Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 35
fögin sem skiptinemi við hinn Kon- unglega landbúnaðarháskóla í Dan- mörku. Að námi loknu var hún rann- sóknarmaður hjá Statens Serum Institut í Kaupmannahöfn um skeið. Við heimkomuna varð Jóhanna sérfræðingur hjá Hollustuvernd rík- isins. Sú stofnun sameinaðist öðrum stofnunum í Umhverfisstofnun og þar var Jóhanna sérfræðingur á matvælasviði og sérhæfði sig í mál- efnum sem snéru að næringu og neytendavernd. Hún tók m.a. þátt í að útbúa ráðleggingar um mataræði fyrir barnshafandi konur í samstarfi við Lýðheilsustöð og Miðstöð mæðraverndar. Vorið 2006 varð Jóhanna fyrsti ráðgjafi skólamötuneyta leik- og grunnskóla hjá Menntasviði Reykjavíkurborgar og haustið 2007 hóf hún doktorsnám í lýðheilsuvís- indum við Læknadeild HÍ. Dokt- orsverkefnið fjallaði um áhrif nær- ingar á mismunandi æviskeiðum á áhættuna á að greinast með krabba- mein í blöðruhálskirtli og var unnið í samstarfi við Hjartavernd, Krabbameinsskrá, Landspítala og Harvard School of Public Health. Samhliða námi vann Jóhanna ýmis hlutastörf m.a. fyrir Reykjavík- urborg, Lýðheilsustöð og við kennslu. Rómuð doktorsritgerð Doktorsnáminu lauk í ágúst 2012, en þegar fyrstu niðurstöður í verk- efninu voru kynntar á ráðstefnu í líf- og heilbrigðisvísindum í janúar 2011 hlaut það viðurkenningu frá Vel- ferðarráðuneytinu sem framúrskar- andi verkefni á sviði lýðheilsu. Jóhanna var rannsóknarsérfræð- ingur, aðferðafræðingur og stunda- kennari hjá Miðstöð í lýðheilsuvís- indum og á Menntavísindasviði HÍ, en í febrúar sl. tók hún við stöðu ný- doktors hjá Rannsóknarstofu í nær- ingarfræði við HÍ. Þar sinnir hún áfram rannsóknum sínum, sem hóf- ust í doktorsnáminu og rannsakar áhrif mataræðis á mismunandi ævi- skeiðum við áhættuna á að greinast með krabbamein i brjóstum og skoðar áhrif af D-vítamínhag á lífs- líkur meðal þeirra sem eru með krabbamein í blöðruhálskirtli eða brjóstum. Jóhanna hefur verið virkur með- limur í Matvæla- og næringarfræða- félagi Íslands, í Faralds- og líftöl- fræðifélaginu og Félagi lýðheilsufræðinga. Helstu áhugamál Jóhönnu eru matargerð og crossfit ástundun, lestur tímarita um innanhúshönnun og lestur góðra bóka: „ Ég veit þó ekkert betra en að vera í góðra vina hópi með mat og drykk og hlæja mikið því hláturinn lengir lífið.“ Fjölskylda Jóhanna giftist haustið 2004 Rafni Steinþórssyni, f. 27.1. 1973, verk- smiðjustjóra hjá Vörumerkingu ehf. Foreldrar hans: Kolbrún Sigurðar- dóttir, f. 25.4. 1953, d. 23.12. 1985, garðyrkjufræðingur, og Steinþór Sigurðsson, f. 6.9. 1950, garðyrkju- fræðingur. Börn Jóhönnu og Rafns eru Sig- urður Darri Rafnsson, f. 11.7. 1998, Kolbrún Lena Rafnsdóttir, f. 19.2. 2003, og Hildur Bella Rafnsdóttir, f. 26.9. 2008. Systkini Jóhönnu eru Vigdís María Torfadóttir, f. 9.9. 1977, hug- búnaðarsérfræðingur hjá Meniga í Reykjavík, Ólöf Guðbjörg Söebech, f. 3.5. 1978, umhverfisfræðingur í Brussel, og Eiríkur Fannar Torfa- son, f. 12.3. 1980, tölvunarfræðingur í Zürich. Foreldrar Jóhönnu eru Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir, f. 11.6. 1955, sérfræðingur hjá Landsbankanum, og Torfi Rúnar Kristjánsson, f. 13.1. 1954, verkefnastjóri hjá Ríkislög- reglustjóra. Úr frændgarði Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur Jóhanna Eyrún Torfadóttir Sigríður Jónína Einarsdóttir húsfr. og starfsm. Sparisjóðsins í Keflavík Stefán Björnsson sparisjóðsstj. í Keflavík Jóhanna Ragna Þórgunnur Stefánsdóttir hjúkrunarfr. í Keflavík Hafsteinn Magnússon verslunarm. í Keflavík Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir sérfræðingur í Reykjavík Jónína Hafliðadóttir b. og húsfr. í Haukadal Magnús Runólfsson b. í Haukadal á Rangárvöllum Jóhanna Þ. Gunnarsdóttir leikskólak. í Mosfellsbæ Mikael Torfason ritstj. Torfi Geirmundsson hárgreiðslum. Gunnar Kristjánsson fyrrv. skólastj. í Grundarfirði Lilja Torfadóttir húsfr. Soffía Guðmundsdóttir b. og húsfr. í Fögruhlíð Gunnar Hannesson b. í Fögruhlíð í Helgafellssveit Vigdís Gunnarsdóttir b. og húsfr. á Skallabúðum Kristján Torfason b. og sjóm. á Skallabúðum í Eyrarsveit Torfi Rúnar Kristjánsson verkefnastj. í Rvík Ingibjörg Kristín Finnsdóttir b. og húsfr. á Garðsenda Torfi Jörgen Hjaltalín b. á Garðsenda í Eyrarsveit ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Eðvarð Kristinn Sigurðsson,alþingismaður og formaðurverkamannafélagsins Dags- brúnar, fæddist í Nýjabæ í Garði hinn 18.7. 1910. Hann var sonur Sig- urðar Eyjólfssonar sjómanns og k.h., Ingibjargar Sólveigar Jóns- dóttur húsfreyju. Eðvarð stundaði ýmis verka- mannastörf í Reykjavík til 1944. Þá hóf hann störf hjá verkamannafélag- inu Dagsbrún og starfaði þar síðan, lengst af síns starfsferils. Eðvarð sat í stjórn Dagsbrúnar frá 1942 og var formaður félagsins 1961-82. Á þeim árum var hann einn helsti málsvari íslenskrar verkalýðs- hreyfingar enda formaður Verka- mannasambands Íslands frá stofnun þess 1964-75. Eðvarð var landskjörinn alþm. 1959-71 og þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið 1971-79. Hann sat í nefnd er undirbjó lög um atvinnuleysistryggingar, sat í lífeyr- issjóðanefnd og í stjórn Atvinnuleys- istryggingasjóðs. Eðvarð bjó lengst af í litlum, mjög snotrum torfbæ sem stóð við Þor- móðsstaðaveg á Grímsstaðaholti, rétt vestan við elstu hjónagarðana þar sem nú er gangstéttin að aust- anverðu við Suðurgötu. Bærinn, sem hét Litla-Brekka, var reistur árið 1918 og var ekki nema 40-50 fer- metrar að gólffleti. Hann var í raun sambland af reykvískum steinbæ og torfbæ, með hlöðnum langveggjum, timburþili á göflum og torfþaki. Bærinn var rifinn í febrúar 1981 og var þá síðasti torfbærinn í Reykja- vík að Árbæ frátöldum. Þarna ólst Eðvarð upp og bjó þar lengi með móður sinni og systur, þar til þær önduðust, og síðan einn, þar til bærinn varð að víkja fyrir fram- kvæmdum við hjónagarða. Eðvarð var fríður maður sýnum og virðulegur í framgöngu. Hann var prúðmennskan og hógværðin holdi klædd og barst lítt á í orðræðu, athöfn og klæðaburði. Hann naut al- mennt mikils álits, samherja sem pólitískra andstæðinga, enda sam- viskusamur í öllum sínum verkum og slyngur samningamaður. Eðvarð lést 9.7. 1983. Merkir Íslendingar Eðvarð Kr. Sigurðsson 90 ára Margaret Scheving Thorsteinsson 80 ára Baldur Jóhannsson Eyjólfur Guðmundsson Herdís Egilsdóttir Hólmkell S. Ögmundsson Jóhanna G. Steinsdóttir Jórunn A. Sigurjónsdóttir Steindóra Steinsdóttir Sverrir Guðlaugsson 75 ára Benedikt Steindórsson Elísabet Guðbjartsdóttir Elsa Kristjánsdóttir Elsa Sigríður Jónsdóttir Magnea Hjálmarsdóttir Ólöf Ólafsdóttir Óskar Harry Jónsson Sigrún Pálsdóttir 70 ára Ester Markúsdóttir Eyjólfur E. Herbertsson Guðrún Oddný Gunnarsdóttir Hildigunnur Ólafsdóttir Hildur Jónsdóttir Jón Ólafur Vigfússon María Guðný Guðmundsdóttir 60 ára Árni Svavarsson Árni Thoroddsen Bergur Geir Guðmundsson Gunnar Róbert Róbertsson Hjalti Gunnarsson Magnús Arthúrsson Magnús Valdimar Guðlaugsson Ólafur Ingólfsson Sigurður Brynjúlfsson Soffía M. Ingimarsdóttir Sædís Pálsdóttir Sævar Jóhann Bjarnason 50 ára Agnes Jónína Erlingsdóttir Björn Brynjar Jóhannsson Björn Valdimar Sveinsson Dagný Ming Chen Elías Kristjánsson Jóhann Heiðar Jóhannsson Jón Kristinn Baldursson Leó Li Chen Linda J. Andersen Magnús Ingvarsson María Thejll Ólafur Sigurðsson Sigurjón Ingvason Trausti Jóhannesson Vita Baltusnikiene 40 ára Áslaug Heiður Cassata Eyrún Helga Aradóttir Falur Helgi Daðason Giovanni Gerarman Tumarao Guðrún Agða Aðalheiðardóttir Hlynur Erlingsson Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir Ingibjörg Gunnþórsdóttir Lilja Gunnlaugsdóttir Rafn Jóhannesson Stefán Rúnar Dagsson Vilma Chirv 30 ára Annie Vesterbæk Jensen Berglind Markúsdóttir Fróði Jóhannesson Hallveig Guðmundsdóttir Hanna Siv Bjarnardóttir Ilona Natalia Owsianik Soffía Kristín Björnsdóttir Stefán Örn Valberg Tam Ðúc Vu Til hamingju með daginn 30 ára Svanur ólst upp í Þorlákshöfn, býr þar, lauk prófum frá Stýrimanna- skólanum og er stýrimað- ur á Glófaxa VE 300. Systkini: Hrefna Jóns- dóttir, f. 1977, Sædís Sif Ólafsdóttir, f. 1995, og Daði Steinn Jónsson, f. 1996. Foreldrar: Sigrún Þór- arinsdóttir, f. 1959, starf- ar við umönnun, og Jón Ólafur Svansson, f. 1955, fiskverkandi. Svanur Jónsson 30 ára Aðalbjörg ólst upp í Breiðholtinu, er þar bú- sett og hefur stundað verslunarstörf hjá Hag- kaupi frá árinu 2000. Systkini: Sigtryggur Magnason, f. 1974, starfs- maður hjá Íslensku aug- lýsingastofunni, rithöf- undur og skáld, og Ágústa Gísladóttir, f. 1988, þjónn í Hörpu. Foreldrar: Gísli Níelsson, f. 1957, og Árnína Laufey Sigtryggsdóttir, f. 1963. Aðalbjörg Gísladóttir 30 ára Ólafur ólst upp í Skerjafirðinum, er nú bú- settur í Garðabæ, stundar MA-nám í lögfræði við HÍ og starfar nú hjá Gengis- málum ehf. Maki: Hanna Lind Garð- arsdóttir, f. 1988, BA í fé- lagsráðgjöf og MA-nemi í mannauðsstjórnun við HÍ. Dóttir: Harpa Sóley Thors, f. 2010. Foreldrar: Thor Thors, f. 1952, og Jórunn Friðjóns- dóttir, f. 1951. Ólafur Thors

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.