsdóttir, Halldór Þór Jónsson, Þórarinn Jónsson, Eva Lind Helgadóttir, Lárus Jónsson, Eva Hrönn Helgadóttir, og barnabörn. Elísabet Halldórsdóttir. ✝ Jón Metúsal-em Eiríksson Kjerúlf fæddist 31.10. 1932. Hann lést 10.06. 2014. Jón var fæddur í Hamborg í Fljótsdal, N- Múlasýslu. For- eldrar hans voru Eiríkur J. Kjerúlf frá Melum og Sig- urbjörg Þorsteins- dóttir frá Bæ í Lóni. Systkini hans voru Aðalbjörn, f. 1917. Þorsteinn, Kristín, f. 1924, og Unnur, f. 1928, og er hún ein á lífi. Jón kvæntist Guðrúnu Ein- arsdóttur, f. 1944, frá Litlu- Grund. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson frá Bessastöð- um og Anna Metúsalemsdóttir frá Hrafnkelsstöðum. Jón og Guðrún bjuggu allan sinn búskap á Arnheið- arstöðum. Árið 2010 fluttu í Fellabæ. Þau eignuðust tvö börn, Önnu, f. 1966, og Eirík, f. 1967. Anna býr í Fellabæ og er í sambúð með Þórði Þórarinssyni og eiga þau Árna Jón, f. 1989, unnusta hans er Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir. Eiríkur býr á Arnheið- arstöðum og er sambýliskona hans Matthildur Erla Þórð- ardóttir, á hún 2 börn og 5 barnabörn. Útför Jóns Kerúlf fór fram frá Valþjófsstaðarkirkju 20. júní 2014. Nonni minn. Ég sit hér heima við eldhúsborðið og þú ekki lengur á móti mér. Nú þegar frá líður tekur tómleikinn við og hugurinn reikar. Ég hugsa til liðins árs sem var erfitt ár eftir að þú fékkst áfallið. Svo var allt orðið svo bjart og þú búinn að ná þér ótrúlega vel eftir að þú komst heim 30. október sl. Þetta var frábær tími sem við áttum og allt gekk svo vel hjá okkur. Svo fékkstu aftur áfall 10. maí sl. og það var sárt. Það var samt margt sem við vorum búin að gera á síðustu dögum þínum; fara upp í Ham- borg og niður á nes í yndislegu veðri, logn á ánni og þú ætlaðir að gera við girðinguna. Við átt- um líka góða daga í sauðburð- inum á Arnheiðarstöðum, þá fæddist litla mögótta gimbrin sem þú mundir svo vel eftir og þú spurðir strax um, þótt þú ættir erfitt með málið, þegar við heimsóttum þig á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Litla-Maga fær að lifa og það verður vel hugsað um hana. Búskapinn á Arnheiðarstöð- um getur þú verið ánægður með og stoltur af, hjá þeim Eika og Möttu. Anna þín og Þórður hugsa vel um Skellu, litla hundinn sem þér þótti svo vænt um. Þegar hann Árni þinn kemur heim skal ég elda vel af hafragraut og muna eftir lýsinu og slátrinu og ekki væri verra að hafa kexpakka á eftir en það var þér alltaf efst í huga að hann Árni þinn fengi það besta sem til var og hún Sig- urlaug þín hans Árna. Í dagbók- inni þinni 2013 stóð: Hún Sig- urlaug kom í dag og fékk sér bæði rjómapönnukökur og kaffi- tertu, sem hefur glatt þig því þannig varstu, vildir hafa nóg. Þótt ég væri að baka fannst þér vissara að eiga eitthvað úr búð- inni líka svo það yrði örugglega nóg til. Og vilja þau öll þakka vel fyrir alla umhyggju. Ég ætla að enda þetta með ljóði eftir okkar góða frænda frá Húsum, Jón J. Kjerúlf. Vertu guði falinn og hafðu þökk fyrir allt. Ég veit að dyggð við dagsins önn er dýrðlegt hnoss ég hylli í fjarska heimalönd við Hengifoss Þar sé ég grundu sólu opna sveit og bæ hálsa, fjöll og heiðar renna í himinsæ. Þín Guðrún Einarsdóttir (Gunna). Jón Metúsalem Eiríksson Kjerúlf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.