Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 14
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS ÓTRÚLEGT VERÐ! 20-45% AFSLÁTTUR VE RSL AÐU Á NETINU WWW.GAP.IS NETTILBOÐ Á HVERJUM DEG I! ÞÚ FÆRÐ ALVÖRU HJÓL OG FYLGIHLUTI HJÁ OKKUR! GREIÐSLUDREIFING Í ALLT AÐ 36 MÁNUÐI. 96.900,- 67.830,- 29" MONGOOSE TYAX SPORT 79.900,- 47.900,- 26" MONGOOSE SWITCHBACK COMP 29er 49.900,- 39.900,- 24" MONGOOSE ROCKADILE 42.900,- 29.990,- 20" MONGOOSE ROCKADILE ÁL HJÓL MEÐ DEMPARA OG 7 GÍRUM FYRIR KRAKKA FRÁ 6ÁRA ÁL HJÓL MEð DEMPARA OG 21GÍR FYRIR KRAKKA FRÁ 8 ÁRA LEIKA SÉR UM HELGAR - HJÓLA Í VINNUNA Á VIRKUM DÖGUM SVIÐSLJÓS Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is „Hlutfall miðaldafræðinga hér á landi rauk skyndilega upp,“ segir Sif Ríkharðsdóttir dósent, en hún er formaður skipulagsnefndar alþjóð- legrar miðaldaráðstefnu, sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hátt í 500 erlendir gestir sækja ráðstefnuna, sem er á vegum New Chaucer Society, virts fræðafélags á sviði miðaldafræða, en gestgjafar eru hugvísindasvið og Hugvísinda- stofnun Háskóla Íslands. Sif segir gaman að sjá svo marga miðalda- fræðinga samankomna á einum stað. Um er að ræða alþjóðlega ráð- stefnu miðaldafræðinga sem haldin er annað hvert ár, til þessa til skipt- is í Bretlandi og Bandaríkjunum en er nú í fyrsta skipti á Íslandi. Er það liður í stefnu Háskóla Íslands að efla vísindastarf á sviði miðalda og að halda áfram uppbyggingu háskól- ans í alþjóðlegu samstarfi á sviðinu. Andi miðaldanna svífur yfir vötnum í Háskóla Íslands  Fjölmenn mið- aldafræðiráðstefna haldin þessa dag- ana á Íslandi í fyrsta skipti Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjöldi Ráðstefnan í ár, sem haldin er í Háskóla Íslands, er sú fjölmennasta hingað til, en um 500 gestir sækja hana. Gestirnir koma hvaðanæva, meðal annars frá Bandaríkjunum, Evrópu, Ástralíu og Japan. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 J. Case Tompkins er miðaldafræð- ingur sem tekur þátt í ráðstefnu New Chaucer Society í Reykjavík. Tompkins hyggst í dag kynna rit- gerð sem hann skrifaði um mið- aldafræði og fá viðbrögð við henni. „Einnig er ég hér til að sjá hvað annað fólk er að kynna og fá hugmyndir og innblástur frá því,“ segir hann. Tompkins skrifaði doktorsritgerðina sína um mið- aldafræði og hefur rannsakað fagið í þaula. Hann segir þessa ráðstefnu vera eina af mörgum sem hann hefur farið á til að efla þekkingu sína á sviðinu. Tompkins segir það gaman að fá mismun- andi viðhorf frá mörgu fólki, en hann hefur farið á ýmsa áhuga- verða fyrirlestra. „Það hefur til dæmis verið talað um það hvernig hægt sé að vekja áhuga á grein- inni. Hún hefur stundum orðið svolítið undir og sumir háskólar ekki veitt henni nægilegan stuðn- ing.“ Skemmtilegasti fyrirlesturinn segir hann að hafi verið um dóna- brandara Chaucers. „Chaucer er fullur af dónabröndurum og þeir hafa verið stúderaðir fram og til baka,“ segir hann hlæjandi. „Það hefur verið mjög áhugavert.“ Dónabrandarar í rannsókn J. Case Tompkins Matthew Frost er útgefandi hjá Manchester Uni- versity Press og kom hingað til lands til að sitja ráðstefnuna og hitta rithöfunda. „Ég er með marga rithöf- unda á mínum snærum frá öll- um heiminum: Ameríku, Ástralíu og Evrópu. Það er miklu betra að hitta þá alla hérna á einum stað í stað þess að þurfa að ferðast til allra þessra landa og hitta þá hvern í sínu lagi,“ segir hann. Frost segir marga velta því fyrir sér hver tilgangur þess sé að rannsaka verk höfunda eins og Chaucers og Shakespeares í þaula, en svarið sé einfalt. „Það er alltaf hægt að finna nýjar leið- ir til að nálgast efnið. Það er ótrúlegt hve mikið nýtt kemur upp á ráðstefnum sem þessari,“ útskýrir hann. „Það er alltaf ver- ið að finna eitthvað nýtt til að segja um handrit sem eru 1000 ára gömul og það er mjög áhuga- vert að heyra það.“ Frost bætir því við að ekki sé verra að ráðstefnan sé haldin hér á landi þar sem margir njóti þess að skoða landið í leiðinni. Sjálfur geti hann þó ekki stopp- að lengi þar sem hann sé að fara á fleiri ráðstefnur á næstu vik- um. Finna alltaf nýjar nálganir Matthew Frost

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.