Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Hvert liggur leiðin? Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Spákonufellshöfði rís vestan við byggðina á Skagaströnd. Í daglegu tali er hann nefndur Höfðinn og um hann hafa verið lagðar léttar gönguleiðir. Þar getur fólk stundað útivist og notið stórkostlegs útsýnis yfir fallega náttúru í nálægð við hafið, fjallahringinn og fuglalífið. Gönguleiðin hefst við bílastæðið á Höfðanum. Þegar gengið er sjávar- megin frá bílastæðinu, norður eftir Höfðanum, er komið að litlum kletti sem nefnist Tröllamey. Á klettinum sést að einhvern tímann hefur efsti hlutinn brotnað svo nú er eins og höfuðið vanti á. Kletturinn er talinn líkjast konu við lestur eða hannyrðir en þjóð- sagan hermir að tröllamey hafi beð- ið eftir komu unnusta síns úr róðri. Honum varð ekki afturkvæmt og dagaði hana því uppi og varð að steini. Hægt að fara um á báti Nokkru norðar er stór vík sem gengur inn í Höfðann að vestan- verðu og heitir Vækilvík. Norðan við víkina er Reiðingsflöt en þar er gott að nema staðar og skoða sig um. Framan við flötina er svo lítill hólmi sem nefnist Sauðsker en þangað er hægt að ganga þegar fjarar. Enn utar má finna lítið sker þar sem Músasund er. Þar er hyl- djúpt og hægt er að fara á bát um sundið. Nokkru norðan við Reiðingsflöt er Arnarstapi staðsettur en nálægt Arnarstapa er lægð sem ber nafnið Leynidalur eða Fagridalur. Handan hennar er Réttarholtshæð en hæsti punktur hæðarinnar er tilvalinn út- sýnisstaður. Þar sem Höfðinn og láglendið mætast heitir Landsendi og þar við sjóinn var Landsendarétt. Hún var hlaðin úr grjóti og hrundi síðar en þó má enn sjá leifar af rústum hennar. Öflugt fuglalíf Fuglalíf í Höfðanum einkennist annars vegar af sjófuglum og hins vegar af mófuglum. Fýll, æðarfugl, svartbakur, sílamáfur, kría og teista eru meðal sjófugla sem ann- aðhvort verpa eða sjást þar reglu- lega. Meðal algengra mófugla eru tjaldur, heiðlóa, sandlóa, hrossa- gaukur, stelkur og þúfutittlingur en rjúpa sést stöku sinnum. Í gróðurfari Spákonufellshöfða má sjá allt frá strjálum gróðri yfir í grösugar mýrar á milli klettabelta. Þar má einnig finna algengar teg- undir íslenskra plantna en meðal þeirra er geldingahnappur, skeggs- andi, holurt, melanóra, melskr- iðnablóm og margt fleira. Í kletta- hlíðinni sem snýr að byggðinni voru gróðursettar trjáplöntur. Þær hafa meðal annars átt erfitt uppdráttar vegna skafrennings og seltu en þar má þó sjá fallegt birki, sitkagreni og lerki. Stórkostlegt útsýni og léttar gönguleiðir í boði  Beið eftir komu unnusta síns úr róðri og varð að steini www.mats.is Spákonufellshöfði Skagaströnd er í miðri megineldstöð en Höfðinn er gerður úr stórgerðu stuðlabergsbasalti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mófuglar Fuglalífið í Höfðanum er mjög ríkt af fuglalífi en hrossagauk- urinn er með algengari fuglum þar. Hér sést mynd af einum slíkum á flugi. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Gunnarsstofnun er menningar- og fræðasetur með lifandi menningar- starfsemi árið um kring. Þar eru haldnar sýningar, tónleikar og fyrirlestrar ásamt öðrum við- burðum en þar er opið alla daga yf- ir sumarið. Stofnunin er kennd við rithöfundinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) er fluttist að Klaustri árið 1939. Hann bjó þar til ársins 1948 er hann gaf ríkinu eignina og fluttist til Reykjavíkur. Gunnarsstofnun hefur starfað frá árinu 2000 en hlutverk hennar er meðal annars að leggja rækt við bókmenntir með áherslu á ritverk og ævi Gunnars. Hlutverk hennar er einnig að reka dvalarstað fyrir lista- og fræðimenn, að efla rann- sóknir á austfirskum fræðum og stuðla að alþjóðlegum menningar- tengslum og atvinnuþróun á Aust- urlandi. Klaustur var stofnað á Skriðu í Fljótsdal laust fyrir alda- mótin 1500, síðast allra klaustra hér á landi og stóð til siðaskipta um 1550. Áhrifa klaustursins gætti þó langt fram á 19. öld í formi jarð- eigna en þar fer þó engum sögum af skipulegri fræðastarfsemi líkt og í mörgum öðrum klaustrum. Morgunblaðið/Ómar Klaustur Hér bjó Gunnar Gunnarsson á árunum 1939 til 1948. Stofnunin opin alla daga í sumar Spáð er rigningu víðsvegar um landið í dag en áfram verður þurrt og hlýjast norðaustantil á landinu. Hiti verður á bilinu 10 til 21 stig og hlýjast um landið norðaust- anvert. Á morgun er spáð suðaust- lægri ár, 3-8 m/s, og áfram bjart- viðri að mestu norðaustantil á landinu, en annars skýjað og rign- ing með köflum. Hiti verður á bilinu 12 til 18 stig og hlýjast fyrir norðan. Á sunnudaginn er spáð aust- lægri átt og bjartviðri með köflum norðantil á landinu en skýjað verð- ur fyrir sunnan. Lítilsháttar væta austantil á landinu en annars úr- komulítið. Hiti verður á bilinu 12 til 19 stig og hlýjast fyrir vestan. Spáð er rigningu víðsvegar um landið Morgunblaðið/Ómar Væta Regnkápur gætu komið að góðum notum ef veðurspáin rætist. VINNINGASKRÁ 11. útdráttur 17. júlí 2014 667 12593 21949 32869 46575 54982 63684 73135 809 12953 22246 33061 47065 54987 63690 73393 1104 13892 23199 33799 47289 55388 64585 73558 1655 13975 23319 34345 47326 56352 65681 74095 2329 14219 23361 34409 47527 56593 65766 74164 3710 14262 23405 34774 47571 56600 65783 74294 3873 14302 23525 35433 47783 56705 66095 74970 5128 14529 24168 35605 47887 57123 66477 75066 5302 14690 24435 35803 48269 57566 66713 75374 5528 15275 24725 36380 48481 57748 66821 75425 5625 15687 25076 36487 48527 58400 67729 75437 5693 15758 27593 36604 49009 58446 67783 75777 6182 15927 27740 36690 49113 58560 67851 75951 6315 16456 28349 36898 49219 58612 68486 76731 6546 16636 28386 37243 50567 58988 68971 76848 7049 16816 28657 37822 50875 59523 69127 76923 7123 16990 28853 39191 51143 59545 69194 77086 7637 17159 28948 40185 51242 59885 69702 77172 8796 17771 29353 40768 51551 59960 69784 77200 10121 18006 29371 41323 51748 60625 69921 77391 10189 18203 29409 42211 51786 60626 70033 77515 10304 18231 29497 42550 52748 60955 70518 78298 10446 18688 29648 42554 52852 61087 70662 78966 10475 18854 29849 42905 53033 61129 70741 79091 10618 19133 30318 43053 53058 61335 70789 79443 11340 19694 31370 43209 53077 61771 71763 79814 11363 20040 31599 43757 53298 61829 71769 11504 20091 31708 43994 53448 62245 72139 11533 20397 31744 44051 53580 62354 72230 11613 20896 31896 44985 53613 62382 72477 12110 21291 31944 45696 53925 62618 72537 12549 21679 32259 46046 54188 63501 72572 73 12364 21152 34836 41272 51534 63166 73626 230 13070 21235 34852 42035 52147 66421 74941 3045 13412 23889 35013 42119 53379 66480 75985 3557 15684 25959 35973 44412 53434 66578 77193 4006 15706 27093 37435 45663 53782 67448 78342 4215 16066 27591 38124 46010 53956 67847 78466 4453 16226 27966 38324 46410 54313 68359 78473 5684 17200 28238 38360 46912 56041 68615 79183 10603 17311 31002 38422 48207 57738 70630 79669 10800 17839 32958 38979 48383 58053 70670 11138 17941 33156 39197 49313 60489 72044 11707 18451 33462 40266 50596 61295 72976 11762 19337 33843 41228 51417 62888 73625 Næstu útdrættir fara fram 24. júlí & 31. júlí 2014 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 13202 16907 35427 78666 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6134 19513 30790 42226 55641 69851 8202 23761 31639 44520 61936 69891 16237 23975 34129 45320 62616 74123 16254 28792 38218 55108 64807 76822 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 7 4 5 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.