Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Áskoranir lífsins eru oft leið alheims- ins til þess að fá mann til þess að beina sjón- um sínum inn á nýjar brautir. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að eyða ekki öllum deginum í það sem þú færð borgað fyrir. Gættu þess bara að láta ekkert koma þér á óvart í leit þinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gerðu það sem þú þarft að gera í dag en leggðu áherslu á friðsælt andrúmsloft því þá gengur allt betur. Eitt og annað mun koma í leitirnar sem þú taldir vera týnt og tröllum gefið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Notaðu daginn til þess að spá í útlitið og þá ímynd sem þú býrð til á hverjum degi og aðrir sjá. En mundu að fleiri koma við sögu og leyfðu þeim að njóta sigursins með þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert í miklu keppnisskapi og stendur líklega uppi með pálmann í höndunum. Vertu ákveðinn en einlægur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það þarf mikið til þess að líta fram hjá göllum annarra og leyfa þeim að hafa sitt fram. Haltu þig við það og óskir þínar munu rætast. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur mikla löngun til þess að kenna einhverjum yngri hvernig heimurinn virkar. Skoðaðu stöðuna vandlega áður en þú ákveður að breyta til. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er nauðsynlegt að eiga ein- hvern til þess að deila með gleði og sorg því það er engum hollt að byrgja allt inni. Sumt eru nú ósköp innantóm tækifæri sem þú gæt- ir auðveldlega sleppt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ýmis tækifæri standa þér opin og það er erfitt að velja. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn. Einbeittu þér að því að sýna fram á dýpt tilfinninga þinna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sá á kvölina, sem á völina. Kynntu þér efnið vel og fáðu aðstoð ef þú ert í minnsta vafa um eitthvað. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur verið fræðandi og skemmtilegt að kynnast fólki frá öðrum lönd- um. Dagurinn hentar vel til hvers kyns við- skipta. Jafnvel mannblendnasta fólk þarf tíma til að melta hlutina. 19. feb. - 20. mars Fiskar Haltu ró þinni þótt mikill hamagangur sé í kringum þig og aðrir veltist hver um ann- an þveran í persónulegum átökum. Tjáðu þig. Á þessum degi, 18. júlí 1921,fæddist Jón Óskar – róttækt skáld og einn af ritstjórum Birt- ings. Hann hafði mjög mikil áhrif á ungt fólk og þá sem sóttu Laugaveg 11. Ég man að Dagur Sigurðarson sagði einu sinni við mig með spámannsglampa í aug- um, að Jón Óskar væri eitt af stór- skáldum Íslands. Þetta erindi vel- ur Jóhannes úr Kötlum í Skáldu: Ég hlusta hljóður inni og heyri regnið falla í rökkvans rauða svið. Það grætur einhver úti sem enginn kannast við. Einar Bragi var annar af rit- stjórum Birtings, stúdent frá MA lýðveldisárið 1944. Hann var þá strax orðinn skáld gott og birti ljóð sín í Munin. Þar er m.a. „Í gær…“. Í gær var mitt hjarta sem opin und ýfðist við snerting hverja, í dag svo þýtt eins og móðurmund, sem megnar hvert frjó að verja, á morgun kalt eins og klakagrund, sem kyljunnar hnúar berja. Kristján Karlsson var einn af ritstjórum Nýs Helgafells. Hann var stúdent frá MA árið 1942, birti ljóð sín í Munin og orti þá þegar undra vel. Þessi hring- henda ber yfirskriftina „Í Hvannalindum“: Heyri ég óma enn í dag útlagaróminn þungan. Kaldur er hljómur, kalt er lag. Köld er við góminn tungan. Þessar stökur eru frá mennta- skólaárum Kristjáns: Ormur leyni úr sig dró, eftir greinum mændi: Gráa rein í gömlum skóg grænum teinung rændi. Stjarna hrundi um himin þvert, hverjir mundu í ráðum? Ævin skundar, hvaðan? hvert? kemur stundin bráðum? Hvolfin heiðu, gatan greið guðareiðum fráum andann seiða óraleið eftir skeiðum bláum. Hrökkva blóm af heljardúr, himinskjómans kraftur jörðu dróma drepur úr; dagur hljómar aftur. Eikin háa draup og dó; dauðinn máir alla. Það er stráum þessum fró þegar dáin falla. Þögul barðist sál við sál særði hvor sem dýpst og mest; þung eru heiftar þagnarmál. Þeirra benjar gróa verst. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Eftir ritstjóra Birtings og Nýs Helgafells Í klípu „ÞÚ VERÐUR AÐ HÆTTA AÐ EGNA SAMSTARFSFÓLK ÞITT SVONA!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ VARST BÚINN AÐ LOFA AÐ FARA Í KLIPPINGU!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... dásamlegir dagdraumar. KODDAR & SÆNGUR ÉG ER BÚINN AÐ SÓPA OG RYKSUGA UPP KATTAHÁR ÚT UM ALLT HÚS! Ó JÁ, HRINGRÁS LÍFSINS! ÞAÐ HEFUR RIGNT Í MARGAR VIKUR! ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI! ÞAÐ ER EKKERT VANDAMÁL! ÉG HUGSA BARA UM SÓLSKIN OG BLÓM! HANN ER SJÁLFUR VANDAMÁL! Greint var frá því í fyrradag aðtyrkneskum strætisvagnsstjóra hefði verið sagt upp störfum og hann misst ökuréttindin eftir að farþegi setti myndband á netið þar sem sást að bílstjórinn hafði ekki hugann við hraðan aksturinn á götum Istanbúl heldur var niðursokkinn í lestur bók- ar. x x x Við lestur fréttarinnar varð Vík-verja hugsað til allra íslensku ökumannanna, sem hafa ekki hug- ann við aksturinn, ekki aðeins vegna þess að þeir eru uppteknir við lestur heldur vegna þess að þeir eru önn- um kafnir við að tala í síma, senda sms, drekka kaffi, fá sér smók, snyrta sig, fara yfir reikningana og þar fram eftir götunum – og komast upp með það á ferðinni. x x x Víkverji hefur aldrei séð fyrr-nefndum ökumönnum refsað, hvað þá að þeir séu stöðvaðir. Hins vegar verða ökumenn, sem eru með hugann við aksturinn, fyrir barðinu á löggunni. Hún situr fyrir þeim og sektar þá sem voga sér að að aka ör- lítið yfir löglegum hámarkshraða, þar sem aðstæður eru eins og best verður á kosið, eins og til dæmis á Miklubraut og í Ártúnsbrekku. x x x Víkverji borgar bifreiðagjöld tvisv-ar á ári eins og aðrir skilvísir bifreiðaeigendur en það er ekki Toll- stjóra að þakka að hann fékk greiðsluseðilinn að þessu sinni held- ur nágranna, sem býr hinum megin götunnar. Þegar umræddur ná- granni opnaði umslagið sem hann fékk sent frá Tollstjóra brá honum í brún því þar var ekki einn greiðslu- seðill heldur tveir. Við nánari athug- un kom í ljós að Víkverji átti að fá annan seðilinn. Sparnaður hins op- inbera tekur á sig ýmsar myndir. x x x En það er ekki bara kerfið semheldur að sér höndum. Víkverji hefur tekið eftir óvenjumörgum óskoðuðum bílum í umferð eða bílum sem fara átti með í endurskoðun í júní eða fyrr. Og eigendur komast upp með það. víkverji@mbl.is Víkverji Ég er ljós í heiminn komið svo að eng- inn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóhannesarguðspjall 12:46) Lífið er til þess að njóta gæða – veldu steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.