Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Guðbergur Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands fisk-
eldisstöðva, segir raunhæft að stefna
á að framleiðsluverðmæti í fiskeldi
verði þrjátíu milljarðar króna árið
2030. Til samanburðar nam fram-
leiðsluverðmæti eldisfisks um sex
milljörðum króna í fyrra. Þá voru
jafnframt framleidd um átta þúsund
tonn af eldisfiski, en gert er ráð fyrir
að framleiðslan fari vel yfir tólf þús-
und tonn í ár. Það er yfir 50% aukn-
ing á milli ára.
„Heilt yfir er mikil bjartsýni í
mönnum, enda tel ég að annars væri
ekki verið að ráðast í allar þessar
fjárfestingar,“ segir Guðbergur í
samtali við Morgunblaðið.
Þrjátíu milljarðar eru háar fjár-
hæðir og bendir Guðbergur á að það
sé nokkuð svipað og makríllinn gaf af
sér þegar best lét. „Við eigum mjög
mikið inni í fiskeldinu. Þetta er nýtt
makrílævintýri, en það tekur hins
vegar lengri tíma,“ segir hann.
Hann nefnir að spáin sé miðuð við
þá forsendu að verðið á eldisfisknum
lækki ekki. „Ég held það sé nánast
augljóst að verð á matvöru mun ekki
lækka ef við miðum til dæmis við
íbúaþróun.“
Framleiðslan margfaldast
Mikill uppgangur hefur verið í
fiskeldi hér á landi og eru vonir
bundnar við að sú þróun haldi áfram.
Á árunum 2007 til 2011 stóð fram-
leiðslan í um fimm þúsund tonnum á
ári og reikna fiskeldismenn með að
framleiðslan muni margfaldast á
næstu áratugum, gangi öll áform eft-
ir. Sumar spár gera ráð fyrir að árleg
framleiðsla verði jafnvel komin í
hundrað þúsund tonn um miðja
þessa öld. Það myndi skila verðmæt-
um upp á um áttatíu milljarða króna.
Um 150 manns hafa nú bein störf
af fiskeldi hér á landi. Guðbergur
bendir þó á að margfalda megi þá
tölu, enda sé sá fjöldi sem kemur að
greininni í óbeinum og afleiddum
störfum mun meiri.
Mesta aukningin hefur verið í
framleiðslu á laxi og regnbogasil-
ungi. Bleikjan bar áður uppi fram-
leiðsluna en Guðbergur segir að nú
sé ekki útlit fyrir hraðan vöxt í
bleikjueldi. Framleiðslan á henni
hafi haldist nokkuð stöðug seinustu
ár.
Sú aukning sem hefur orðið á
framleiðslu á regnbogasilungi hefur
hins vegar vakið nokkra athygli.
Reyndar var mikill samdráttur í
framleiðslunni í fyrra, sem rekja má
til þess að fresta þurfti stórri slátrun,
en í ár er ráðgert að framleiðslan
verði um tvö þúsund tonn.
„Þessum tegundum, laxinum og
regnbogasilunginum, hefur vegnað
hvað best í heiminum. Sem betur fer
hafa menn dregið úr þróunarvinnu í
tegundum sem gefa ekkert af sér
fyrr en eftir margra áratuga kyn-
bótastarf. Regnboginn, laxinn og
bleikjan hafa sannað sig og er hægt
að rækta þessar tegundir án þess að
vera í mikilli vísindastarfsemi.“
Ísland áhugaverður kostur
Sem dæmi um aukin umsvif eldis-
laxins á heimsvísu nam heimsfram-
leiðslan rétt rúmlega tveimur millj-
ónum tonna í fyrra og hefur hún
þannig aukist um 65% frá árinu 2006.
Sérfræðingar gera ráð fyrir að fram-
leiðslan verði komin í 2,2 milljónir
tonna strax á næsta ári.
Aðspurður um þennan aukna
áhuga á sjókvíaeldi á Íslandi, þá að-
allega á eldi á laxi og regnboga-
silungi, nefnir Guðbergur meðal ann-
ars að aðstæður í Norður-Atlants-
hafi hafi breyst. Eldi kaldsjávarfiska
hafi færst norðar, vegna hlýnandi
sjós, og Ísland sé því orðið áhuga-
verður kostur. Einnig geti reynst
erfitt að fá leyfi fyrir sjókvíaeldi í
mörgum nágrannalöndum okkar.
Eins og áður sagði er mikil upp-
bygging framundan í fiskeldinu. Til
marks um það segir Guðbergur að
nú séu til staðar rekstrarleyfi fyrir
42 þúsund tonna framleiðslu, en til
viðbótar séu áform um framleiðslu
upp á 45 þúsund tonn. Framleiðslan
gæti því, ef öll áformin ganga upp,
numið allt að níutíu þúsundum tonna
eftir nokkur ár. Útflutningsverð-
mæti afurðanna yrði þá hátt í áttatíu
milljarðar króna.
Framleiðsluverðmæti í
fiskeldi gæti fimmfaldast
Raunhæft að framleiðsluverðmæti í fiskeldi verði þrjátíu milljarðar árið 2030
Vöxtur Eldi á fiski er sá angi matvælaframleiðslunnar sem vex hvað hraðast
á heimsvísu. Árlegur vöxtur í fiskeldi á tímabilinu 2001 til 2010 var um 6%.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þorskeldi á útleið
» Eldi á laxi hefur aukist mjög
á undanförnum árum. Má rekja
aukninguna að stórum hluta til
umsvifa Fjarðalax á Vest-
fjörðum.
» Í fyrra voru framleidd um
3.700 tonn af eldislaxi.
» Spáð er tæplega sjö þúsund
tonna framleiðslu í ár.
» Mjög hefur hins vegar dreg-
ið úr þorskeldi. Árið 2008 stóð
framleiðslan í 1.500 tonnum
en í fyrra fór hún niður fyrir
500 tonn.
» Heimsmarkaðsverð á þorski
hefur haldist lágt.
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014
STUTTAR FRÉTTIR
● Hagnaður bandaríska bankans
Morgan Stanley á öðrum fjórðungi árs-
ins jókst um 97% milli ára. Hagnaður-
inn nam 1,94 milljörðum Bandaríkja-
dala, sem jafngildir um 223 milljörðum
íslenskra króna, en á öðrum ársfjórð-
ungi 2013 var hann 980 milljónir dala.
Að teknu tilliti til tiltekinna virðisbreyt-
inga og skattaáhrifa nemur hagnaðar-
aukningin 46% á milli ára.
Afkoman var umfram væntingar fjár-
festa og hækkuðu hlutabréf bankans
um 1,3% þegar markaðir voru opnaðir.
Í frétt Wall Street Journal segir að af-
koman skýrist einkum af góðum ár-
angri bankans í fjárfestingarbanka-
starfsemi og eignastýringu.
Hagnaður Morgan
Stanley tvöfaldaðist
● Hlutabréf tryggingafélaganna Sjóvá,
TM og VÍS hækkuðu öll í verði í Kaup-
höllinni í gær. Mest var hækkunin á
bréfum TM, eða 2,74%, í 103 milljóna
króna viðskiptum. Hlutabréf VÍS hækk-
uðu um 2,55% í verði í 184 milljóna
króna viðskiptum og loks fóru bréf
Sjóvá upp um 1,98% í verði í 153 millj-
óna króna viðskiptum.
Hlutabréf HB Granda lækkuðu hins
vegar um 2,33% í verði.
Hlutabréf trygginga-
félaganna hækka í verði
Bandaríski hugbúnaðarrisinn
Microsoft mun á næstu mánuðum
fækka störfum hjá fyrirtækinu um
átján þúsund. Þetta var tilkynnt í
gær.
Í tilkynningu frá Microsoft sagði
að um væri að ræða „endur-
skipulagningu til að einfalda að-
gerðir“ og samþætta Nokia-hluta
fyrirtækisins við aðra þætti þess.
Í þeim hluta fyrirtækisins verður
mest skorið niður. Þar verða 12.500
störf lögð niður. Einnig verður
verksmiðju Nokia í Búlgaríu lokað.
Eins og kunnugt er keypti Micro-
soft farsímadeild Nokia í nóv-
embermánuði á um 5,4 milljarða
evra, sem jafngildir um 838 millj-
örðum íslenska króna.
Hjá Microsoft starfa 127 þúsund
manns og verður því störfum hjá
fyrirtækinu fækkað um sem nemur
14% á næstu mánuðum. Í frétt
Financial Times segir að um sé að
ræða einhverjar umfangsmestu
uppsagnir í sögu Microsoft. Til
samanburðar sögðu stjórnendur
fyrirtækisins upp 5.800 manns árið
2009, sem vakti hörð viðbrögð á
þeim tíma. Áætlaður kostnaður
Microsoft við aðgerðirnar nemur á
bilinu 1,1 til 1,6 milljörðum dala.
AFP
Forstjórinn Satya Nadella tók við sem forstjóri Microsoft í febrúarmánuði.
Um 18 þúsund sagt
upp hjá Microsoft
Störfum verður fækkað um 14%
!"
#!
#$
$%"
!$#
$
"
!
%%!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$
%"
#!
##
$
!#!
%
%
%
%
%$
#!"
#!"
$$
!%%
!
$
!
%$"
#! %
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á